Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2006, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2006, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 Fréttir DV MeðBO grömmaf amfetamíni Lögreglan í Kópavogi stöðvaði í reglubundnu eftirliti aðfaranótt fimmtu- dagsins ökumann sem þótti grunsamlegur og lögregl- an taldi ástæðu til að kanna betur. Farið var með mann- inn heim til hans og gerð húsleit þar sem fundust 30 grömm af amfetamíni. Maðurinn var færður til yfirheyrslu og játaði hann að eiga fíkniefnin og telst málið að fullu upplýst. Var manninum sleppt að yfir- heyrslum loknum. Efitmálar drykkju- keppni Enn eru eftirmál af drykkjukeppni ungmenna á kránni Barnum á Sauðár- króki fyrir tveimur vikum. Á þriðjudag mættu Gunnar Sandholt, sviðsstjóri fjöl- skyldu- og þjónustusviðs Skagaíjarðar, og María Björk Ingvadóttir, æskulýðs- og tómstundafulltrúi, á fund byggðaráðsins til að ræða Barinn og skotkeppnina. Það var tvítug stúlka sem vann keppnina með því að sporðrenna 34 snöpsum. Þrír keppendur voru fluttir á sjúkrahús. Fundifrestað fyrir boltann Það má með sanni segja að spenna hafi verið í Borg- arnesi í gær fyrir oddaleik Skallagríms og Keflavíkur í undanúrslitum íslands- mótsins í körfuknattleik sem fram fór í gærkvöld. Að því er sagði í gær á vef fréttablaðsins Skessuhorns var eftirvæntingin svo mikil í Borgarnesi að fundi í bæj- arstjórnni var flýtt svo bæj- arfulltrúar gætu fylgt öðrum spenntum íbúum sveitarfé- lagsins til leiksins í Keflavík. Farnar voru sætaferðir með rútum til Keflavíkur. Viö íbúðarhúsið að Leiðhömrum 25 í Grafarvogi hefur Kristján Karl Heiðberg húsasmiður byggt sér stjörnuathugunarskúr. Fékk bráðabyrgðaleyfi til tveggja ára en eftir það ætlar hann að flytja skúrinn á annan stað þar sem ljósmengun er ekki eins mikil og í Grafarvogi. Kristján Karl Heiðberg húsasmiður kann sér ekki læti þegar stjömur himinsins em annars vegar. Þess vegna sótti hann um leyfi byggingar- yfirvalda til að byggja skúr fyrir stjömiikíkinn sinn í garðinum heima í Grafarvogi. Þar situr Kristján Karl nú flestum stundum og nýtur sín vel. Borgaryfirvöld veittu leyfi fýr- ir stjörnuskúrnum í Grafarvogi í tvö ár. Enda ætlar Kristján Karl að flytja hann eitthvert annað eftir það. Ljós- mengunin í Grafarvogi er töluverð: „Sérstaklega til suðurs en þángað beini ég sjónaukanum helst," segir Kristján Karl. Stjörnuskúrinn er ekki stór og er staðsettur í þriggja metra fjarlægð frá suðurhorni hússins sem Kristján Karl býr í við Leiðhamra 25. Á tunglinu Bandaríski geimfarinn Neil Armstrong sprangaöi þar um og Kristján Karl hefði jafnvelgetaö fylgstmeðhonum efhann hefði verið búinn að fá sér græjurnar i garðinn. Átta tommur „Þetta er átta tommu kíkir sem ég keypti notaðan á netinu," segir Kristj - án Karl sem lætur sér ekki nægja að stara út í himinhvolfið hejdur tekur líka myndir af stjörnum sem líða fýr- ir augu hans á síðkvöldum í skúrn- um góða í garðinum. Sólin á sumrin „Ég hef mest gaman af að skoða Satúrnus, Júpíter og Mars og þá sér- staklega í október þegar Satúrnus var svo nálægur," segir Kristján Karl sem með hækkandi sól verður að beina sjónauka sínum annað. Þá er bjart á kvöldin og jafiivel allan sólar- hringinn. En það stöðvar ekki Kristj- án