Símablaðið - 01.02.1982, Síða 23
Símabl: Margrét, Helga segist leiðbeina nýju
starfsfólki. Eru ör mannaskipti hérna?
Margrét: Já, því miður er óeðlilega mikið um
uppsagnir hérna og koma þær eingöngu til
vegna lélegra launa.
Þegar starfsmennirnir hafa hlotið góða
þjálfun hérna, hverfa þeir annað hvort til
betur launaðra starfa annars staðar eða til
frekara náms, oft á öðru sviði, til þess að
komast á mannsæmandi laun síðar. Ég hef
það oft á tilfinningunni að hér sé rekinn
tækniteiknaraskóli en ekki teiknistofa. Ég er
á þeirri skoðun að Ríkið sé að spara aurana
og henda krónunni með þessari launastefnu
sinni, því að það fer svo mikill tími í að
þjálfa nýtt starfsfólk.
Ég get sagt þér sögu sem lýsir ástandinu. Eitt
sinn svaraði ég auglýsingu tækniteiknara
sem leitaði eftir starfi. Ung stúlka kom til
viðtals og leist henni vel á vinnustaðinn. En
þegar ég sagði henni frá laununum sem í
boði væru, fölnaði hún upp og sagðist ekki
hafa efni á að þiggja starfið. Hún yrði að
halda áfram í sama starfi þangað til annað
betra byðist. Hún hefði þó 2000 Kr. meira
en hér væri að fá. — Þessi stúlka afgreiddi
bensín á bensínstöð.
Símabl: Hvað finnst ykkur þá um nýgerðan
aðalkjarasamning?
Helga: Þegar laun hækka á 3ja mánaða fresti
um allt að 9% eru 3.25% ekkert til að
klappa fyrir, og svipað má segja um breyt-
ingar á starfsaldursmörkum sem ná of
skammt. Hins vegar má segja að ef fjár-
málaráðherra til tilbreytingar stendur við
það sem hann hefur skrifað undir, og hér á
ég ekki við núverandi fjármálaráðherra per-
sónulega heldur alla fjármálaráðherra, þá
er ein grein samningsins mikils virði. í 6. gr.
samningsins er áhersluaukning á orðalagi
greinar 1.4.1 sem kveður á um að við röðun
í launaflokka skuli að meginstefnu miða við
kjör launþega sem vinna við sambærileg
störf samkvæmt öðrum kjarasamningum.
í þessum sambandi minni ég á samninginn
sem gildir alls staðar á almennum vinnu-
markaði.
Bergljót: Auk þess segir í þessari grein að
miða skuli við kröfur sem gerðar eru til
menntunar, ábyrgðar og sérhæfni starfs-
manna. Hérna vil ég vekja athygli á því að
menntunarkröfur fyrir okkar starf hafa auk-
ist um 143% síðan okkur var skipað á bás í
launakerfinu.
Símabl: Þið hafið rætt dálítið um almenna
launamarkaðinn. Vitið þið um einhverja
teiknistofu á vegum hins opinbera þar sem
teiknarar fá hærri laun en þið?
Helga: Ekki þekki ég vel til annarra ríkisstofn-
ana, en veit að á teiknistofu Rafmagnsveitu
Reykjavíkur eru svokallaðir innfærslumenn
sem vinna samkvæmt starfslýsingu svipuð
störf og við. Þeir eru í 12. lfl. og er það
kannske af því að það eru eintómir karl-
menn.
Símabl: Fannst ykkur þá hækkunin sem opin-
berir starfsmenn fengu síðast of lítil.
Bergljót: Ég legg áherslu á það að við erum
ekki að heimta meiri hækkun en aðrir al-
mennt fá í þjóðfélaginu. Við erum að biðja
um sömu laun og aðrir fá fyrir sömu vinnu.
Símabl: Þakka ykkur fyrir.
í tölvuskráningardeildinni ræddi blaðamað-
ur við Guðrúnu Björnsdóttur og Ingunni Sig-
urpálsdóttur og spurði þær um kjör þeirra.
Guðrún: Við byrjum í 8. lfl., þar sem launin
eru 6.188.- kr. og þú þekkir sjálfur hversu
hratt laun hækka samkvæmt launakerfi
BSRB. Við erum ekki of sælar af kjörum
okkar yfirleitt. Þetta er þreytandi starf og
það mætti laga fleira en bara krónutöluna.
Símabl: Þekkið þið einhverjar stúlkur í sams
konar starfi annars staðar.
Guðrún: Já, í bönkum starfa stúlkur við
tölvuskráningu 6 tíma á dag eða í 30 tíma á
viku og er vinnutíminn frá kl. 13—19. Fyrir
þessa vinnu fá þær laun sem eru 2—300 kr.
hærri en okkar og undanskil ég þá 13. mán-
uðinn og orlofsuppbót. Taktu eftir að hér
er ég að tala um rikisfyrirtæki. Við vinnum
hins vegar 40 stundir á viku og vildi ég gjarn-
an skipta á kjörum bankamanna.
Símabl: Hvað um almenna vinnumarkaðinn?
Ingunn: Það er dálítið erfitt að gera sér grein
fyrir kjörum á hinum svokallaða frjálsa
SÍMABLAÐIÐ