Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2006, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2006, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 Fréttir DV Fpiðþór Eydal Friðþór þykir þægilegur maður, úrræðgóður, traustur og góður fararstjóri í safaríferðum um Keflavíkurflugvöll. Hann erof tryggur fyrirtæk- inu sínu og gefur ekki færi á sér. „Hann er sérfræðingur um varnarliðið sem er nágranni okkar Suðurnesjamanna. Hann er mjög þægileg manneskja og fróður maður. Svo erhann sérlega góður fararstjóri í safaríferðum um Keflavikurflugvöll. Friðþór er það mikill starfsmaður síns fyrirtækis sem er ókostur fyrir okkur þvi að Víkurréttir vissi fyrst afstóru fréttinni að varnarliðið væri á förum en helv... hann Friðþór vildi ekki staðfesta það við okkurlÉg er ekki búinn að fyrirgefa honum það!" Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta. „Hann hefur griðarlega reynslu eftirmargra ára vinnu við upplýsingagjöfhjá varnarliðinu. Hann sýnir jafnaðargeð útá við og vinnurvel meðólíkum einstaklingum og hópum. Nafn Friðþórs Eydal er fallegt og vel við hæfi, manni með slikt nafn hefur tekist vel að halda frið á meðal vikinga á okkar litlu eyju." Arni Sigfússon, bæjarstjóriReykjanes- bæjar. „Hann er afskaplega frétta- glöggurmaður, úrræðagóður og þægilegur. Mérfinnst hann hafa náð að halda haus afskaplega vel í öllu sem hann gerir og hefurgert. Hann ermjög ballanserað- ur maður. Hann hefur enga galla." Friðrik Haraldsson, tæknistjóri hjá sjónvarpinu á Keflavíkurflugvelli. Friðþór Eydal er fæddur 23. september 1952. Hann hefurstarfað sem upplýsingafulltrúi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli I á þriðja áratug. Friðþór mun láta afstörfum þegar varnarliðið er að fullu farið á brott en Friðþór hefur unnið mikið og gott starfsem upplýsingafulltrúi I gegnum árin. Friðþór er mikill áhugamaður um sagnfræði og hefur skrifað um hina ýmsu atburði íslandssögunnar. Gistinóttum fjölgar Gistinætur á hótelum í febrúar síðastliðnum voru 56.000 en voru 53.000 í sama mánuði árið 2005 sem er 5,5 prósenta aukning. Gistinóttum fjölgáði hlut- fallslega mest á Suðurnesj- um, Vesturlandi og Vest- fjörðum þar sem gistinætur fóru úr 3.300 í 5.600 milli ára sem er 68 prósent aukn- ing. Á höfuðborgarsvæðinu nam aukningin 1,5 prósent- um.úr 41.200 í 41.800. Ragnar Már Ómarsson streittist harkalega gegn handtöku í fyrrasumar. Hann segir að lögreglan hefði ekki átt að skipta sér af honum og vinkonu hans sem lágu saman á bekk á Austurvelli. Slagsmál brutust út milli Ragnars og lögreglumanns og var réttað í málinu í gær. Ragnar kveðst saklaus og segir að sá eini seki í málinu sé lögreglan, hún hafi gerst sek um léleg vinnubrögð. „Ég lá bara þarna á bekk með stúlku þegar þeir komu og fóru að skipta sér af okkur." Svona lýsir Ragnar Már Ömarsson upphafinu að átökum sem hann lenti í síðastu sumar við tvo lögreglumenn á Austurvelli. Átökin leiddu til þess að Ragnar var ákærður og fór aðalmeðferð málsins fram í gær. Ragnar Már var ákærður fyrir brot gegn .valdstjóminni með því að hafa ráðist á opinberan emb- ættismann þegar hann var að sinna skyldustörfum sínum. Ragnar neit- ar