Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 Fréttir DV Neitað um heitt vatn Sumarhúsaeigendur við Sel- vatn í Miðdal og þar í nágrenni verða ekki tengdir við hitaveitu. Bæjarráð Mosfellsbæjar hafnaði ósk Félags landeigenda í nágrenni Selvatns um þetta efiii. Auk hita- veitunnar vildu sumarhúsaeig- endurnir að ljósleiðari yrði lagður á svæðið. Háhýsadeila eftir samkeppni Skipulagsnefnd á Akranesi vill heimila byggingarfyrirtæki sem vann hugmyndasamkeppni um tólf íbúða blokk á fjórum hæðum að tvöfalda hæð hússins og fjölga íbúðum í 31. Minnihluti skipu- lagsnefndar telur brotið á hags- munum annarra sem tóku þátt í samkeppninni á skýrum forsend- um um hæð hússins og fjölda íbúða: „Mikilvægt er að gæta jafn- ræðis gagnvart öllum þeim sem lögðu fram tillögur á sínum tíma. Það er ekki gert með öðrum hætti en að endurtaka samkeppnina þar sem nýjar og breyttar leikregl- ur liggi fyrir." Kvartað undan verslunum Nágrannar við verslunarhús- ið Miðvang 13 á Egilsstöðum hafa kvartað til sveitarstjórnarinnar í Fljótsdalshéraði vegna umgengni við húsið. Segja íbúar í Miðvangi 18 að vanhöld hafi verið á um- gengni og viðhaldi svæðisins. Yfirvöld taka undir með íbúunum og segja brýnt að þeir sem reka verslunarhúsið bæti úr málunum þannig að umgengnin verði þeim til sóma. í húsinu er meðal annars verslun Bónuss, tölvuversiunin BT og Hamborgarabúlla Tómasar. Fólkið flyst i Súðarvoginn Mikil ásókn er nú í leyfi til að breyta iðnaðarhúsnæði við Elliða- vog í íbúðir. Margir hafa búið þar í ósamþykktum fbúðum um árabil og eftir stefnubreytingu borgaryf- irvalda í fýrra um að heimila íbúð- ir í hverfinu hafa gamlir íbúar á staðnum og aðrir sem vilja bætast í hópinn sótt um leyfi fyrir íbúð- um. Til dæmis munu nú liggja hjá yfirvöldum umsóknir um að minnsta kosti átta íbúðir við Súð- arvog. Góðir möguleikar eru að opnast fyrir Garðar Thór Cortes á söngsviðinu í Bretlandi. Hann er kominn með sama umboðsmann og söngstjarnan Katherine Jenkins og kemur fram með henni á 25 tónleikum. Bresk fyrirtæki íhuga útgáfu á metsöluplötu Garðars Thórs frá í fyrra. Syngurfýrirhundruð þúsunda í Bretlandi Skjólstæðingar Einars Bárðar Nylort-flokkurinn hefurseltófáar plötur á vegum Einars, eins og GarðarThor. DVMyndGVA Gríðarleg kynning fylgir því fyrir Garðar Thór Cortes að syngja með Katherine Jenkins á tónleikaferðalagi um Bretland. „Bara auglýsingarnar i kringum tónleikana hlaupa á fleiri tugum milljónaV fyrir mörg hundruð þúsund áhorfend- ur með Katherine Jenkins .sem er ein ástsælasta óperusöngkona Breta og hefur margoft fengið bresku tónlistar- verðlaunin. Brian Lane mun fara fremstur í teymi sérfræðinga í breska tónlistar- bransanum sem ætlað er að vinna að útgáfú með Garðari. Plötuútgáfa í Bretlandi Það var nokkuð óvænt sem plata Garðars Thórs varð söluhæsta platan á íslandi í fyrra. Viðræður munu hafa staðið yfir við stór plötuiyrirtæki í Bret- landi um útgáfu plötunnar þar í landi. Litlar upplýsingar hefúr verið að fá af framgangi þess máls fram til þessa en nú herma heimildir DV að Einar Bárð- arson vinni að því að platan kom út í Bretlandi í byrjun næsta árs. Gufaði upp en birtist aftur Fram kom í DV í vor að útgáf- urisinn EMI hefði sýnt plötu Garð- ars Thórs áhuga. Einar staðfestir það en segir viðræðumar hafa stöðvast í vor eftir nokkra fundi því sá sem ann- ast hefði viðræðurnar hafi flutt sig frá EMI til út- gáfu- fýrir- GarðarThór og Katherine Jenkins Stórsöngvarinn skellirsérá tónleikaferð með vinkonu sinni Katherine Jenkins. tækisins Universal. „Við héldum náttúrlega að þetta væri bara búið. En annað kom á dag- inn því um leið og EMI-maðurinn var búinn að koma sér fyrir hjá Univer- sal hringdi hann okkur á fund með sér þannig að nú erum við í viðræðum við bæði EMI og Univer- sal," seg- ir Einar, sem þó er ekki viss um að ná samn- ingum við annað hvort fyrirtækið: Gefa kannski út sjálfir „Kosturinn við þessar stóru útgáf- ur er náttúrulega óendanlegir pening- ar til að markaðssetja og keyra málið áfram. Gallinn er hins vegar að manni finnst þetta vera snillingar í að taka ekki ákvarðanir. Hvað gerist verður bara að koma í ljós en við erum líka að skoða enn aðrar leiðir en