Karl í að njóta þess að sitja úti í störnuskúrunum: „Þá skoða ég sól- ina," segir hann. Ástæða þess að Kristján Karl greip til þess ráðs að byggja stjörnu- skúrinn í garðinum heima hjá sér í Grafarvoginum var ósköp einföld: Punt í bíómyndum „Það er ekki hægt að vera með Kristján Karl við stjörnukíkinn sinn Vill ekki gefa upp kostnaöinn. Konan má ekki vita. stjörnukíkja í stofuhita. Þeir verða að vera í sama hitastigi og er úti annars rennur allt til innan í þeim. Stjörnu- kíkjar sem fólk sér í fínum stofum í kvikmyndum eru bara upp á punt," segir hann. - ***' -■ - Konan má ekki vita Ekki vill Kristján Karl ræða kostnaðinn við stjörnuathuganir sínar í Grafarvoginum en ljóst er að þær hlaupa á umtalsverðum upp- hæðum: „Konan má ekki vita hvað þetta kostar," segir hann sáttur við sig og alheiminn sem hann hefur fyrir augunum í öðru ljósi en við flest þegar skyggja tekur og venju- legum vinndegi hans við húsams- míðar lýkur. Burt í myrkrið „En ég ætla bara að vera með skúrinn hér í garðinum í tvö ár eða svo. Eftir það stefni ég að því að fara með hann eitthvert annað þar sem betri aðstæður eru til stjörnuskoð- unar. Hér í Grafarvoginum er það ljósmengunin sem er verst," segir Kristján Karl Heiðberg sem byggði sér stjörnuathugunarskúr í garðin- um við Leiðhamra 25 í Grafarvogi þar sem hann býr. Kvabbað og kveinað á þinginu Svarthöfði furðar sig á því að stjórnarandstaðan í utanríkismála- nefnd Alþingis kvabbar og kveinar undan því að Geir Haarde utanrík- isráðherra geri nefndinni ekki grein fýrir stöðu mála í þessum samninga- viðræðum um framtíð varnarmála landsins. Hvað á Geir greyið svo sem að segja nefndinni? Að hann geti ekki breytt neinu um brottför hersins? Það geta allir sagt sjálfum sér. Að al- veg sama hvað hann jarmar og vælir í Kananum heyrir herstöðin sögunni a til. Það geta allir sagt sjálfum sér. Stjómvöld hafa fundið upp hug- takið „nauðsynlegur varnarviðbún- aður" eða eitthvað í þá áttina og skil- greint hann sem íjórar þotur á Kefla- víkurflug- velli. Svarthöfði sér enga ástæðu til að hafa „varnarviðbúnað" neins staðar á landinu þar sem við höfnm nákvæm- lega ekkert að verjast gegn. Varla fara Grænlendingar í stríð við okkur, hvað þá Norðmenn. Og hver er hættan ffá Jan Mayen-svæðinu eða Hatton Rock- all-svæðinu? Spyr sá serjr ekki veit. Og komi til einhvers konar ófrið- ar leggur Svarthöfði til að farin verði Mogens Glistrup-leiðin í ’J il vamarmálum. Glistrup lagði eittsinntil þinginu að útgjöld til varnarmála landsins yrðu skorin niður í einn 25 eyring. Ef einhver réðist á Danmörku ætti að setja peninginn í næsta síma- sjálfsala til að hringja í árásaraðilann og tjá honum að landið gæfist upp. Við ættum sennilega að biðja Kan- ann um að setja upp símasjálfsala fýrir okkur úti á Keflavíkurflugvelli. Það er varnarviðbúnaður sem snið- inn er að okkar þörfum. Svartliöföi #1 Hvernig hefur þú það „Ég hefþað fínt," segirJojo götulistamaður hress l bragði. „Ég tók þáttí rokkkeppninni á Gauki á Stöng um daginn, ætlaði að reyna að húkka mér far á ströndina í Bandaríkjunum. Annars er ég allur að koma til eftir árásina sem ég varð fyrir en er ennþá slæmur íauganu. Maðurverður nú samt að halda áfram.'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.