Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Qupperneq 19
DV Fréttir FÖSTUDÁGUR 8. SEPTEMBER 2006 19 undan Ingvar Sigurðsson og Agústa Eva Erlendsdóttir Stúrstjörnur í Mýrinni. staða stjórnvalda að standa í vegi fyrir umtalsverðum hækkunum til þessa geira. Fullorðna mun Vest- urport frumsýna um miðjan febrú- ar en Astrópía sem Júlíus Kemp er að framleiða er nú á lokastigi í framleiðsluferlinu. enn að klippa. Við reiknum með að frumsýna Fullorðna í lok janúar en endanleg dagsetning er ekki kom- in. Það á eftir að leggja lokahönd á myndina, blása hana upp á 35 mm og hljóðmixa," sagði Ragnar. Erlendur og dóttir hans Varla var forkynning hafin á Börnum þegar tekið var til við að kynna vinnslu og væntanlega frum- sýningu á Mýrinni sem Baltasar Kormákur er að leggja lokahöndina á um þessar mundir. Mýrin verður frumsýnd í október og nýtur þess að hafa verið óhemjuvinsæl saga og komist í útvarpsflutning. Má leiða að því sterkum líkum að með svo víðtækri forkynningu og spennandi hlutverkaskipan hafi framleiðand- inn og leikstjórinn kastað netum sínum víða um íslenskt samfélag: Ingvar Sigurðsson og Ágústa „Silvía Nótt" eru þar mest áberandi. Hafa markaðsforkólfar gert því skóna að Mýrin verði stóraðsókn- armynd á íslenskan mælikvarða og geti sem slík haft áhrif á aðra spennumynd sem fýrirhuguð er í frumsýningu um áramót: Kalda slóð eftir Björn Brynjólf Björnsson. Saga film aftur í framleiðslu Því er oft haldið ffam að áhugi á íslenskum kvikmyndum geti ver- ið smitandi: þannig muni gangur á Mýrinni, nema þess verr takist til og myndin valdi vonbrigðum, kveikja áhuga á krimma Björns Brynj- ólfs sem Magnús Viðar Sigurðsson framleiðir fyrir Saga film en það er í fyrsta skipti í langan tíma sem þetta elsta kvikmyndafyrirtæki landsins sendir frá sér íslenska mynd. „Klippingu á Kaldri slóð lýkur núna öðru hvoru megin við helgina og svo fer hún í hljóðvinnslu, lit- greiningu og þetta venjulega ferli. Við reiknum með að ffumsýna um jólin eða áramótin þótt nákvæm dagsetning sé ekki komin enn. Við höfum svolítið verið að kanna við- brögð og fólk er almennt mjög hrif- ið. Þetta er spennumynd, sem ger- ist í virkjun á hálendinu og afar einangruð yfir vetrarmánuðina og það er þarna blaðamaður, sem fer að kanna dularfullt dauðsfall og lendir þar í kröppum dansi. Leikar- arnir standa sig frábærlega, Þröst- ur Leó í aðalhlutverkinu og svo Elva Ósk en við höfum líka Anítu Briem í litlu hlutverki, sem er nú að leika í bandarískri stórmynd í Kan- ada, The Journey to the Center of the Earth, sem byggir á sögu Jules Verne. Ég er sjálfur mjög ánægður með útkomuna og vinna við dreif- ingu erlendis er komin í gang. Sena sem er meðframleiðandi ásamt Angel Productions í Danmörku sinnir henni að miklu leyti og alfar- ið hérlendis," sagði Kristinn Þórð- arson framleiðandi hjá Saga film. Mynd á mánuði Það er því útlit fyrir að næstu mánuði komi ekki færri en sex ís- lenskar leilcnar myndir fýrir augu bíógesta og allar eru þær sviðsett- ar í nútímanum. Enn standa yfir viðræður milli menntamálaráðu- neytis, fjármálaráðuneytis og fé- laga í kvikmyndabransanum um fyrirkomulag og fjárhæðir í nýj- um samningi milli stjórnvalda og framleiðenda. Hrein hending mun ráða að þessi kvikmyndafjöldi rað- ast svo skemmtilega á mánuð- ina á kosningavetri og verður erfið Astrópía í kjölfar verðlaunamyndar „Ég er afar ánægður með mynd- ina