Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Síða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Síða 57
DV Sjónvarp FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 77 Á dagskrá næstu daga Robbie Williams er kominn í gírinn aftur og er að ljúka löngu og ströngu tónleikaferðalagi í heimalandinu góða, Bretlandi. Kappinn er aftur kominn í sviðsljósið eftir um 3 ára fjarveru og er ekki af verri endanum. Tónleikarnir eru víst stórkostlegir, sjarmatröllið stórfenglegt og að sjálfsögðu mun þjóðin geta fylgst með á sjónvarpsstöðinni Sirkus og útvarpstöðinni FM 957 á laugardagskvöldið klukkan 20. Robbie Williams er karl íkrapinu Fyrsti túrinn í 3 ár Robbie Williams hinn hálffer- tugi kappi hefur haft nóg að gera undanfarna daga ef ekki mánuði. Kappinn hefur látið lítið fyrir sér fara undanfarin ár og hefur ekki túrað í um 3 ár. Þrátt fyrir hvíldina er hann kominn á fulft aftur og er núna búinn að túra í 44 löndum án þess að blása úr nös. Tónleikarn- ir eru haldnir í Leeds í Bretlandi og er þetta lokaáfangastaðurinn í túmum en Robbie Williams mun að sjálfsögðu halda fleiri en eina tónleika í heimalandinu góða. Sviðið í laginu eins og geimskip Sjarmurinn syngur eins og hann elskar ef fara má eftir slúð- urblöðunum sem hafa sagt frá kynlífsfíkn stráksins. Robbie Williams gerir þetta með trompi og tekur hvert landið af öðru og hefur haft gaman af. Tónleikarn- ir eru gríðarlega stórir og munu fáir ef einhverjir verða fyrir von- brigðum. „Þetta eru náttúrulega engir smávegis tónleikar, sviðið er gríðarlega stórt og í laginu eins og geimskip. Það kemur aðallega út af því að tónleikaferðalagið heit- ir Closing Counters eins og gamla geimmyndin. Hann er að vinna að nýrri plötu en í fyrradag kom út smáskífa með honum og mun hann spila eitt af nýju lögunum af plötunni á tónfeikunum sem við munum sýna. Það er bara um að gera að leggja við hlustir og njóta," segir Daníel Trausta sem mun svo sannarlega fylgjast með tónleikunum. 44tónleikarí 14löndum Af þessu tilefni gefst aðdá- endum og forvitnum kostur á að hlusta á Robbie Williams „live" á laugardaginn. Það verður útsend- ing á Sirkus og ekki nóg með það heldur geta þeir sem vilja hlusta en ekki horfa stillt á FM 957. „Við verðum sem sagt með beina útsendingu á laugardaginn klukkan 20," segir Daníel Trausta útvarpsmaður. Þetta verður bæði á sjónvarpsstöðinni Sirkus og á útvarpsstöðinni FM957 en Robbie Williams er búinn að vera að túra á 44 tónleikum í um fjórtán lönd- um. Þetta er fyrsti túrinn hans í 3 ár en hann er núna búinn að spUa fyrir meira en 3 milljónir manna og það telst ekki amalegt. Þetta er bein útsending frá Bretlandi og er send út um aUan heim," segir Daníel Trausta að vonum ánægð- ur með kappann. Þriðjudagur Stöð 2 - Hustle - kl. 20.50 Ofursvalir breskir glæpaþættir með gamansömu ívafi um svikahrappa sem svífast einskis. í þáttunum, sem svipað hefur tíl Ocean's Eleven-mynd- anna, mæta bragðarefurinn Mickey Stone og glæpafélagamir hans á ný og hafa sem fyrr nóg á prjónunum; hvert fullkomna ránið á fætur öðru - það er að segja fullkomin á pappírunum. Enn og aftur er dagskipunin að blekkja forrík fómarlömb, sem kunna ekki aura sinna tal, og hafa af þeim fúlgur fjár. En jafnvel þótt fáir standist þessum flotta flokki snúning er kem- ur að svikum og prettum þá gerist það ítrekað að eitthvað fer úrskeiðis og þá eru góð ráð dýr. Með aðalhlutverk í þáttunum fer meðal annarra Robert Vaughn sem gerði garðinn frægan hér á 7. áratug síðasta aldar í sjónvarps- þáttunum vinsælu The Man From U.N.C.L.E. Miðvikudagur Sýn - Ensku mörkin 2006-2007 - kl. 17.30 Frábær þáttur þar sem farið er yflr allt það helsta á hverjum tíma í ensku úrvalsdeildinni í knattspymu. Mörg félaganna í þessari deild eru með ís- lenska leikmenn á sínum snæmm og því kærkomið að fá tækifæri til þess að fylgjast með tilþrifum þeirra í hverri einustu umferð. Skjárinn - America's NextTop Model -kl. 21.30 Leitin að næstu ofurfyrirsætu Banda- ríkjanna hefur vakið mikla og verðskuld- aða athygli á íslandi og er þátturinn meðal vinsælustu raunveruleikaþátta í heiminum. Sigurvegurum þáttanna hef- ur jafiian vegnað vel í fyrirsætuheimin- um og hefur stór hluti íslensku þjóðar- innar setið límdur við skjáinn þegar nær dregur úrslitum. Nú er komið að fimmtu þáttaröðinni og er óhætt að búast við jafn mikilli spennu og áður, ef ekki meiri. Til baka. Fimmtudagur Stöð 2 - Big Love - kl. 20.30 Nýir bandarískir framhaldsþættir úr smiðju HBO sem hlotið hafa ein- róma lof gagnrýnenda og vakið fádæma mikið umtal enda er sögusvið þeirra í meira lagi viðkvæmt og ögrandi. Þættimir gerast í samfélagi morm- óna í Salt Lake City í Utah-ríki þar sem fjölkvæni er viðurkennt og leyfilegt. Bill Heckerlick, leildnn af Bill Paxton, er sómaborgari, heittrúaður morm- óni og farsæll í starfi sínu sem verslunareigandi. Hann er líka einlægur fjölskyldumaður og fyrirmyndarfyrirvinna. Ekki veitir heldur af því hann á þrjár eiginkonur og sjö böm. Þessir athyglisverðu þættir, sem svipar til þátta á borð við Sbc Feet Under, fjalla um daglegt líf þessarar allsérstæðu fjölskyldu og eftir því sem fram vindur fáum við betur að kynnast eigin- konunum þremur og öðlumst betri innsýn í hvað á sér stað undir sléttu og felldu yfirborðinu. BYLTING í SVEFNLAUSNUM OG FAGLEG RÁÐGJÖF OG MEIRI VELLÍÐAN www.rumqott.is svæðaskiptar heilsudýnur sniðnar að viðkomandi. Verslunin Rúmgott • Smiðjuvegi 2 • Kópavogi • Sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16 BETRI HVÍLD, DÝPRI SVEFN Rúmgott er leiðandi í þróun og framleiðslu á heilsudýnum og rúmbotnum undir vöru- merkinu EZ-sleep á íslandi. Við höfum yfir að ráða fullkomnum tækjabúnaði til að mæla þrýstijöfnun á líkama hvers einstaklings sem gerir okkur kleift að framleiða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.