Símablaðið - 01.02.1982, Qupperneq 25
vegna. Við byrjum hérna sem ungar, hraust-
ar stúlkur og gætum þá aukið tekjur okkar
með því fyrirkomulagi, en slíkt gæti aldrei
gengið til lengdar. Þá gæti komið upp
vöðvabólga og annað sem fylgir svipuðum
störfum þessum. Stundum erum við illa upp-
lagðar og vinnum þá undir því sem kallast
getur meðalhraði. Oftast erum við hins veg-
ar vel upplagðar og þá færum við mikli fleiri
færslur en normalt getur talist. Ég er hrædd
um að bónuskerfi myndi skaða bæði sál og
líkama.
Símabl.: Af hverju eruð þið hér ennþá?
Guðrún: Ja, þetta er góð spurning. Ætli skýr-
ingin sé ekki sú að við byrjum hérna korn-
ungar og þá er spurningin ekki um launin,
heldur einfaldlega það að fá vinnu. Síðan
fellur allt í bönd vanans og maður bara bíð-
ur eftir að eitthvað stórkostlegt gerist í
launamálum eða að gullna tækifærið komi.
Ætli ég fari ekki þegar starf býðst hjá Jóni
Jónssyni úti í bæ.
Ingunn: Ég er sammála Guðrúnu. Eins og þú
heyrir, þá höfum við litið vandlega í kring-
um okkur og má raunar segja að við séum
ávallt í viðbragðsstöðu. Ég bíð spennt eftir
sérkjarasamningnum. En, af hverju ert þú
ennþá hér.
Símabl: Ja, þetta var góð spurning.
Símablaðið hafði samband við Þórunni Andrésdóttur, talsímavörð, en hún á að baki 30 ára
starf hjá Stofnuninni og hefir verið fulltrúi 1. deildar (deild taisímavarða í Reykjavík) í mörg
ár, svo að hún er vel inni í þeirra málum. Eins og allir vita eru störf talsímavarða mjög krefj-
andi, en illa launuð.
— Þórunn, hvað segir þú um kjaramál og
stöðu talsímavarða í dag?
— Við talsímaverðir erum að sjálfsögðu
mjög óánægðir með stöðuna í dag. Mér finnst
ætíð, að talsímaverðir eigi inni hjá ríkinu einn
Ifl. sbr. starfsmatið sem gert var fyrir rúmum
* !
Þórunn Andrésdóttir
Lciðrétting
^Jyndavíxl urðu á bls. 23 og 25 með viðtölum
A-ndrésdóttur og Jóhönnu Elíasdóttur.
áratug, en þá var skrifað undir samninga á ell-
eftu stundu, þó vitað væri að samkv. starfs-
mati ættum við að vera einum launaflokki
hærri, en samningar gerðu ráð fyrir. Mér finnst
það til háborinnar skammar, bæði fyrir ríkið
og F.Í.S. að talsímaverðir skulu vera grunn-
raðaðir í 7. lfl. Eftir 30 ára starf hjá ríkinu, er
ég komin í 9. lfl. skv. starfsaldurshækkunum
og kemst ekki hærra miðað við sama starf, og
hljóta allir að sjá að af þeim launum er ekki
lifandi í dag. Ef við tökum dæmi, þá hefi ég í
laun núna kr. 7.095.- Fyrirframgreiðsla í
skatta er kr. 1.360,- ef ég greiddi húsaleigu
væri hún lágmark kr. 2.000.- ljós og hiti kr.
500,- strætisvagnagjöld kr. 200,- Lífeyrissjóð-
ur kr. 284,- félagsgjöld kr. 71,- og eru þá eftir
kr. 2.680.- fyrir fæði, klæðnaði og öðrum
kostnaði. Það má því segja, að eftir 30 ára
starf, er maður vart matvinningur. Þegar fólk
er komið hátt á sextugsaldur hlýtur að vera
tímabært að leggja til hliðar og búa í haginn
fyrir efri árin, en slíkt er útilokað með þeim
launum sem okkur talsímavörðum er skammt-
að í dag.
Þótt einhverjir talsímaverðir njóti óþæg-
SÍMABLAÐIÐ 23
við Þórunni