Símablaðið

Ukioqatigiit
Saqqummersitaq pingaarneq:

Símablaðið - 01.02.1982, Qupperneq 19

Símablaðið - 01.02.1982, Qupperneq 19
Árni Jóhannsson — kjör launþega er vinna við sambærileg störf samkvæmt öðrum kjarasamn- ingum, — kröfur sem gerðar eru til menntunar, ábyrgðar og sérhæfni starfsmanna. Grein þessi hefur áreiðanlega átt stóran þátt í samþykkt samningsins. En eins og fleiri símamenn, set ég allt traust mitt nú, á þá sérkjarasamninga sem fram undan eru. Símabl.: Hvert er starfssvið þitt og hver eru laun fyrir sambærileg störf utan Stofnunar- innar? Árni: Starf rnitt felst í forvinnslu tölvugagna fyrir reikningagerð Pósts og Síma og frá- gangi símareikninga eftir að vinnslu er lokið. Einnig öll dagleg umsjón reikningagerðar hjá SKÝRR. Hliðstæð störf t.d. hjá SKÝRR, eru metin til launa í 17. og 18. lfl. Símabl.: í hvaða launaflokki ert þú? Árni: Ég er í 12. lfl. eftir 12 ára starf hjá Sím- anum, og er af skiljanlegum ástæðum alls ekki sáttur við það. Einar H. Reynis Starf__Símvirki Laun — efsta þrep 11. Ifl. kr. 7.605 Símabl: Við hvað starfar þú aðallega? Einar: Mest við uppsetningar, viðhald og flutninga á gagnasendingatækjum þ.e.a.s. modemum og einkasímstöðvum. Símabl: Til hvers eru modem notuð? Einar: Til þess að yfirfæra tölvuboð í það form að hægt sé að senda þau eftir síma- línum. Símabl: Hafa orðið miklar tæknilegar breyt- ingar á einkasímstöðvum? Einar: Þær hafa tekið gífurlegum breytingum á siðastliðnum tveim til þrem árum í takt við elektroniska tækniþróun. Símabl: Hefur þú farið í eitthvað nám sérstak- lega vegna þessara breytinga og hvert er þitt nám í árum? Einar: Ég er símvirki. Það er þriggja ára nám. Síðan er ég í þriggja ára símvirkjameistara- námi. Ég hef einnig farið á tvö námskeið sérstaklega vegna nýrra símstöðva og gagnasendingatækj a. Einar H. Reynis Símabl: Færðu hærra kaup eftir þessi nám- skeið? Einar: Nei. Símabl: Hvernig fannst þér útkoman úr aðal- kjarasamningunum í desember? SÍMABLAÐIt) 17

x

Símablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.