Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Blaðsíða 28
1 28 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 Helgin DV Guðrún Bjarnadóttir var valin alheims- fegurðardrottning árið 1963 fyrst allra ís- lenskra stúlkna. í 15 ár starfaði Guðrún sem ofurfyrirsæta um allan heim og er í dag í hópi allra ríkustu íslendinga. Dýrðar- ljómi hefur legið yfir lífshlaupi Guðrúnar en þeir sem þekkja til hennar segja vel- gengnina ekki hafa breytt henni, hún sé enn stúlkan frá Njarðvík sem dreymdi um að slá i gegn í tískuheiminum. Guðrún Bjarnadóttir, einn rik- asti íslendingurinn og fyrsta íslenska alheimsfegurðardrottningin, fæddist þann 11. desember 1942 í Ytri-Njarð- vík. Foreldrar hennar voru Bjami Ein- arsson skipasmíðameistari og Sigríð- ur Stefánsdóttir en þau létust bæði árið 2001. Bjarni og Sigríður áttu þrjú böm en systkini Guðrúnar eru Stefán sem búsettur er á Sigluflrði og Mar- grét Rósa, búsett í Reykjavík, og er Guðrún í miðið. Stefán bróðir Guð- rúnar er giftur Guðrúnu Sigríði Geirs- dóttur sem kosin var fegurðardrottn- ing íslands árið 1959. Súrsætur sigur Guðrún tók þátt í keppninni Ung- frú fsland árið 1962 þá m'tján ára. Eft- ir að hafa hlotið titilinn starfaði hún sem fyrirsæta hér heima og hélt síð- an til Parísar til að elta uppi framann og komst fljótt að hjá einni þekktustu módelskrifstofunni í París og fékk fjölda spennandi verkefna í kjölfarið. Stóra keppnin, Ungfrú alheim- ur, var því fjarri huga hennar á þeim tíma. Aðstandendur keppninnar hér heima vildu hins vegar að Guðrún tæki þátt sem hún gerði og meira en það. Guðrún kom, sá og sigraði 87 aðrar stúlkur og var kjörin ungfrú alheimur. Verðlaunaféð var 10 þús- und dalir og titlinum fylgdi talsverð frægð, mun meiri en þekkist í dag. í dómnefndinni sátu ýmsar þekktar amerískar stjörnur, einn Bonanza- feðga og Zsa Zsa Gabor. Guðrún hafði fyrir keppnina ver- ið fullvissuð um að hún myndi ekki vinna enda var þá frami hennar á fyrirsætusviðinu í hættu, fjöldi verk- efna beið hennar mánuðina sem í hönd fóru og sigursætinu fylgdu ýms- ar skyldur. Hún tók þó þátt og var af- slöppuð og sjálfri sér lík í keppninni - ekki kærulaus en laus við alla spennu. Það hefur líklega tryggt henni sigur- inn fyrir utan glæsilegan burð henn- ar, alúðlegt fas og einstakan fríðleik. Sigur hennar var súrsætur en með kænsku tókst Guðrúnu að komast undan þeim verkefnum sem fylgdu titlinum og koma sér aftur til París- ar til að starfa áfram sem fyrirsæta en kom þó og krýndi arftaka sinn ári síðar. Heiðar Jónsson snyrtir og vin- ur Guðrúnar segir hana hafa grátið þegar í ljós kom að hún hefði sigrað. „Allir töldu að hún væri að gráta af gleði eins og gengur og gerist í þess- um bransa en Guðrún var hins vegar í sjokki," segir Heiðar. Ástir og sorgir Guðrún varð fljótlega ein þekkt- „Allir töldu að hún væri að gráta afgleði eins og gengur og gerist í þess- um bransa en Guðrún var hins vegar í sjokki" asta ljósmyndafyrirsæta heims og sat fyrir í mörgum virtustu og þekkt- ustu tískublöðunum. Hún var þó ekki eina íslenska ofurfyrirsætan á þessum tíma. Vinkonur hennar og fegurðardrottningarnar María Guð- mundsdóttir og Thelma Ingvarsdótt- ir voru einnig í bransanum og voru þessar þrjár á meðal þeirra stærstu. Heiðar Jónsson segir þær hafa gert það að verkum að í