Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006
Fréttir DV
-\
Veitingar í
Hljómskálagarði
Þórólfur Jónsson, garðyrkju-
stjóri Reykjavíkur, segir ekki þurfa
að leita langt eftir rökstuðningi
fyrir því að koma upp kaffihúsi í
Hljómskálagarðinum. Þetta kem-
ur fram í umsögn garðyrkjustjór-
ans til umhverfisráðs borgarinnar.
„Víðast hvar sem komið er í er-
lenda skrúðgarða er hægt að njóta
veitinga," segir Þórólfur sem telur
að kaffihúsið myndi laða að gesti
að sumarlagi en að ekki sé rekstr-
argrundvöllur fyrir vetraropnun.
Best sé að hafa kaffihúsið við suð-
austurenda Tjamarinnar.
Snúsið fitandi
og hættulegt
Ný sænsk rannsókn bend-
ir til þess að „snúsið", upphaflega
sænsktegund
af munntó-
baki, sé bæði
fitandi og
auki hættu
á hjarta- og
kransæða-
sjúkdómum.
Engu að síður
slá vísinda-
mennirnir við
Umeá-háskólann í Sviþjóð, sem
stóðu að rannsókninni, því föstu
að reykingar séu miklu hættu-
legri. Það er ekki vitað hvers vegna
snúsið hefur þessi áhrif á líkam-
ann en það mældust einnig aukn-
ar líkur á háum blóðþrýstingi hjá
„snúsurum". Niðurstöðurnar birt-
ust í Scandinavian Journal of Pu-
bfic Health en 16.500 manns frá
Vásterbotten í Svíþjóð tóku þátt í
rannsókninni.
Bæjarstjóri að
forstöðumanni
Albert Eymundsson, sem áður
var bæjarstjóri á Hornafirði hef-
ur verið ráðinn forstöðumaður
félags- og skólaþjónustu Snæfell-
inga. Albert var einnig um hríð
skólastjóri á Hornafirði. Að því er
segir á heimasíðu Stykkishólms-
bæjar er Aibert tekinn til starfa en
er enn að leita sér að húsnæði svo
fjölskyldan geti ilutt líka.
Ekki koma
allir í einu
„Ég býð alla íbúa Reykhóla-
hrepps velkomna í heimsókn
(kannski samt ekki alla í einu!) til
mín í Hval-
fjarðarsveit-
ina," seg-
ir Einar Örn
Thorlaci-
us, nýhættur
sveitarstjóri
í Reykltóla-
hreppiíkveðju-
bréfi til íbúa
í hreppn-
um. Einar sem er tekinn við starfi
sveitarstjóra í Hvalfjarðarsveit seg-
ir Reykhólahrepp vera land tæki-
færanna. „Ég hef tekið ástfóstri
við þennan stað og hef eignast hér
marga góða vini og kunningja. Ég
á eftir að koma oft í heimsókn!"
í gær var hátíðarfrumsýning á heimildarmynd um Jón Pál Sigmarsson, Þetta er ekk-
ert mál, á IFF-kvikmyndahátíðinni sem nú stendur yfir í Reykjavík. Myndin um Jón
Pál er bókuð i átta sýningarsali svo dreifingaraðilar gera sér von um góða aðsókn.
Ép
l
Það er rétt liðin vika frá frumsýningu hér á landi á Bjólfi og
Grendel í leikstjórn Sturlu Gunnarssonar, norrænni stórmynd í
framleiðslu Friðriks Þórs Friðrikssonar. Og fréttir berast af
væntanlegum myndum: Vesturport hefur ffamleitt sína fyrstu
mynd, Börn, og leikstýrir Ragnar Bragason henni, rétt eins og
Fullorðnum, sem unnin er af sama hóp leikara eftir spunaað-
ferðum sem sóttar eru tii Mike Leigh eftir krókaleiðum.
Myndin um Jón Pál verður frum-
sýnd í lcvöld: Þetta er ein víðtækasta
frumsýning á íslenskri kvikmynd
sem sést hefur en hún verður frum-
sýnd í átta kvikmyndahúsum sam-
tímis: Smárabíói, Regnboganum,
Selfossbíói, Borgarbíói Akureyri,
Sambíóunum Keflavík, á Akranesi, í
Fjarðarbyggð og á Patreksfirði!
Það eru þeir Steingrímur Þórð-
arson og Hjalti Úrsus Arnason sem
standa að verkinu og hefur engin
íslensk heimildarmynd áður feng-
ið slíkan byr.
Vesturport enn í víking
Frumsýning á Börnum er fýrir-
huguð 9. september og hefur hún
þegar vakið nokkra athygli, bæði hjá
þeim sem séð hafa hana hér heima,
Erlendur Heldur sig I bakgrunninum þegar hann syngur I Lögregli
og eins hjá erlendum dreifingarað-
ilum sem eru margir spenntir fyrir
verkinu. Nýtur Vesturport þar orð-
spors síns ftá leiksýningum sínum á
Bretlandiogvíðar. Myndin er þegar
komin í hóp verka sem verða sýnd á
kvikmyndahátíðinni í San Sebasti-
an í september.
Framleiðandi myndarinnar er
Kristín Ólafsdóttir, eiginkona hins
kunna athafnamanns Björgólfs
Thors Björgólfssonar, en hún fram-
leiddi einnig heimildarmynd Ragn-
ars Bragasonar um Vesturport, Love
is in the Air.
Samið við Works International
„Við erum í skýjunum þessa
daga. Viðbrögð dreifingaraðila
hafa verið stórkostleg því eftir að
við forsýndum myndina í Hauga-
sundi í Noregi á kvikmyndakynn-
ingu hefur verið barist um mynd-
irnar af söluaðilum. Við skrifuðum
síðan undir samning við hið þekkta
breska sölufyrirtæki The Works
International
myndinni bara í
um líka fengið ein 10 tilboð um sýn-
ingar á kvikmyndahátíðum og þeg-
ar er ákveðið að sýna myndina á
San Sebastian-hátíðinni á Spáni 22.
september og svo fer hún til Pusan
í Suður-Kóreu , sem er helsti gluggi
evrópskra mynda í Suðaustur-Asíu,"
sagði Ragnar Bragason í DV viðtali.
„Við höfum líka verið afskaplega
heppin við gerð þessara mynda
því við fórum af stað án þess að
eiga krónu og æduðum bara að
gera þetta á eigin forsenduirr fyr-
ir íslenskan markað. En viðbrögð-
in erlendis eru framar öllum von-
um og við erum búin að gera tvær
mjög ódýrar myndir, sennilega fyr-
ir 1/3 af meðalkostnaði við íslenska
kvikmynd. Kvikmyndasjóður kom
inn í framleiðsluna á seinni stigum
og svo kom KrisU'n Ólafsdóttir hjá
Klik productions og bjargaði rest.
Ef hún hefði ekki komið inn í þetta
með fjármagn væri ég sennilega
■■
Nína Dögg Filippusdóttir Böm verður frumsýnd íHáskólabíói 9. september.