Bræðrabandið - 01.05.1966, Blaðsíða 1

Bræðrabandið - 01.05.1966, Blaðsíða 1
33. árg. Reykjavik, mai 1966 5.tbl. A RSFUNDUR 27-30. MAI Frá miðstöð Norður-Bvrópudeildarinnar var að berast skeyti, sem tilkynnti komu formanns hennar, br. Roenfelts hingað föstudaginn 27. mai. Mun br. Roenfelt dvelja hér nokkra daga til nðstoðar á ársfundinum og stjórnarfundum, en síðan heldur hann för sinni áfram til Bandarlkjanna vegna heimsmótsins, sem h'áð verður i júni. Vera má að einhver annar af bræðrunum stanzi hér og taki þátt i ársfundi okkar - um það er ekki fyllilega vitað ennþá. Samkvæmt ofansögðu mun fundurinn standa yfir um hvítasunnuna. Vonum við að það geti hentað safnaðarsystkinunum, þótt sá tími sé ekki sá, sem við ætluðum að nota, en vegna kringumstæðnanna og til þess að spara tíma og |ferðakostnað þess eða þeirra, er frá útlöndum koma, hefur þessi tími verið valinn* uhdirbuningur fundarins er þegar hafinn. Allt mun verða gert til þess að hér verði andleg hátið er glæði og styrki andlegt líf allra, sem koma* Nú er það svo, að skopun lifs er ekki á valdi okkar mannanna. Hinsvegar getum við greitt lífinu veg. Þeir, sem gera það meö árvekni og hyggindum, hljóta mikinn ávb'xt. Nú erum við kölluð til að eiga þátt i þvi aö lif Guðs veitist okkur a komandi hátíð. Með það í huga skulum við koma til ársfundarins. Meðan sumir eru beðnir að undirbúa sérstök atriði fundarins skulum viö öll eiga þátt i undirbúningi hans og blessun með bæn fyrir honum og verki Guös i heild, Einungis i anda sannrar bænar getum við vænzt þess að koma einhverju til leiðar verki Guðs til eflingar. Væntum viö þess að sjá marga hér á ársfundinum og aö hann veiti okkur ö'llum nýtt lif og nýja náð Guðs. J.G.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.