Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006
Fréttir DV
Ummæli vikunnar
„Þá er uppi klár af-
staða lg'ósenda og það
er kominn tími tíl að
stjórnmálamenn virði
vilja kjósenda og taki
hann fram yfir eig-
in hag. Sjaldan eða
aldrei hafa verið
eins fínir mögu-
leikar á skýr-
um valkostum
í kosningum
sem nú. Eina sem
vantar er hrein-
skilni og kjarkur forystufólksins." Sig-
urjón M. Egilsson í leiðara Blaðsins
að ræða um valkostina á nýrri stjórn
eftir næstu kosningar.
Tja, margir vilja einnig meina aö
tími sé kominn á endurkomu Krists.
En það er álíka líklegt að það ger-
ist á okkar tímum og að stjórnmála-
menn láti kjósendur þvœlastfyrir eig-
in hagsmunum.
„Kvíðahljóð
haustsins titr-
aði úr strengjum
Morgunblaðs-
ins þegar ég las
það árla - eins
og gamalt hross-
hár hefði fest í
gaddavírnum.
Staksteinar voru
allir lagðir undir
árás á Ingibjörgu Sólrúnu og gervallt
Reykjavíkurbréfið var samfelld at-
laga að Steingrími J. Sigfússyni." Of-
urbloggarinn Össur Skarphéðinsson
á heimasíðu sinni að ræða fólsku-
brögð Moggans í garð stjórnarand-
stöðunnar og skýringu á þeim.
Það hefur alltaf verið megin-
hlutverk Moggans að berja á helv...
vinstrihommakommatittunum, Öss-
ur, en vissulega hangir Mogginn nú
eins oggamalt hrosshár á gaddavírn-
um uppi í Hádegismóum.
„Þátturinn myndi höfða tíl mun
stærri hóps, en eins og allir vita þá
eru hjón búin að sækja um skilnað
þegar endursýning Brúðkaupsþátt-
arins Já er á dagskrá viku eftir brúð-
kaupið sjálft." Atli Fannar Bjarkason
í íjölmiðlapistli á Blaðinu að ræða
um að þáttur Jessicu og Nicks eigi að
heita „Hin fráskildu" en ekki nýgiftu.
Það hlýtur að vera mikið líf og
fjör ífjölskylduboðunum hjá þessum
dreng.
„Hvað er
Guð? Er hann
ofurgáfuð geim-
vera eða kannski
hópur af geim-
verum sem hafa
hannað alheim-
inn? Er hann lík-
amslaus andleg
vera með sjálf-
stæð markmið?
Er hann það sem við í daglegu tali
köilum líf? Er Guð ylurinn og birtan
í ljósinu? Er Tao Guð?" Jón Gnarr að
velta fyrir sér spurningunni um Guð í
Bakþönkum Fréttablaðsins.
Þegar stórt er spurt er oft lítið um
svör. Hið eina sem hcegt er að segja
við þessu er: Beam me up Scotty.
„Samkvæmt
áreiðanlegum
heimildum Vík-
verja ræktaði
einn af fyrstu
stjórnendum
liðsins kan-
arífugla sér til
skemmtunar,
eins og ku hafa
verið vinsælt á
árum áður. Maður þessi vísaði gjarn-
an til liðsmanna sinna sem kanarí-
fugla - og nafnið festist við þá. Guli
liturinn er vitanlega ráðandi í bún-
ingum kanarífuglanna. Þetta þykir
Víkverja staðfesta hversu flippað lið
Norwich er. Víkverji hefur séð ljósið."
Víkverji Morgunblaðsins að lýsa að-
dáun sinni á fótboltaliðinu Norwich
eða „Norrits" og rúlla vel á r-unum.
Þetta er grafalvarlegt mál Styrmir.
Starfsmenn þínir eru greinilega bún-
ir að finna sveppabreiðurnar þarna
uppi í móum.
Söluverð bújarða og eyðibýla er nú í áður óþekktu hámarki og ekki óalgengt að ásett
verð jarða sé á bilinu 100-250 milljónir og gildir þá í sumum tilvikum einu hvort
Á sama tíma og jarðarverð á frjálsum markaði hefur stigið jafnt
og þétt frá árinu 2001 seljast ríkisjarðir enn á vildarkjörum vegna
heimilda í jarðarlögum frá 1976. í ríkisreikningi 2005 voru tekjur
ríkisins af sölu lands og jarðeigna taldar 272 milljónir króna en
verð var afar mismunandi eftir því hvaða lagaheimildir giltu um
sölu jarðanna.