en hún er langt komin í klipp- ingu og styttist í að lokafrágangur hefjist. Ég reikna með að Astróp- ía verði frumsýnd snemma á árinu 2007. Norsk-íslenska myndin Den brysomme mannen (The Bother- some Man), sem við framleiddum í fyrra hefur gengið rosalega vel og er að fá verðlaun á hátíðum. Hún var frumsýnd í Cannes og vann þar gagnrýnendaverðlaunin ACID prize. Undanfarið hefur hún ver- ið að keppa á Karlovy Vary-hátíð- inni í Tékklandi og hlaut þar verð- laun fyrir bestu leikstjórn og var kosin þar besta myndin á Brussel European film festival í Belgíu og líka í Neuchatel í Sviss. Nýverið var hún valin á hina virtu hátíð í Tor- onto/Kanada nú í september, The Contemporary Wörld Cinema og Discovery programm," sagði Júlí- us Kemp í viðtali við DV. Myndin var tekin upp á Islandi og Noregi 2005 og er samframleiðsla íslands og Noregs. Framleiðendur á íslandi eru Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp en leikstjóri er Jens Lien. The Bothersome Man er svört kómedía þar sem fylgst er með 40 ára göml- um manni sem sem kemur í und- arlega borg og uppgötvar smátt og smátt að hann er kominn í h'f eftir dauðann. Áætlað er að frumsýna myndina um jólin á íslandi. Didda og Dagur Þá eru ótalin verk sem eru í burðarliðnum og enn á stigi fjár- Astrópía Verður frumsýnd um áramótin en myndin er f leikstjórn Gunnars Björns Guðmundssonar. mögnunar: Friðrik Þór er enn að vinna að fjármögnun á Óvinafagn- aði eftir sögu Einars Kárasonar; Marteinn Þórisson hefur lýst yfir að hann vinni nú að handriti fyrir Pegasus eftir Roklandi Hallgríms Helgasonar. ZikZak, fýrirtæki Skúla Malmquist og Þóris Snæs Sigur- jónssonar, vinnur að frágangi á samningum fyrir næstu mynd Dags Kára og einnig munu þeir hafa tek- ið að sér framleiðslu á næstu kvik- mynd Sólveigar Anspach, sem mun skarta Diddu í aðalhlutverki. „Við erum nú á lokastigum undirbún- ings á tökum á næstu mynd Dags Kára, The Good Heart, sem tekin verður upp í Bandaríkjunum og hér á íslandi. Myndin gerist í óræðri stórborg í Bandaríkjunum en Ryan Goshng (Half Nelson, The Note- book) og Tom Waits (Short Cuts, Down By Law) munu fara með helstu hlutverkin í myndinni. Þá er langt kominn undirbúningur að mynd Sólveigar Anspach, Skrapp út eða Back Soon, hún verður alfarið tekin upp hér með íslenskum leik- urum og á íslensku. Við vonumst til að tökur geti hafist á vormánuðum eða snemma sumars á næsta ári en það er meira listræn ákvörðun en fjárhagsleg. Þá vinnum við að myndinni Brim ásamt Vesturporti en hún er nú á handritsstigi. Að lok- um má nefna að heimildarmynd- in Act Normal í leikstjórn Olafs de Fleur Johannessonar verður frum- sýnd í Janúar en Zik Zak er með- framleiðandi að henni," sagði Skúli Malmquist í DV viðtali. „Jú, það er rétt að við hjá Stormi keyptum kvikmyndarétt að f upp- hafi var morðið eftir Árna Þórar- insson og Pál Kristin Pálsson fyrir sameininguna við Saga film. Hand- ritið er tilbúið og ég reikna með að við förum í tökur á henni næsta sumar," sagði Kristinn Þórðarson hjá Saga film. Þá standa nú yfir tökur á Snæ- fellsnesi á mynd Guðnýjar Hall- dórsdóttur Veðramót með Hilmi Snæ Guðnasyni og Atla Rafni Sig- urðssyni í aðalhlutverkum og þá hófst í gær kvficmyndahátíðin mikla í Toronto en þar eru Blóðbönd eft- ir Árna Óla Árnason kynnt sérstak- lega með tilstyrk evrópskra pen- inga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.