gegnum árin hafi íslenskum fyrirsætum verið gert hátt undir höfði. „Eldra fólk í bransanum man eftír þessum þremur sem kunnu að vinna en voru ekld þeir vælukjóar sem margar þessara stelpna eru. Þær komu góðu spori á nafn íslenskra fyr- irsæta því þær voru ekki með neitt rugl. Þær voru ekld að djamma og mættu ferskar og gátu starfað allan sólarhringinn án þess að væla." I bókirmi Islenskir milljarðamær- ingar eftir Pálma Jónasson kemur fram að Guðrún hafi auðgast mik- ið sem fyrirsæta en að hún hafl erft mestu auðæfin frá eiginmanni sín- um sem hún kynntíst eftir að fyrir- sætuferli hennar lauk. Hinn aldraði ítalski milljarðamæringur Basiano Bergese féll fyrir fegurð Guðrún- ar en hún kynntíst Bergese sem var lyfjaframleiðandi eftir að hafa setíð í 15 ár á toppnum í tískuheiminum. Bjuggu Guðrún og Bergese saman í Sviss þar til hann lést eftir baráttu við krabbamein árið 1990. Bergese hafði auðgast á lyfjasölu en einbeitti sér síðustu árin að hluta- bréfaviðskiptum. I viðtali við Heims- mynd árið 1992 sagði Guðrún að Bergese hefði arfleitt hana að fleiru en peningum. Hann hefði einnig skilið hana eftir með talsverða þekk- ingu á hlutabréfamarkaðnum. Bergese var ekki fyrstí eiginmað- ur Guðrúnar. Áður hafði hún kynnst frönskum þingmanni, Massoubre að nafni, en með honum á hún eina barn sitt, Sigmar Aimery Massoubre, sem ólst að mestu upp hjá foreldrum Guðrúnar á meðan móðir hans starf- aði sem fyrirsæta. Sigmar fæddist árið 1970 og er búsettur í Frakklandi og starfar hjá Evrópusambandinu. Ekki viðurkennd alheimsfegurðardrottning f bókinni íslenskir auðmenn eft- ir þá Pálma Jónasson og Jónas Sig- urgeirsson kemur fram að Guðrún sé á meðal allra ríkustu íslendinga. Hún eigi meðal annars glæsiíbúðir í helstu stórborgum heimsins þótt að- alaðsetur hennar sé í Genf í Sviss. Guðrún hefur haldið einkalífi sínu út af fýrir sig og veittí engin við- töl fyrr en árið 1992 þegar Herdís Þor- geirsdóttir þáverandi ritstjóri Heims- myndar heimsóttí hana tÚ Parísar og tók við hana ítarlegt viðtal. Þá kom hún ffarn í þáttaröð um sögu fegurðarsamkeppninnar árið 2000 þar sem Jón Karl Helga- son ræddi við hana. Viðtalið við Jón veitti Guðrún með því skilyrði að hann hefði upp á kvikmyndatöku af keppninni á Langasandi í Kaliforníu sem hún var fullviss að væri tíl. Jón fór á stúfana og hafði upp á mynd- bút frá krýningunni. I kaupbæti fékk hann að heyra söguna um sigurinn og flótta Guðrúnar frá titlinum og skyldunum sem honum fýlgdi. Eftir krýninguna hafði Guðrún verið þess staðráðin að láta skyldur alheimsfeg- urðardrottningar ekki stöðva frama sinn á fýrirsætuferlinum. Hún pakk- aði því saman með hraði og stakk af. Um þriggja mánaða skeið lét hún forráðamenn keppninnar ekki hafa uppi á sér en sinntí störfum sínum áfram. Þessu var illa tekið í höfuð- stöðvum Ungfrúr alheims og henni var fyrir vildð neitað um viðurkenn- ingarskjal fýrir sigrinum. Lítíð er vitað um lífshlaup Guð- rúnar eftir að viðtalið var tekið en þó segja þeir sem til hennar þekkja að hún hafi helgað líf sitt því að rækta útlit sitt og heilbrigði. Þrátt fyrir að vera þekkt á meðal hinna rílcu hef- ur Guðrún farið leynt með auð sinn sem er umtalsverður, líklega í kring- um sex milljarðar króna. Á sundbol niður Laugaveginn í bókinni Brosað í gegnum tár- in eftir