Samlcvæmt jarðarlögum frá 1976
hafa ábúendur rétt til að leysa tíl sín
jarðir eftir 7 ára ábúð og hefur þá
matsmaður ráðuneytísins lagt mat
á virði jarðarbóta, húsbygginga og
annars sem ábúendur hafa gert á
sinn kostnað. Síðan er eignarhlut-
ur ríkisins í jörðinni ákvarðaður út
frá því. Samkvæmt ríkisreikningi
var dýrasta jörðin, sem seldist 2005,
Álftagróf í Mýrdalshreppi, sem fór
á 25.000.000 krónur en hún var seld
samkvæmt íjárlagaheimildum frá
sama ári.
Mismunandi reglur um sölu
ríkisjarða
"Það seldust 9 ríkisjarðir sam-
kvæmt heimildum á fjárlögum 2005
en það er fjármálaráðherra sem fer
með þær heimildir," sagði Björn Haf-
steinsson hjá fjármálaráðuneytínu
í DV viðtali. “í ár hafa þrjár jarðir
selst en landbúnaðarráðuneytið hef-
ur einnig fjölda jarða á sínum snær-
um. í dag er engin jörð í sölumeðferð
hjá Rikiskaupum og ljóst að afar fáar
jarðir hafa verið seldar af þeim sem
heimild er fyrir að selja í fjárlögum í
ár. Sumar heimildir tíl jarðarsölu frá
2005 voru endurnýjaðar 2006 en tals-
vert hefur hægt á söluferlinu undan-
farið vegna sumarleyfa. Líklegt er að
salan taki einhvern kipp á haustdög-
um. Heimildir fjármálaráðuneytísins
byggjast flestar á því að jarðirnar eru
boðnar út og seldar hæstbjóðanda ef
viðunandi verð fæst," sagði Björn.
Ljóst er af ríkisreikningum síð-
ustu ára að verð ríkisjarða fer hækk-
andi þó að enn sé það langt undir
verði jarða á frjálsum markaði.
Landbúnaðarráðuneytið hefur
víðtækar söluheimildir
Landbúnaðarráðuneytíð hefur
umsjón með yfir 400 lögbýlum í eigu
ríkisins og víðtækar heimildir til að
selja þær samkvæmt jarðarlögum
en dýrasta jörðin, sem seld var sam-
kvæmt þeim heimildum, var Vatns-
dalur í Rangárþingi eystra, sem fór á
19.000.000 kr. Alls seldi ríkið 23 jarð-
ir og landspildur á grundvelli jarðar-
laga þar af 13 á undir 10.000.000 kr.
og dæmi eru um að jarðir hafi verið
seldar á 1 milljón.
Bæði haqkvæmt að selja oq
kaupa
í ljósi hækkandi verðs á frjálsum
markaði hlýtur að vera áhugavert
fyrir ábúendur ríkisjarða að leysa
til sín jarðirnar og fyrir þá sem
á undanförnum árum hafa
keypt ríkisjarðir á afar vægu
verði að selja þær nú með
miklum ágóða. Jarðarlögin
voru sett á sínum tíma til
að tryggja búsetu á jörðun-
um með því að gera bænd-
um kleift að leysa þær til sín
á sanngjörnu verði. Undan-
farið hafa sterkir fjárfestar
og fyrirtæki keypt jarðir, landspildur
og vatnaréttindi fyrir hundruði millj-
óna. Áform þeirra um nýtíngu jarð-
anna eru mismunandi. Margir eru
fyrst og fremst að kaupa veiðiréttindi
og áhrif í veiðifélögum. Einhverjir
hyggja á stórbúskap og að sameina
framleiðslurétt og -kvóta uppkeyptra
jarða meðan aðrir hyggja á sumar-
bústaðabyggðir og ferðaþjónustu.
Stórtækustu fyrirtækin í þessum við-
skiptum eins og Lífsval ehf. hafa auk
alls þess áðurnefnda orkuvinnslu og
fleira á stefnuskrá sinni. Fyrirtækið
hefur undanfarin ár keypt jarðir víða
um land en heimildarmenn DV segja
að margir séu einungis að binda fé í
landi enda sé það mjög öruggur fjár-
festingarkostur til framtíðar.
