Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Page 35
FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 55
54 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006
Helgin DV
DV Helgin
„Þegar ég kom út úr skápnum var
ég svo saklaus og einföld að ég vissi
ekki að það væri hægt að vera ann-
að en gagnkynhneigður. Svo var það
vegna viðtals sem ég las í Mannlífi
við lesbíur sem töluðu opinskátt um
líf sitt að ég áttaði mig á því að ég gat
átt annað líf en það sem ég hafði séð
og lifað í fr am til tvítugs. Ég var aldrei
í neinum samböndum við stráka og
áttaði mig hreinlega ekki á því hver
ástæðan kynni að vera. Síðan tók ég
þetta skref sem veittist mér ekki vit-
und erfitt því svona hafði ég alltaf
verið og segi alltaf að ég hafi aldrei
verið í felum, ég er bara eins og ég er
og eins og ég hef alltaf verið."
Annað hvort kynhneigðin eða
fjölskyldan
„Þegar ég sagði mömmu að ég
væri lesbía þá varð hún brjáluð út
í mig og sagði mér að ég þyrfti að
velja á milli fjölskyldunnar eða kyn-
hneigðar minnar. Það tók mig tvö
ár að venja hana við þessa stað-
reynd. Ég tók hennar viðbrögð aldrei
nærri mér því ég vissi að innst inni
væri þetta ekki hennar skoðun sem
seinna kom í ljós og hún sýndi það
og sýnir enn að hún elskar okkur
systkinin út af lífinu. Systir mín kom
seinna einnig út úr skápnum og það
var ekkert mál fyrir fjölskyldu mína
og hefur aldrei verið." Dagný þakk-
ar íslendingum fýrir þann stuðning
sem hefur gert það Úeift að ný lög
voru samþykkt á Alþingi um auk-
inn rétt samkynhneigðra. „Takk ís-
land. Ég er stolt af því að vera íslend-
ingur og þetta hefði aldrei tekist ef
að fólkið í landinu, afamir og ömm-
urnar, mömmurnar og pabbamir og
unglingarnir hefðu ekki tekið okkur
svona vel."
Dagný Hjörvarsdóttir
er kona sem veit hvaö
hún vill. Kraftmikil og
meö sterka réttlætis-
kennd hefur Dagný siglt
ólgusjó lífsins og sigrast
á því mótlæti og erfið-
leikum sem lífið hefur
lagt á borð fyrir hana.
Sem lögreglukona,
lesbía og verðandi frið-
argæsluliði í framandi
landi óttast Dagný ekk-
ert og er stolt af því sem
hún er.
A Srí Lanka er bannað með lögum að vera samkynhneigður „Ég þarf aö fara afturi
skápinn á meðan ég er á Sri Lanka." Dv-mynd: Anton Brink
Vildi verðajöðregla"
Dagný er 36 ára gömul lögreglu-
kona sem ólst upp í Árbænum og
flutti síðan í Mosfellsbæ þar sem
hún bjó til átján ára aldurs. Þriðja
yngst af sjö systkinum vandist hún
því fljótt að Íífið snerist ekki bara
um hana sjálfa og frá barnæsku vildi
hún vera lögreglukona. „Um dag-
inn las ég í minningabók skólasyst-
ur minnar, þegar við hittumst krakk-
arnir í mfnum árgangi í Árbænum,
og þar skrifaði ég að það sem mig
langaði að verða þegar ég yrði stór
væri „löðregla" eða dýralæknir. Ég
hef alltaf haft sterka réttlætiskennd
og mér fannst vera samasem merki
á milli þess og að vera lögregla. Að
geta hjálpað fólki og látið gott af mér
leiða til að hjálpa fólki í neyð var eitt-
hvað sem ég vildi gera að ævistarfi
mínu. Þess vegna kom aldrei annað
til greina en að verða lögga og mér
líður vel í því starfi."
Gleymir ekki örvæntingu
Óslóarbúa
Dagný flutti ung til Óslóarborg-
ar til að svala ævintýraþörf sinni og
vann um tíma í neðanjarðarlesta-
stöð í Ósló sem öryggisvörður. „Þetta
starf var mikill skóU fýrir mig því ég
horfði upp á ömurleika dópneyslu
og vændis á hverjum degi sem tíðk-
aðist á neðanjarðarlestastöðunum í
Osló. Samt gleymi ég seint örvænt-
ingarsvip móður lítils barns sem
stakk sig á sprautunál í lyftu neðan-
jarðarstöðvarinnar. Hún var svo ang-
istarfull yfir því að barnið gæti smit-
ast af banvænum sjúkdóm að sú
sjón líður mér seint úr minni. Það er
nefnilega svo merkilegt við það að
vinna við starf eins og lögreglustarf-
ið að þrátt fyrir að sjá lík manneskju
sem fýrirfór sér eða slasað fólk eftir
bílslys þá man maður ekki endilega
eftir slasaða fólkinu eða Ukinu held-
ur aðstandendunum og þjáningum
þeirra. Þess vegna er ég lögreglu-
kona því mér er annt um fólk og ekki
spyrja mig af hverju, ég held að þetta
sé bara mín köllun í lífinu."
að sinna því starfi eins vel og ég get.
Það er bannað samkvæmt lögum að
vera samkynhneigður á Srí Lanka. Ég
á ekki eftir að gera gagn ef ég kem tíl
landsins með offorsi og segi „hæ, ég
er lesbía og hafið þið nokkuð á móti
því?" Ég verð að virða þá siði sem eru
í landinu og á meðan ég er þar fer ég
aftur inn í skápinn," segir Dagný og
hlær hátt.
