Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Page 40
60 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 Helgin PV Lífræn mjólk hollari Það er víðar en hér á landi sem menn vilja að lífrænar afurðir njóti meiri athygli almennings og stjórnvaida: í Bretlandi lögðu vísinda- menn í síðustu viku fram áskorun til yfirvalda sem stýra stöðlum í matvæla- framleiðslu um að lifræn mjólk yrði viðurkennd sem hollari en gerilsneydd mjólk. Rökin erþau að mjólk sem ekki er framleidd eftirstöðlum mjólkurbúa sé bæði laus við fúkkalyf og innihaldi holl fituefni eins og omega 3. Lífræn mjólkurframleiðsla hefur vaxið i Bretlandi og slik stjórnaraðgerð er talin hafa mikið að segja um framtið lífrænnar mjólkur- framleiðslu þar í landi, segir í vefútgáfu Telegraph. Kýr í lífrænni framleiðslu eru ekki stífmjólkaðar, lifa meira á grasbeit og heyi en kornfóðri. Þeim eru ekki gefin fúkkalyfog sterar til að tryggja jafna fram- leiðslu. Dönsk rannsókn í fyrra leiddi í Ijós að lífræn mjólk er helmingi ríkari afE- vítamini og omega 3. Hún er með 75% meira afbeta carotene, sem breytist iA- vítamín í líkamanum. Stjórnvöld hafa þráast við að draga fram kosti lífrænnar vöru og bera fyrir sig skort á rannsóknum. Sæði styður meinvörp Sæði karlmanns getur haft örvandi áhrifá frumumynd- anir i móðurlífi konu - illkynja frumumyndanir - og þannig aukið likur á legkrabba. Konursem eru í slíkri hættu ættu að hvetja maka sína til aðnota smokk. Þetta erniðurstaða The Medical Research Council, en þarhafa menn komist að því að mikið magn af prostaglandíni sem er í sæði nærir illkynja mein. Þetta segir BBC eftir Journal ofEndokrinology and Human Reproduction. Prostaglandín er að finna í frumum í legi kvenna en það er þúsund sinnum meira ísæðinu. Krabba- frumur hafa prostaglandín á ytra borði og þar fundu menn meinvörp. Menn álykta því að þannig leiði sæðið til aukinna tengsla milli frumanna og geti aukið meinvefmyndun. Því segja vísindamenn að konur sem virkar eru í kynlífi eigi skilyrðislaust að krefja maka sína um smokka / leiknum. Lestur blaða í næstu framtíð verður ekki af pappír, heldur mjúkum skjá sem brjóta má saman og stinga í vasann. Blaðburðarfólk í hættu Politiken greindi frá því á þriðju- dag að skammt væri í að Danir gætu lagt til hliðar blöð á pappír í lestum og strætisvögnum: það væri styttra í rafblað en flesta grunaði. Þá eiga þeir ekki við svokallað e-blað sem víða er orðið algengt á vefsetrum dagblaða þar sem fletta má dag- blaði á skjá og stækka stakar greinar, heldur eiga þeir við blað sem upp- færir fréttir á öllum tímum, er létt í meðförum og þægilegt umhalds. Þriggja ára bið Slík blöð eru nú þegar til en eru ekki komin á framleiðslustig til al- mennrar notkunar. Joau de Oliveira er þróunarstjóri í breska fyrirtæk- inu Plastic Logic, sem hyggst koma rafblaðinu í framieiðslu 2008. Hann segir stafræna tækni hafa lagt und- ir sig allt umhverfi okkar nema blöð og bækur, sem framgjarnir menn í tækniefnum kalla gögn á dauðum trjám. „Rafblaðið er síðasti áfanginn sem vinnst í stafrænni þróun," seg- ir Joau de Oliveira á skrifstofum sín- um í Cambridge. Viðmót kannað Skammt er í að vísindamenn frá Vrije-háskólanum í Bruxelles kynni niðurstöður rannsóknar en 200 les- endur. hafa haft undir höndum raf- blöð og getað lesið á þeim De Tijd, belgískt fjármáladagblað. Þeir eru útbúnir með blað í hönd af stærð- inni A5 og geta með því lesið blað- ið síðu fyrir síðu, spalta fyrir spalta, sótt rafbækur á net og skrifað á blað- ið með segulpenna. Öruggir Danir Á vefsíðu Politiken fullyrða menn þar á bæ að útgefandi þeirra, JP/Pol- itikens Hus, hafi undirbúið sig fyrir blað af þessu tagi og forsvarsmaður útgáfunnar á þessu sviði, Klaus Ny- engaard, fullyrði að það komi í notk- un innan þriggja ára. Nyengaard segir í viðtali við Politiken að netíð hafl gerbreytt aðgangi okkar að upp- lýsingum. „Þessi nýi mjúki skermur er notendavænn," segir Klaus. Hann trúir að rafblaðið muni bæta stöðu morgunblaða á markaði en ógna frí- blöðunum, en varla var nú við öðru að búast frá starfsmanni Politiken. Raunar eru vísindamenn við Suð ur-danska háskólann sama sinn- is: Peter Bro sem þar rannsakar blöð segir slíkan miðil sækja á fríblöð sem oftast verði á f leið lesenda í vinnu. Rafblað á öll heimili Hvorugur þess- ara dönsku manna lítur tíl þess mögu- leika að verði slíkt skjá- blað að veru- leika og fái ríka útbreiðslu, geta blaðaútgefendur hætt dreiflngu blaða með útburði, lagt niður prentun og þannig skorið kostnað heilmikið niður, svo mikið að tíl greina kæmi að dreifa slíkum skjám ókeypist tíl lesenda. Um þessa nýjung má lesa frekar á vefsíðunni plasticlogic.com. Skjáblað Plastic Logic Þaö getur tekið viö boðum um tölvu, lúfatölvu og gemsa. Tæknin er sumum til bölvunar - meira en öðrum Ofnæmi fyrir rafmagnstækjum er vandamál Háskólinn í Essex á Englandi mun í lok þessa árs birta niðurstöð- ur rannsóknar á ofnæmi fólks fyr- ir rafbylgjum. Dæmi þekkjast um einstaklinga sem eru svo viðkvæm- ir fyrir bylgjum frá rafmagnstækj- um að þeir geta ekki komið ná- lægt tölvu, geta ekki notað gemsa og önnur bylgjusækin eða -gefandi tæki. Sjúkdómurinn er kallaður EHS (electromagnetíc hypersens- itivity). Alls munu 264 einstaklingar taka þátt í rannsókninni og er helm- ingur þeirra með óþol gegn gems- um. Alþekkt er ofnæmi Gro Harlem fýrir gemsum, en þolendur þjást af höfuðverk, ógleði, svima og bruna- kennd þegar þeir koma nálægt gemsum og fartölvum. Sölumaður frá Essex varð að hætta störfum í húsgagnabúð vegna ofnæmis þegar þar var sett upp þráðlaust tölvukerfl. Hann segir erfiðast að fá fólk til að trúa sér, en tæknin ryðji sér inn í fýrirtæki og enginn sjái fyrir líkamlegar afleið- ingar af bylgjunum sem hún gefi frá sér. Hann þoli ekki að horfa á sjónvarp og verði að lesa af tölvuskjá úr fjarlægð með sjónauka. Dr. David Dowson sem er sérfræðingur í ofnæmi gegn geislum segir vanda- málið þekkt úr starfsgrein- um þar sem unnið er með radar og í raforkuiðnaði. Aukinn búnaður á heim- ilum sem noti örbylgjur hafl aukið þessi sjúklegu viðbrögð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.