Verðlagning jarða
Hjá Lögmönnum Suðurlandi,
sem einnig reka fasteignasölu, feng-
ust þær upplýsingar að sala jarða
hafi gengið vel í ár og þær jarð-
ir sem koma inn staldri stutt
við. Verðlagning jarða fari
eftir jarðkostum, fullvirð-
isrétti, ýmsum mögu-
leikum til nýtingu
jarðanna sem og |
réttindum eins og f
vatns- og veiði- Í
rétti auk annarra ■
hlunninda. í dag
eru innan við tíu
jarðir til sölu hjá
LögmönnumSuð-
urlandi og með-
al þeirra er Jaðar
I, sem er 810 hekt-
arar án húsa, hefur
lítil vatns- og veiði-
réttindi en á land milli
Hvítár og Dalsár
meðal ann
ars að Gull-
fossi og
m
.TSs' " ■ 7» ■
Pjaxa. Hún er tíl sölu á 200 milljónir
meðan jörðin Yztafell 1 í Kinn miðja
vegu milli Húsavíkur og Akureyrar
er til sölu á "einungis" 100 milljón-
ir. Heildarlandstærð Yztafellsjarð-
arinnar er 1.890 hektarar, þar af 780
í séreign Yztafells 1. Jörðin er skógi
vaxin að miklum hluta auk alls kyns
hlunninda.
Góður fjárfestingakostur
Hjá Magnúsi Leopoldssyni í Fast-
eignamiðstöðinni eru 106 jarðir og
landspildur til sölu. Stærstu jarðirn-
ar á Suðurlandi og í Borgarfirði eru
til sölu á í kringum 100 milljónir. "Ég
tel hiklaust að fjárfesting í jörð á Is-
landi sé betri kostur en að kaupa er-
lend verðbréf, bæði er það öruggari
fjárfesting auk þess sem möguleikar
á nýtingu lands eru alltaf að aukast,"
sagði Magnús í viðtali við DV. "Dýr-
asta bújörð á íslandi, það er jörð sem
ekki er í þéttbýli, fór á 3-400 millj-
ónir en henni fylgdu auðvitað mik-
il veiðiréttindi. Mest
Sjt er fjárfesting í jörð-
um á Suðurlandi,
I í Borgarfirði og
B á Snæfellsnesi
'ý en góðar jarð-
ir seljast úti
um allt land,”
sagði Magnús.
Hjá fasteigna-
sölunni Hóli
eru nokkrir tug-
ir jarða til sölu en
Jón Hólm Stefáns-
son hjá Hóli seg-
ir sterka fjárfesta
helst vilja heil-
ar jarðir og synd að
bænd-
Guðni Ágústsson Landbúnaðarráðherra
hefur umsjón með meira en 400 rikisjörðum.
Landbúnaðarráðuneytið er i klemmu vegna
jarðarlaga og getur sjaldnast fengið
raunvirði fyrir jarðirnar.
ur, sem hafa verið að selja frá sér
sumarbústaðaskika, sitja oft uppi
með afganginn af jörðinni.
Óeðlilegt að ríkið eigi bújarðir
Drífa Hjartardóttir þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins hefur und-
anfarin ár lagt inn fyrirspurnir um
jarðeignir og jarðarsölur ríkisins,
sem hefur orðið til þess að upplýs-
ingar um þær eru nú aðgengilegar.
"Ástæður þess að ég lagði fram þess-
ar fyrirspurnir voru fyrst og fremst
þær að ég vildi vita hversu marg-
ar jarðir ríkið ætti því ég hef talið að
bújarðir séu betur komnar í hönd-
um bænda. Flestar bújarðir hafa ver-
ið seldar samkvæmt jarðarlögum
og ekki verið dýrar miðað við verð-
lag fasteigna í höfuðborginni en
auðvitað ættí ríkið og ber skylda tíl
þess að tryggja að viðunandi verð
fáist fyrir jarðirnar. Sér í lagi ættu
‘ ekki eyðijarðir að seljast á spott-
prís heldur á opnum markaði eins
og reyndar er gert eftir því sem ég
best veit. Það gildir kannski öðru
máli uni jarðir sem eru í ábúð. Þar
gilda önnur sjónarmið og ábú-
endur eiga bæði ákveðinn rétt og
eiga oft mikinn hlut í jarðarbót-
um og húsakynnum," sagði Drífa
í stuttu samtali við DV.
kormakur&dv.is