Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Qupperneq 38
58 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006
Sakamál DV
Morðin í
Manchester
Rahan Arsliad var hand-
tekinn af landamœralögreglu í
Taílandi í síðustu
viku þegar hann
reyndi að komast
yfir til Malasíu.
Breska og tæl-
enska lögreglan
voru viðbunar að
hann reyndi að
kornast frá Taílandi en þar hef-
ur hann dvaliö í fjórar vikur.
Arshad var eftirlýstur og
óttast um öryggi sitt eftir að
kona hans og þrjú börn fund-
ust látin á heimili þeirra ná-
lægt Manchester. Höfðu líkin
verið í húsi þeirra hjóna í nær
fjórar vikur. Bíll hans fannst á
I ieathrow og var talið að hann
hefði flúið land.
Arshad er 36 ára. Fjölskyld-
an var vel þokkuð í þorpinu þar
sem þau höfðu búið um nokk-
urt skeið. Arshad var handtek-
inn við komuna til Bretlands á
föstudag og er í haldi lögreglu
grunaður um morðin.
Morðingi
reynirað
kála sér
Ian I iuntley sem myrti tvær
ungar stúlkur, I Iolly VVells og
Jessicu Chapman, reyndi að
stytta sér líf á þriðjudagsmorg-
un. Hann var í haldi í fang-
elsinu íWakefield. Ilann var
meðvitundarlaus og fluttur á
sjúkrahús til meöferðar. hetta er
önnur tilraun hans til sjálfsvígs.
Fyrri tilrattnin í júní 2003 vakti
mikla gagnrýni á eftirlit með
hættulegustu glæpamönnun-
um í breskum fangelsum.
Krimmi vann
fyrir lögguna
1 htnn var þekktur sem Boom
Boont í glæpaheimi Skotlands
og Norður-Englands og öllum
var léti þegar Stephen McColl
var dæmdur í vikttlok fyrir tvö
morð. Verra þótti aö hann vann
fyrir lögregluna sem uppljóstr-
ari frá vori 2001.
Áður haföi hunn verið
dæmdttr fyrir rnorð á slökkvi-
liðsmanni sem hann skaut í
hnakkann. 1 lann var þá á kali í
vopnuðum ránum. Annað fórn-
arlamb var ungur strákur sem
líka lak í lögguna en það þriðja
smákrimmi sem baföi vanvirt
Boom Boom og galt fyrir meö
lífinu.
lengsl morðingjans viö lög-
reglu eru rannsóknareíni og
hafa fjóriryfirmenn fengið viö-
vörun vegna tengslanna viö
þennan ofbeldisfulla krimma.
Fanginn til átta ára hefur talaö í Austurríki: blöð og tímarit birtu viðtöl við hana á mið-
vikudag og þá um kvöldið sat hinn þýskumælandi heimur agndofa yfir viðtali sem birt-
ist við hana í austurríska sjónvarpinu.
Gat hugsað sér að
drepa ræningjann
Unga stúlkan sem tók stökkið til
frelsisins þann 23. ágúst síðastliðinn,
meðan maðurinn sem hafði haldið
henni fanginni í átta og hálft ár var
upptekinn í gemsanum sínum, held-
ur nú Evrópubúum föngnum. Tvö
stór viðtöl hafa birst við hana síðustu
dægrin. Austurríska sjónvarpið seg-
ist ekki hafa greitt henni fyrir viðtal en
áður en það fór í loftið var aukaupp-
lag prentað af tímaritinu News. Þar
segir Natascha að allan tímann hafi
hún hugsað um það eitt hvernig hún
gæti sloppið úr sinni löngu prísund.
Fugl í kró
Natascha Kampusch segir þá
hugsun stöðugt hafa dunið í huga
sér: „Hvers vegna henti þetta mig af
öllum? Ekki fæddist ég til þess eins
að vera læst inni og líf mitt yrði eyði-
lagt um alla framtíð. Mér leið alltaf
eins og hænu í kró. Fólk hefur séð í
sjónvarpi hversu lítill klefi minn var."
Hana haft oft dreymt um að
höggva hausinn af haldara sínum.
Stressað hjarta
Viðtalið var tekið við hana á
sjúkrahúsi en hún hefur áttvið hjarta-
truflanir að stríða og var skoðuð af
hjartasérfræðingum. Hún kvaðst
hafa þjáðst af hjartslætti og hafi oft
fengið svima og minni hennar sé
skert. Þá hafl henni oft verið gefið lít-
ið að borða en staðhæft er í austur-
rískum fjölmiðlum að hún hafi verið
aðeins 42 kíló þegar hún slapp, álíka
þung og þegar henni var rænt rúm-
um átta árum fyrr. Hún vonast nú til
að ná áttum utan múranna.
