Símablaðið - 01.02.1982, Qupperneq 29
Hlutur kvenna í launaflokka-
kerfinu.
Helmingur íbúa jarðarinnar eru konur. Þær
inna af hendi 66% af vinnuframlaginu eru
33% af þeim sem ráðnir eru í störf, fá 10% af
greiddum launum og ráða yfir 1% af verð-
mætum heimsins.
í samræmi við gamlar hefðir, ríkjandi við-
horf og mismunandi félagslega mótun stúlkna
og pilta hafa þróast ákveðin karla og kvenna
störf.
Mismunandi verkaskipting karla og kvenna
er aldagamalt einkenni í íslensku þjóðfélagi. Á
SÍÐUSTU ÁRATUGUM HAFA ÁTT SÉR
STAÐ ÝMSAR BREYTINGAR Á ÞESSARI
HEFÐBUNDNU VERKASKIPTINGU OG
VIRKNI KVENNA í ATVINNULÍFINU
FARIÐ VAXANDI! En þar með er ekki öll
sagan sögð. í launakerfinu er meirihluti
kvenna yfirleitt í lægri launaflokkunum, en
meiri hluti karla í hærri launaflokkunum. Hinn
óhagstæði hlutur kvenna í launaflokkakerfinu
stafar m.a. oft af því að starfsferill þeirra er
ekki eins samfelldur og þar af leiðandi styttri
en starfsferill karla. En þarna er þó fleira sem
kemur til.
Konur þykja óstöðugri vinnukarftur á því
aldursskeiði, sem þær ala börn og annast þau
lítil og meðan starfsferill karla er yfirleitt sam-
felldur einkenna miklar aldurssveiflur atvinnu-
þátttöku kvenna. Áhrif giftinga og barneigna
er hér tvímælalaust einn helsti orsakavaldur-
inn, og líða konur því fyrir það hlutverk, sem
þeim er áskapað frá náttúrunnar hendi.
Öll helsta lagasetning er varða réttindi
kvenna er bundin við tuttugustu öldina.
1907 var komið á skólaskyldu fyrir börn
10—14 ára, en síðan hefur skólaskyldan verið
lengd. Samkvæmt lögum um grunnskóla ber
að veita piltum og stúlkum samskonar kennslu.
1908 hlutu konur kosningarétt og kjörgengi
til sveitastjórna á sama grundvelli og karlar.
1911 hlutu konur sama rétt og karlar til
náms í öllum menntastofnunum landsins og
einnig sama rétt til allra embætta.
1915 hlutu konur kosningarétt og kjörgengi
til alþingis með takmörkunum, sem afnumdar
voru 5 árum síðar.
1954 var kveðið svo á um í lögum um rétt-
indi og skyldur opinberra starfsmanna, að karl-
ar og konur skuli fá sömu laun fyrir sömu
vinnu. Opinberir starfsmenn voru því fyrsta
starfsstéttin, sem hlaut lögverndað launajafn-
rétti kynjanna.
1961 voru sett lög um almennan launajöfn-
uð karla og kvenna og skyldi honum náð 1967.
Þessi lög voru sett í samræmi við fullgildingu
íslands á jafnlaunasamþykkt alþjóðavinnu-
málastofnunarinnar 1958.
1964 fullgilti ísland fyrir sitt leyti samþykkt
Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, á útrým-
ingu á hverskonar misrétti í atvinnu eða til
launa.
1973 voru sett lög um jafnlaunaráð og kveða
þau á um, að konum og körlum beri að fá
sömu laun fyrir jafn verðmæt störf og atvinnu-
rekendum sé óheimilt að mismuna starfsfólki
eftir kynferði.
1976 voru samþykkt á Alþingi lög um jafn-
rétti kvenna og karla. Með samþykki þeirra
laga voru felld út gildi lög um Jafnlaunaráð
og var sett á stofn jafnréttisráð, sem annast
skyldi framkvæmd laganna.
Þrátt fyrir þessi lagalegu réttindi til mennt-
unar, atvinnu, launa og stjórnmálalegrar þátt-
töku ríkir enn verulegt misrétti milli karla og
kvenna á öllum þessum sviðum. Konur verða
enn að berjast harðri baráttu og virðast þurfa
að verða karlmanninum fremri til að standa
honum jafnfætis.
Þjóðfélagsleg forysta, á Alþingi, í sveitar-
stjórnum, í embættismannakerfinu, stjórn-
SÍMABLAÐIÐ 27