Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Blaðsíða 19
DV Fréttir FÖSTUDÁGUR 8. SEPTEMBER 2006 19 undan Ingvar Sigurðsson og Agústa Eva Erlendsdóttir Stúrstjörnur í Mýrinni. staða stjórnvalda að standa í vegi fyrir umtalsverðum hækkunum til þessa geira. Fullorðna mun Vest- urport frumsýna um miðjan febrú- ar en Astrópía sem Júlíus Kemp er að framleiða er nú á lokastigi í framleiðsluferlinu. enn að klippa. Við reiknum með að frumsýna Fullorðna í lok janúar en endanleg dagsetning er ekki kom- in. Það á eftir að leggja lokahönd á myndina, blása hana upp á 35 mm og hljóðmixa," sagði Ragnar. Erlendur og dóttir hans Varla var forkynning hafin á Börnum þegar tekið var til við að kynna vinnslu og væntanlega frum- sýningu á Mýrinni sem Baltasar Kormákur er að leggja lokahöndina á um þessar mundir. Mýrin verður frumsýnd í október og nýtur þess að hafa verið óhemjuvinsæl saga og komist í útvarpsflutning. Má leiða að því sterkum líkum að með svo víðtækri forkynningu og spennandi hlutverkaskipan hafi framleiðand- inn og leikstjórinn kastað netum sínum víða um íslenskt samfélag: Ingvar Sigurðsson og Ágústa „Silvía Nótt" eru þar mest áberandi. Hafa markaðsforkólfar gert því skóna að Mýrin verði stóraðsókn- armynd á íslenskan mælikvarða og geti sem slík haft áhrif á aðra spennumynd sem fýrirhuguð er í frumsýningu um áramót: Kalda slóð eftir Björn Brynjólf Björnsson. Saga film aftur í framleiðslu Því er oft haldið ffam að áhugi á íslenskum kvikmyndum geti ver- ið smitandi: þannig muni gangur á Mýrinni, nema þess verr takist til og myndin valdi vonbrigðum, kveikja áhuga á krimma Björns Brynj- ólfs sem Magnús Viðar Sigurðsson framleiðir fyrir Saga film en það er í fyrsta skipti í langan tíma sem þetta elsta kvikmyndafyrirtæki landsins sendir frá sér íslenska mynd. „Klippingu á Kaldri slóð lýkur núna öðru hvoru megin við helgina og svo fer hún í hljóðvinnslu, lit- greiningu og þetta venjulega ferli. Við reiknum með að ffumsýna um jólin eða áramótin þótt nákvæm dagsetning sé ekki komin enn. Við höfum svolítið verið að kanna við- brögð og fólk er almennt mjög hrif- ið. Þetta er spennumynd, sem ger- ist í virkjun á hálendinu og afar einangruð yfir vetrarmánuðina og það er þarna blaðamaður, sem fer að kanna dularfullt dauðsfall og lendir þar í kröppum dansi. Leikar- arnir standa sig frábærlega, Þröst- ur Leó í aðalhlutverkinu og svo Elva Ósk en við höfum líka Anítu Briem í litlu hlutverki, sem er nú að leika í bandarískri stórmynd í Kan- ada, The Journey to the Center of the Earth, sem byggir á sögu Jules Verne. Ég er sjálfur mjög ánægður með útkomuna og vinna við dreif- ingu erlendis er komin í gang. Sena sem er meðframleiðandi ásamt Angel Productions í Danmörku sinnir henni að miklu leyti og alfar- ið hérlendis," sagði Kristinn Þórð- arson framleiðandi hjá Saga film. Mynd á mánuði Það er því útlit fyrir að næstu mánuði komi ekki færri en sex ís- lenskar leilcnar myndir fýrir augu bíógesta og allar eru þær sviðsett- ar í nútímanum. Enn standa yfir viðræður milli menntamálaráðu- neytis, fjármálaráðuneytis og fé- laga í kvikmyndabransanum um fyrirkomulag og fjárhæðir í nýj- um samningi milli stjórnvalda og framleiðenda. Hrein hending mun ráða að þessi kvikmyndafjöldi rað- ast svo skemmtilega á mánuð- ina á kosningavetri og verður erfið Astrópía í kjölfar verðlaunamyndar „Ég er afar ánægður með mynd- ina