Æðrulaus ung kona
í viðtali í ORF á miðvikudags-
kvöld lýsti hún hvernig hún reyndi
áð ná augnsambandi við fólk þeg-
ar haldari hennar fór með hana út
að versla. Hún lýsti þar átakanlega
þögninni sem ríkti í klefanum þar
sem hún dvaldi lengst.
Saga hennar birtist í lengri út-
gáfu í blaðinu
Kronen Zei-
tung næstu
daga en þeir
hófu einnig að
rekja harma-
sögu stúlk-
unnar á mið-
vikudag.
í síðustu
viku sendi
hún frá sér
yfirlýsingu
sem lýsir að
nokkru hug-
arástandi
stúlkunn-
ar en hún
harmar þar
örlög hald- .
ara síns, Wolfgangs
Priktopil, sem stökk fyrir lest fáum
klukkustundum eftir flótta hennar.
Segist hún þar harma örlög hans.
Hrein mey
Natascha kemur fram fyrir augu al-
þjóðar og rýfur þar með þá leynd sem
höfð var um persónu hennar, bæði í
myndum í blöðum og í viðtali mið-
vikudagsins. Þetta er brosmild stúlka
sem felur vel dapurlega reynslu sína
og virðist staðráðin í að ná fótfestu í
mannlegu samfélagi á ný. 1 viðtalinu
við ORF var ímynd hennar sú sama
og í blaðaviðtölum: hún var ekki mik-
ið förðuð og svipurinn hófstilltur. At-
hyglisvert þótti að hún
var með slæðu um
höfuðið en slæðan
hefur bæði í samfélagi
kristinna og múslima
verið tákn um hrein-
leika og tryggð. Þannig
er öll ímynd stúlkunn-
ar þessi fyrstu dægur
sem hún kemur fram
stillt inn á að milda
ímynd hennar og hlaða
jákvæðum krafti.
Ræninginn Woifgang
I viötölum vikunnar hefur
Natascha lýst áhyggjum
sínum afmóöur hans sem
ekki þekkti þessa hliö
sonarslns.
Utgefandi vikublaðsins NEWS
Alfred Worm kynnir fyrsta langa
viötalið sem birtist á miðvikudag
við Natöschu. Þegar dagurinn var
allur voru þau oröin þrjú. Reuter/
Heinz-Peter Bader
t #
Faðirinn sem stökk með börn sín fram af svölum ber við stundarbrjálæði
Man ekki eftir atvikinu sem kostaði son hans lífið
Hér á síðunni var fyrir skömmu
skýrt frá ógæfu enskrar fjölskyldu
í fríi á Krít: faðirinn, John Hog-
an, henti sér ásamt tveimur ungum
börnum fram af svölum á fjórðu hæð
og lést annað þeirra, sonurinn Liam,
af höfuðáverkum við fallið, en dótt-
irn Mia handleggsbrotnaði. Hogan,
sem er 32 ára athafnamaður, hefur
átt við geðræn vandamál að stríða.
Vakti nokkra athygli þegar að útför
sonarins kom að eiginkona Hog-
ans tók upp hanskann fyrir bónda
sinn og sagði hann fýrirmyndarföð-
ur. Hogan er enn í haldi í Korydalos-
fangelsinu og undir ströngu eftirliti,
en hann er sagður þjást af háskalegu
þunglyndi. Þrátt fyrir stöðugt eftir-
lit tókst honum að komast yflr gler-
brot í síðustu viku og skera sig á púls
á báðum höndum. Höfðu geðlæknar
varað yfirvöld við alvarlegu ástandi
mannsins en það dugði ekki til. Eftir
þessa tilraun til sjálfsvígs hefur gæsla
hans verið bætt en hann mun vera úr
allri hættu.
Samkvæmt frásögn blaðsins Gu-
ardian mun Hogan ekki muna neitt
til atvikanna sem urðu syni hans að
bana fyrir þremur vikum. Hann hef-
ur sent frá sér yflrlýsingu þar sem til-
drög slyssins eru rakin en kona hans
hafði hótað að slíta samvistum þeirra
hjóna. Að auki var flísafyrirtæki hans
á fallanda fæti og kennir hann þessu
tvennu um stundarbrjálæði sitt.
Réttarhöld hefjast í máli hans á
næsta ári.