Sæunni Ólafsdóttur er stóri dagurinn, þegar Guðrún var valin ungfrú ísland, rifjaður upp. Keppn- in fór fram í Austurbæjarbíói þar sem stúlkumar spókuðu sig á kjól- um og sundfötum á milli skemmtiat- riða. Úrshtin voru hins vegar tilkynnt síðar um kvöldið á skemmtistaðnum Glaumbæ en þangað voru stúllcurn- ar keyrðar á flugvélatröppum sem dregnar voru á eftír vörubíl niður Laugaveginn á sundbolunum ein- um fata. Þegar stúlkurnar komu kaldar í Glaumbæ fengu þær tíma tíl að hlýja sér eftir ferðina á meðan nokkrir myndarlegir drengir sýndu karlatískuna undir stjórn Jóns Múla Árnasonar sem var kynnir kvöldsins. Guðrún þótti vel að títlinum komin og var það Guðrún Sigríður Geirs- dóttir, eða Sirrý Geirs eins og hún er jafnan kölluð, ungfrú Island 1959, sem krýndi arftaka sinn. Sirrý áttí síðar eftir að giftast Stefáni bróður Guðrúnar og hitti þarna væntanleg- an eiginmann sinn í fýrsta skiptíð er hún krýndi systur hans. Anna systir Sirrýar lentí svo í öðru sætí og tryggði sér í leiðinni títilinn ungfrú Reykjavík en á þessum tíma var venjan sú að stúlkan sem náði öðru sæti fengi þann títíl. í Brosað í gegnum tárin kemur fram að Guð- rún hafi verið í öllum íslensku fjöl- miðlunum eftir sigurinn og að mál hennar hafi verið birt eins og til- hlýðilegt þóttí en Guðrún var 173 sm á hæð og hafði brjóstmál 90, mitti 60 og mjaðmir 91 sm. Falleg blindum sem sjáandi Heiðar Jónsson snyrtír er einn af bestu vinum Guðrúnar. í ævisögu Heiðars skrifaði Guðrún fallegan inngang um vin sinn. Sjálfur segir Heiðar að Guðrún sé fallegasta feg- urðardrottning sem ísland hafi alið af sér og þótt víðar væri leitað. „Guð- rún er fullkomin heimskona. Hún hefur að bera gífurlega visku um lífið og tilveruna og hún er afskap- lega heil og spennandi kona," segir Heiðar og bætír aðspurður við að öll velgengnin og ríkidæmið hafi ekki breytt henni. „Hún er svo falleg en gerir sér alls ekki grein fyrir því sjálf. Ég hef orðið vitni að því að karlmenn gangi á húsvegg þegar þeir stara á hana en hún trúir aldrei að hún hafi þessi áhrif og eitt skiptíð hélt hún því fram að maðurinn hlyti að vera spastískur, hún gæti ekki hafa haft þessi áhrif á hann. Þetta er hennar jarðbinding." Sú fegursta „Að mínu mati er hún enn feg- urri í dag en þegar hún var ung- frú alheimur en ég veit ekki hvað þeim sem þekkja hana ekki finnst um hana. Hún er svo einstaklega ljúf, þægileg og heillandi mann- eskja burtséð frá því að vera Guðrún Bjarnadóttir. Hún hefur afskaplega fáar rúnir í andlitínu miðað við aldur og fýrri störf en hver rún gerir hana fallegri. Hún hefur einstakan per- sónuleika og töfra og ég hef stund- um velt fýrir mér hvernig áhrif hún hefði ef hún væri ekki svona falleg. Ég veit elcki hvað fegurð hennar er mildð af þessu en ég hef grun um að manneskjan sjálf sé svona falleg þótt ytri fegurðin hafi ekki skemmt fýr- ir henni. Ætli hún sé ekld alveg jafn spennandi blindum og þeim sjáandi því Guðrún er bara ein af þessum manneskjum sem eru dálítíð stærri en h'fið sjálf." Gerir það sem þarf að gera Heiðar lflct og aðrir vinir Guð- rúnar virðir álcvörðun hennar um líf fjarri kastljósi fjölmiðlanna. Hann er hins vegar til í að deila einni sögu með lesendum enda hefur Guð- rún sjálf sagt söguna í viðtali. „Þeg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.