Lítið peð getur gert stóra hluti
„Það er mikU ábyrgð sem fýlgir því
að vera valin í svona verkefni. Þess
vegna er ég mjög stolt af því að hafa
verið valin tíl að fara til Srí Lanka fýr-
ir hönd íslands og ég mun leggja allt
mitt af mörkum tíl að sinna mínu
starfi þar eins vel og ég get," seg-
ir Dagný. Hún segir að aUt það sem
er gert í þágu annarra muni skila sér
á einn eða annan hátt. „Ég hef oft
hugsað í gegnum tíðina: „Hvað get
ég lítið peð á íslandi gert til að bæta
heiminn?" En ég er sannfærð um að
allt sem gert er tíl að aðstoða bág-
statt fólk í heiminum, hversu lítíð
sem það er, muni alltaf skUa sér því
sá sem borgar í hverjum mánuði smá
upphæð tíl að fæða og mennta barn
í vanþróuðu landi gerir mikið meira
en hann kannski ímyndar sér. Þetta
barn mun fá menntun og síðar meir
hjálpa öðrum tíl að öðlast það sama
og þau og þannig koll af kolli gerast
stórir hlutir í áttína að því að mennta
og brauðfæða heiminn."
Fer aftur í skápinn á Srí Lanka
Þegar þetta blað kemur út er
Dagný á leiðinni tíl Srí Lanka sem
friðargæsluliði. Undanfarin ár hafa
átt sér stað átök á Srí Lanka á miUi
Tamfi-tígra og ríkjandi stjórnar um
landsvæði og er sú deila ekki ný af
nálinni. Deiluaðilar undirrituðu
vopnahlé fyrh fjórum árum og síð-
an þá hafa friðargæsluliðar frá Evr-
ópusambandslöndunum ásamt ís-
landi og Noregi verið á staðnum þar
til fyrir þremur mánuðum síðan. Þá
gaf Evrópusambandið út þá yfirlýs-
ingu að Tamflar væru hryðjuverka-
menn og var þess vegna Svíum,
Dönum og Finnum ekki stætt leng-
ur á því áð sinna friðargæslustörf-
um í landinu og fóru á brott. Eftir
standa Norðmenn og íslendingar tfi
að fylgjast með að vopnahléssamn-
ingurinn sé virtur. „Eg er ekki að
fara til Srí Lanka sem lesbían Dagný
heldur sem friðargæsluliði á vegum
utanríkisráðuneytisins og ætla mér
Löggur kynskiptingar
Dagný segir að hún hafi aldrei
fundið fýrir neinu mótlæti í lögg-
unni vegna þess að hún væri kona og
Dagný tók þátt í Gay Pride-
göngunni „Takk Islendingar fyrir allan
stuðninginn sem við höfum fengið."
„Á íslandi eru konur í löggunni ekki
endilega lesbíur frekar en í öðr-
um starfstéttum. Aftur á móti þeg-
ar ég var í San Francisco þá hitti ég
menn sem voru kynskiptingar í lögg-
unni og voru búnir að láta breyta sér
úr konum í menn. Þar er meirihlutí
kvenna í löggunni samkynhneigðar
og ég veit að þannig er það einnig í
Hollandi." Dagný segist engu að síð-
ur bara vita um einn homma í lög-
reglunni í Reykjavík og segir að það
sé ekki mikið um það að karlmenn í
löggunni séu hommar.
Virðing skiptir öllu máli
Þegar Dagný var spurð um það
hvort hún væri ekki hrædd við að fara
á þetta ólgusvæði sem Srí Lanka er
og hefur verið undanfarið segist hún
óneitanlega vera hrædd. „Ef ég fyndi
ekki fyrir hræðslu þá myndi ég ekki
fara því það er nauðsyrdegt að vera
á tánum gagnvart hættunum eins og
boxari. Ef boxarinn hættír að vera á
tánum og stígur í hælana þá verð-
ur hann frekar fyrir höggi. Samt er
besta vörnin alltaf að sýna virðingu
því þannig uppsker maður virðingu
á móti. Ég lít á alla sem jafningja og
mér finnst Jóhannes í Bónus ekkert
merkilegri en krakkarnir sem vinna
á kassanum. Án þeirra væri enginn
Bónus til og það er mikilvægt að gera
sér grein fyrir því að allir undir sól-
inni eru jafn mikilvægir, eini munur-
inn er að þeir þéna mismikið, annað
ekki."
Á eftir að breyta lífi mínu
Síðustu daga hefur Dagný ver-
ið að undirbúa brottför sína til Srí
Lanka og kveðja vini og ættingja.
„Það eru margir búnir að segja við
mig að þeir ætli að biðja fýrir mér. Ég
er mjög spennt og hlakka mikið tfi að
fara. Þetta verður mikill lærdómur og
á örugglega eftir að breyta lífi mfnu,"
segir Dagný. Hún veit að hún á eftir
að sakna fjölskyldunnar og vinanna
og ætlar að halda úti bloggsíðunni
dagnyst@blogspot.com og þannig
leyfa fólkinu sínu að fylgjast með sér.
„Ég er bundin þagnarskyldu eins og
í löggunni þannig að ég ætla bara að
miðla til vina minna og fjölskyldu
upplifun mína á landi og þjóð," seg-
ir Dagný að lokum og með það var
þessi hugrakka, kraftmikla kona
hlaupin á brott á vit örlaga sinna.
jakobina@dv.is
Dagný sýnir friðarmerkið „Ég held að það sé mín köllun i lífinu að hjálpa fólki.
Dv-mynd: Anton Brink
NYTT&
FERSKARA
BLAÐ
Ellý í Q4U
er ekki vond m>
er ekki vond manneskja
Glæsilegustu stjörnupörin
í ítarlegri umfjöllun
Þröstur Jóhannesson
gefur útsína fyrstu sólóplötu