EMI og Uni- versal." Á Einari er að heyra að hugsan- lega verði plata Garðar Thórs gefin út á þeirra eigin vegum. Sú leið var far- in með Nylon og þykir hafa gefist vel. Einar vill þó ekki gefa upp hvort út- gáfufyrirtæki hans og Tryggva Jóns- sonar, Believer Music, muni standa að útgáfunni á Garðari Thór. „Þessi und- irbúningur er bara á lokasprettinum og þetta kemur allt í ljós á næstu vik- um vonandi," segir Einar Bárðarson að lokum. Óperusöngvarinnn Garðar Thór Cortes er kominn á mála hjá Brian Lane, einum virtasta umboðsmanni á Bretlandseyjum. Lane hefur til dæmis verið umboðsmaður hljómsveita eins og Yes og A-Ha og annast mál hinn- ar heimsfrægu söngkonu Katherine Jenkins. Garðar Thór og Jenkins hyggja nú á tónleikaferðalag um Bretland þar sem þau munu syngja á 25 stöðum í nóv- ember og desember. Jenkins er skóla- systir Garðars frá Bretlandi og kom hingað til lands í vor og söng á tónleik- um í Laugardalshöll. Mikil auglýsing Einar Bárðarson, umboðsmaður Garðars Thórs á íslandi, staðfestir að söngvarinn verði kynntur sem sér- stakur gestur Katherine Jenkins í öllu kynningar- og auglýsingaefni sem sent verður út og birt í lóingum tónleikana. „Þetta verður mikil lyftistöng fyr- ir alla kynningu á Garðari Thór í Bret- landi því bara auglýsingamar í kring- um tónleikana hlaupa á fleiri tugum milljóna," segir Einar ánægður með þann árangur sem náðst hefur með Garðar Thór. Hundruð þúsunda áhorfenda Fram undan hjá Garð- ari Thór er því að syngja Meö mörg járn í eldinum Einar Bárðarson ætlar sér að gera stóra hiutimeð Garðar Thorá Engiandi. íbúi í Grafarvogi vill ekki að nálykt leggist yfir hverfið og kærir til úrskurðarnefndar Mótmælir líkbrennslu við Gufuneskirkjugarð „Fyrst líkbrennslan í Fossvogi er orðin svona fullkomin eins og menn segja finnst mér að þessi starfsemi ætti bara að vera áfram þar í stað þess að flytja hana inn í mitt íbúahverfi í Grafarvoginum," segir Sveinn Gísla- son sem býr í Vesturhúsum í Grafar- vogi. Sveinn kærði leyfisveitingu fyr- ir byggingu líkbrennslunnar í Gufú- neskirkjugarði til úrskurðanefnd- ar skipulags- og byggingarmála sem enn hefur málið til meðferðar. Samkvæmt heimildum DV inn- an stjómsýslunnar er talið að kæra Sveins sé á nokkrum misskilningi byggð og þess vænst að hann dragi hana til baka því ekki sé gert ráð fýr- ir því að líkbrennslan verði reist fyrr en árið 2017. T0 standi hins vegar að hefja byggingu þjónustuhúss fyrir kirkjugarðinn. „Ég hef ekki fengið nein viðbrögð í hendurnar svo ég get ekki svarað ví hvort ég muni faUa frá kærunni. mínum augum breytir það að minnsta kosti ekki neinu þótt ekki eigi að byggja líkbrennsluna fyrr en árið 2017. Aðalatriðið er að líkbrennslan á að koma í miðja íbúabyggð þar sem aðeins em á bilinu 150 tíl 500 metr- ar í staði eins og leikskóla, gmnn- skóla, opna sundlaug, eUiheimUi og ýmsa íþróttaaðstöðu hjá Fjölni," segfr Svefrm í samtali við DV. Sveinn segir skjóta skökku við að ætla að vera með duftldrkjugarð í Leynimýri í Öskjuhlíð sem sé „dýr- asta byggingarlóð í Reykjavík" og ætla síðan að vera með líkbrennslu aUa leið uppi í Grafarvogi. Nær væri að hafa hvoru tveggja í útjaðri byggðar og spara þannig kosmað. I kæru sinni segir Sveinn að veru- leg sjónmengun muni fylgja nýbygg- ingunum í kirkjugarðinum. „Einn- Kirkjugarðssvæðið Stutt er frá Gufunes- kirkjugarði f nálægar Ibúðir og stofnanir. DV-Mynd: Loftmyndir ehf. ig mun fylgja reyk- og lyktarmengun þessari starfsemi „þrátt fyrir fuUkom- inn hreinsibúnað". Hann jú bUar eins og aUt annað," segir Sveinn í kærunni og bendir á það í samtali við DV að miklar deUur hafi lengi verið um lík- brennsluna í Fossvogi af þessum or- sökum. Gufuneskirkjugarður Sveinn Gíslason óttast bilun Ihreinsibúnaði fyrirhugaðrar líkbrennslu í Grafarvogi með tilheyrandi reyk- og lyktarmengun. Framkvæmdir við nýtt þjónustuhús eru hafnar. DV-Mynd: GVA. Skipulagsráð Reykjavíkur hefur þegar mótmælt kæru Sveins og kraf- ist þess að henni verði vísað frá úr- skurðamefndinni enda sé hún allt of semt fram komin auk þess sem fram- kvæmdimar hafi farið athugasemd- arlaust í gegn um tílskUin ferU í kerf- inu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.