en hún er langt komin í klipp- ingu og styttist í að lokafrágangur hefjist. Ég reikna með að Astróp- ía verði frumsýnd snemma á árinu 2007. Norsk-íslenska myndin Den brysomme mannen (The Bother- some Man), sem við framleiddum í fyrra hefur gengið rosalega vel og er að fá verðlaun á hátíðum. Hún var frumsýnd í Cannes og vann þar gagnrýnendaverðlaunin ACID prize. Undanfarið hefur hún ver- ið að keppa á Karlovy Vary-hátíð- inni í Tékklandi og hlaut þar verð- laun fyrir bestu leikstjórn og var kosin þar besta myndin á Brussel European film festival í Belgíu og líka í Neuchatel í Sviss. Nýverið var hún valin á hina virtu hátíð í Tor- onto/Kanada nú í september, The Contemporary Wörld Cinema og Discovery programm," sagði Júlí- us Kemp í viðtali við DV. Myndin var tekin upp á Islandi og Noregi 2005 og er samframleiðsla íslands og Noregs. Framleiðendur á íslandi eru Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp en leikstjóri er Jens Lien. The Bothersome Man er svört kómedía þar sem fylgst er með 40 ára göml- um manni sem sem kemur í und- arlega borg og uppgötvar smátt og smátt að hann er kominn í h'f eftir dauðann. Áætlað er að frumsýna myndina um jólin á íslandi. Didda og Dagur Þá eru ótalin verk sem eru í burðarliðnum og enn á stigi fjár- Astrópía Verður frumsýnd um áramótin en myndin er f leikstjórn Gunnars Björns Guðmundssonar. mögnunar: Friðrik Þór er enn að vinna að fjármögnun á Óvinafagn- aði eftir sögu Einars Kárasonar; Marteinn Þórisson hefur lýst yfir að hann vinni nú að handriti fyrir Pegasus eftir Roklandi Hallgríms Helgasonar. ZikZak, fýrirtæki Skúla Malmquist og Þóris Snæs Sigur- jónssonar, vinnur að frágangi á samningum fyrir næstu mynd Dags Kára og einnig munu þeir hafa tek- ið að sér framleiðslu á næstu kvik- mynd Sólveigar Anspach, sem mun skarta Diddu í aðalhlutverki. „Við erum nú á lokastigum undirbún- ings á tökum á næstu mynd Dags Kára, The Good Heart, sem tekin verður upp í Bandaríkjunum og hér á íslandi. Myndin gerist í óræðri stórborg í Bandaríkjunum en Ryan Goshng (Half Nelson, The Note- book) og Tom Waits (Short Cuts, Down By Law) munu fara með helstu hlutverkin í myndinni. Þá er langt kominn undirbúningur að mynd Sólveigar Anspach, Skrapp út eða Back Soon, hún verður alfarið tekin upp hér með íslenskum leik- urum og á íslensku. Við vonumst til að tökur geti hafist á vormánuðum eða snemma sumars á næsta ári en það er meira listræn ákvörðun en fjárhagsleg. Þá vinnum við að myndinni Brim ásamt Vesturporti en hún er nú á handritsstigi. Að lok- um má nefna að heimildarmynd- in Act Normal í leikstjórn Olafs de Fleur Johannessonar verður frum- sýnd í Janúar en Zik Zak er með- framleiðandi að henni," sagði Skúli Malmquist í DV viðtali. „Jú, það er rétt að við hjá Stormi keyptum kvikmyndarétt að f upp- hafi var morðið eftir Árna Þórar- insson og Pál Kristin Pálsson fyrir sameininguna við Saga film. Hand- ritið er tilbúið og ég reikna með að við förum í tökur á henni næsta sumar," sagði Kristinn Þórðarson hjá Saga film. Þá standa nú yfir tökur á Snæ- fellsnesi á mynd Guðnýjar Hall- dórsdóttur Veðramót með Hilmi Snæ Guðnasyni og Atla Rafni Sig- urðssyni í aðalhlutverkum og þá hófst í gær kvficmyndahátíðin mikla í Toronto en þar eru Blóðbönd eft- ir Árna Óla Árnason kynnt sérstak- lega með tilstyrk evrópskra pen- inga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.