Símablaðið - 01.02.1982, Blaðsíða 20
Einar: Voðalega rýr launabót. Og með henni
fengu símvirkjar enga leiðréttingu í átt við
þann mikla launamismun sem er á okkar
kjörum og félaga okkar á almennum launa-
markaði.
Símabl: Vinnur þú eitthvað samhliða rafiðn-
aðarmönnum í þínu starfi?
Einar: Já - talsvert og m.a. með mönnum frá
IBM.
Símabl: Þú þekkir þá vel kjör á almennum
vinnumarkaði.
Einar: Já — það fer ekki milli mála.
Símabl: Gerirðu þér þá grein fyrir því hve
mikið símvirkjar þyrftu að hækka í launum
í sérkjarasamningum til þess að hafa eitt-
hvað í átt við það sem menn í sömu störfum
hafa almennt hér á landi?
Einar: Ég tel lágmark að við fáum 25% til
30% kauphækkun til þess að ná eitthvað í
átt við það sem greitt er á almennum vinnu-
markaði.
Ögmundur Frímannsson
Starf — tæknifulltrúi
Laun — 16. lfl. + 1 Kr. 9.349.-
Símabl: í hverju er þitt starf fólgið.
Ögmundur: Ég er yfirverkstjóri yfir sérbún-
aða- og heimasímadeild Hússtöðvadeildar.
Símabl: Hús — stöðva — deildar. Hvað er nú
það??
Ögmundur: Það er nokkurskonar tæknideild
símstöðvarinnar í Reykjavík, þar sem vinna
yfir 50 tæknimenn.
Símabl: Heyra margir menn undir þig?
Ögmundur: Um það bil 30 til 35 þar af tveir
verkstjórar og fjórir flokksstjórar.
Símabl: Við hvað starfa þeir aðallega?
Ögmundur: Þeir setja upp og flytja skipti-
borð, símstöðvar, raðsíma, síma í heima-
húsum meðal annars. Þetta er vinna hjá fyr-
irtækjum, stofnunum og einstaklingum á
stór-Reykjavíkursvæðinu.
Símabl: Hver eru laun þinna manna?
Ögmundur: Línumenn skv. 7. til 8. lfl. kr.
5.948,- til 6.829.-, símsmiðir skv. 9. til 10. lfl.
allt að kr. 7.292.-, flokksstjórar kr. 7.605,-
og verkstjórarnir kr. 8.429,- og 8.727,-
Símabl: Hvernig gengur að fá menn til starfa
á þessum launum?
Ögmundur: Það eru 9 lausar línumanna- eða
símsmiðastöður og ein staða flokksstjóra.
Símabl: Hafa margir sótt um?
Ögmundur: Ég veit það ekki. Einn hefur talað
við mig.
Ögmundur Frímannsson
Símabl: Er mikið að gera?
Ögmundur: Það er óhætt að segja að það sé
allt kolbrjálað. Það hrúgast upp verkbeiðnir
frá fyrirtækjum, stofnunum og einstakling-
um. Stór verkefni sem smá.
Símabl: Hvernig ætlið þið að mæta þessum
vanda?
Ögmundur: Nú — menn eru beðnir að vinna
yfirvinnu. En það er ekki hægt að mæta öll-
um vanda með því. Það sem hefur bjargað
okkur gegnum árin er að við höfum vel
þjálfaða og góða starfsmenn sem þekkja vel
sín störf og svæðið sem þeir starfa á. En nú
18 SÍMABLAÐIÐ