sök. Segir afskipti lögreglumann- anna af sér og vinkonu sinni hafa verið með öllu tilefnislaus. Hann hafi eingöngu verið að verjast órétt- mætri handtöku. Valhoppaði um bæinn Forsaga málsins er sú að í fyrra- sumar kynntist Ragnar ungri stúlku í miðbæ Reykjavíkur. Þau deildu kvöldinu saman og skemmtu sér vel að sögn Ragnars. „Það hefur sjaldan legið jafn vel á mér og þessa nótt," sagði hann í vitnastúkunni í gær. „Við valhoppuðum niður Laugaveg- inn og í kringum Tjömina" Þaðan lá leiðin niður á Austur- völl. Sólin var fyrir löngu komin upp og flestir farnir heim úr bæn- um enda kominn morgunn. Tveir lögregluþjónar röltu niður á Aust- urvöll til að kanna ástand bæjar- ins eftir skemmtun næturinnar. Þar komu þeir auga á Ragnar og vin- konu hans. Reiddist lögreglumönnunum „Ég fann allt í einu að það var einhver sem skyggði á sólina," sagði Ragnar í gær. „Eg muldraði eitthvað á þá leið að sá sem væri að skyggja á sólina ætti að drulla sér í burtu." Skyndilega áttaði Ragnar sig á því að sá sem hann hafði hreytt þessum ónotum í var lögreglumaður. Af skilj- anlegum ástæðum var Ragnari nokkuð bmgðið. En þegar lögreglumennimir báðu hami um skilríki og persónuupp- lýsingar varð hann fljótt reiður. „Þeir áttu ekkert að vera áð skipta sér af okkur," segir hann. Hann seg- ir að lögreglumennirnir hafi verið ógnandi í sinn garð. Mundað kylfur sínar og setta á sig hanska með ögr- andi hætti. Þetta fór illa í Ragnar sem brást ókvæða við. ,,Ég svaraði bara fyrir mig," segir hann. Átök urðu að slagsmálum Lögreglumennirnir tveir brugð- ust ekki vel við „stælum" Ragnars. Annar þeirra tók í öxl hans og til- kynnti að hann væri handtekinn. Þá fýrst fór allt úr böndunum. Ragnar reyndi að rykkja sig lausan en lög- reglumaðurinn reyndi að koma hon- um í járn. Átökin þróuðust út í slagsmál og þar náði Ragnar yfirhöndinni. Hann tók lögreglumanninn hálstaki og saman féllu þeir út í runna. „Á þess- um tímapunkti var ég orðinn það hræddur við þessa löggu að ég þorði ekki að sleppa," segir hann. Lögreglumaðurinn kærði Innan skamms var Ragnar yfir- bugaður. Hann var færður á lögreglu- stöð og honum haldið þar til klukkan fimm daginn eftir. Blóðprufa var tek- in sem sýndi að Ragnar var ekki ölv- aður. Eftir að skýrsla var tekin af hon- um var Ragnari svo sleppt. Málinu var þó langt í frá lokið. Annar lögreglumannanna kærði og Ragnars bíður hundruð þúsunda króna málskostnaður auk allt að sex ára fangelsisvist, verði hann fúndinn sekur. Segir lögregluna seka Ragnar er afar ósáttur við hvem- ig máhð allt hefur þróast. „Ef ein- hver er sekur í þessi máli er það lög- reglan - fyrir slök vinnubrögð," segir hann. Undir þetta tekur faðir Ragn- ars, Ómar Rafhsson: „Ég hugsa að ef reyndari lögreglumenn hefðu ver- ið þarna á ferð hefði þetta ekki far- ið svona." Feðgarnir benda á að það sé eins og geðvonska lögreglumann- anna tveggja hafi orsakað að mál- in þróuðust á þann hátt sem þau gerðu. Þurfa að afla sér virðingar eins og aðrir Ákæmvaldið er ekki á sömu skoðun og feðgamir. Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari sagði í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær að lögreglu- mennirnir hefðu verið í fullum rétti þegar þeir handtóku Ragnar. Hún vitnaði í lögreglusam- þykkt sem segir að leyfi- legt sé að vísa hverjum þeim frá sem ógni öryggi eða valdi ónæði. Ragnar segir hæpið að hann hafi valdið ein- hverjum ónæði þar sem hann lá á bekknum með vinkonu sinni. Brynjar Níelsson, verjandi Ragn- ars, benti einnig á að hæpið væri að ákæra Ragnar fýrir árás á embættis- mann. Lögreglumaðurinn hefði hafið átökin. Ragnar hafi vissulega streist á móti, veitt mótþróa við handtöku, en það sé ekki það sama og að ráðast á lögregluþjón. „Þó að það sé vissulega pirrandi þegar ungmenni sýna manni ekki tilhlýðilega virðingu er ekki þar með sagt að Ragnar hafi brotið lög. Það er ekkert í lögunum sem segir að maður verði að bera virðingu fýrir lögreglu- mönnum. Þeir afla sér virðmgar með gjörðum sínum eins og aðrir," sagði Brynjar við lok réttarhaldanna í gær. Símon Sigvaldason dæmir málið og ætl- ar hann að skila niðurstöðu sinni eftir páska. Dómur Hæstaréttar í dóplistamáli opnar möguleika á nýju fordæmi Gæti gerbreytt starfsumhverfi lögreglunnar Frávísun Hæstaréttar á máli Ríkis- saksóknara í síðustu viku gegn Birni Sigurðssyni, sem á heimasíðu sinni dopsalar.tk ásakaði nafngreinda lög- reglumenn um að starfa með glæpa- mönnum, er strax farin að hafa áhrif. Frávísun Hæstaréttar byggði á því að Lögreglan í Reykjavík hefði ekki átt að rannsaka mál Björns, því kærendur voru lögreglumenn í Reykjavík. Það var því mat Hæsta- réttar að annað lögregluembætti hefði átt að fara með rannsóknina. Sigmundur Hannesson var verj- andi Björns Sigurðssonar. Við þing- festingu máls ákæruvaldsins í gær gegn öðrum skjólstæðingi Sigmund- ar, Sigurbirni Inga Sigurðssyni, sem gefið er að sök að hafa sparkað í tvo lögreglumenn, krafðist Sigmundur frávísunar. Ástæðan - lögreglan í Reykjavík fór með rannsókn málsins. Og miðað við nýfallinn dóm Hæsta- réttar því mögulega óhæf til að fara með rannsóknina. Sigmundur Hannesson benti dómara á að nýfallinn dómur Hæstaréttar gæfi tilefni til að kanna hvort fordæmi hefði verið sett fyr- ir því að mál sem þessi færu rak- leiðis til Ríkissaksóknara sem síð- an myndi ákveða hvaða embætti færi með rannsókn. Hvort það for- dæmi hefði verið sett að lögreglu- embætti væru óhæf til að rannsaka mál sem snerta eigin starfsmenn. Aukaþinghald fer fr am í málinu í dag þar sem frávísunarkrafa Sigmund- ar verður reifuð nánar. Ákæruvald- ið mun mótmæla kröfunni enda myndi fordæmi af þessu tagi ger- breyta starfsumhverfi lögreglu- manna. Á ári hverju rannsakar til dæmis Lögreglan í Reykjkavík fjöld- ann allan af málum þar sem brota- þolar eru lögreglumenn. Möguleiki er nú fyrir hendi að hvert einasta mál verði fýrst að fara til Ríkissaksóknara sem svo myndi ákveða framhaldið. Mál dóplistamannsins Bjöms Sig- urðssonar er nú á borðum Ríkis- saksóknara eftir frávísun Hæstarétt- ar sem verður að taka ákvörðun um wm hvort gefln verði út ný ákæra. Kunn- ugir telja að til að það geti orðið verði að fara fram ný rannsókn og miðað við niðurstöðu Hæstaréttar í síðustu viku getur Lögreglan í Reykjavík ekki framkvæmt þá rannsókn. andri@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.