Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Side 44
64 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 Helgin DV Fleiri græða á dauða Díönu \ Fréttir herma að Vilhjálmur og Harry Bretaprinsar séu æfir vegna uppsetningar á nýju leikriti sem byggir á dauða Díönu prinsessu. Leikritið, sem er leikstýrt afhinum þýska Christoph Schlingensiefsem hingað kom á síðustu listahátið, fjallar um siðustu klukkutímana í llfi prinsessunnar en um þessar mundir eru níu ár frá því Díana lést i bílslysinu í Paris. - Frumsýning á verkinu verður haldin í Berlin innan tíðar og það mun síðar verða sýnt í London. Prinsarnir eru miður sin vegna uppátæk- isins og segja nógu marga hafa grætt á dauða móður þeirra. Sleikja sólina á Ibiza Vilhjálm- ur Breta- prins er þessa dagana að sleikja sólina á Ibiza ásamt kærust- unni sinni Kate Middleton og vinum þelrra. Hópurinn leigði lúxus-villu og skútu og hefur sést skemmta sér í sjónum og á skemmtistöðum sólarparadísarinnar. Myndirsem Ijósmyndarar náðu afparinu sýna Vilhjálm og Kate afar afslöppuð þar sem þau léku sér á skútunni. Prinsinn kastaði kærustunni sinni meðal annars í sjóinn og á annarri mynd sést hann útataður í leðju. Erekkihjóna- djöfull Sarah Ferguson segist ekki eiga í ástarsam- bandi við viðskipta- jöfurinn J. TollMorley eins og breskir fjölmiðlar hafa haldið fram. Hún segist aðeins vinkona Morleys og eiginkonu hans. Fergie kynnsti Morley, sem er bandariskur, þegar þau fóru yfír viðskiptaáætlun hennará hádegisfundi á veitinga- stað sem leiddi til sögusagna um ástarsamband þeirra á milli. „Samband þeirra er aðeins á faglegum nótum. Hann er hamingjusamlega giftur og á þrjú börn/'sagði talsmaður Fergie. Heimsótti innflytjendur Mary prinsessa Dana heillaði innflytj- endur í landinu upp úr skónum þegar hún heimsótti þá um síðustu helgi. Prins- essan hafði sjálf óskað eftir að fá að heimsækja fólkið sem flest er frá Sómalíu, Palestínu og Líbanon. Mary gaf sér tíma til að spjalla og heilsa og fékk heimatilbúna kórónu frá nokkrum börnum og óskaði þegar eftir annarri handa Friðriki krónprins. Undir lok heimsóknar- innar snæddi prinsessan á heimili einnar fjölskyldunnar. í nýrri bók Pauls Burrell kemur fram að Díana prinsessa hafi einungis stofnað til sam- bands við Dodi Al Fayed til að vekja afbrýðisemi mannsins sem hún var virkilega ást- fangin af. Burrell segir prinsessuna hafa verið ástfangna af hjartaskurðlækninum Hasnat Khan en að hann hafi ekki viljað fara opinberlega með samband þeirra sem olli því að upp úr slitnaði. Díana hafi einungis ætlað að nota Dodi svo Hasnat sæi að sér. Samband við Dodi var plat Paul Burrell, bryti Díönu prins- essu, segir í nýrri bók sinni um prins- essuna að hún hafi verið ástfangin af lækni en ekki Dodi A1 Fayed þeg- ar hún lést. Burrell segir ástarsam- bandið milli Díönu og hjartalækn- isins Hasnats Khan hafa byrjað í september 1995. „Prins- essan var aldrei m íVjfcsSfj-'. “ hamingjusöm og þegar hún var með Hasnat," segir Burrell en hann held- ur því fram að Díana hafi einungis stofnað til sambands við Dodi til að vekja afbrýði hjá Hasnat. Samkvæmt Burrell varð prins- essan yfir sig ástfangin af læknin- um við fyrstu sýn. „Hjartað í mér stoppaði þegar ég sá hann," segir brytinn Díönu hafa sagt. „Hún elskaði hendur hans, stóru brúnu augun hans og löngu augnhárin og var vön að velta fyrir sér hversu fal- leg börnin þeirra yrðu. Hasnat fannst hann hins HL vegar ekki hennar verð- ur. Hann skildi ekki að hann var nákvæmlega það sem hana vantaði. Hann var venjulegur karl- maður sem hafði ekkert á sambandi þeirra að græða," segir Burrell í bókinni en þar stendur að Hasnat - hafi kraf- ist þess að samband þeirra yrði leyndarmál. „Þau gæm ekki hafa verið ólíkari. Hann drakk og reykti eins og strompur á meðan hún að- hylltist heilbrigðan lífsstQ. Ég vissi að henni væri alvara þegar hún var farin að kaupa handa honum ösku- bakka. Allan þann tíma sem þau voru saman leit hún ekki á annan mann." Burrell segist hafa hjálp- að parinu að halda sam- bandinu leyndu og að það hafi tekist að mestu. „Sum- arið 1996 fór Díana hins veg- ar meira út úr samband- inu og vildi að allir vissu af hverjum hún væri ást- fangin. Hún sá hann fyrir sér horfa á fótbolta með Vilhjálmi og Harry. Um jólin sagðist hún vilja giftast honum og í maí 1997 skipu- lagði hún atburð svo heimurinn gæti séð þau sam- an. Hasnat brást hins vegarilla viðplan- Díana prinsessa „Hún elskaði hendur hans, stóru brúnu augun hans og löngu augnhárin og var vön að velta fyrir sér hversu falleg börnin þeirra yrðu/ kemur fram I nýju bókinni. inu og sagðist þurfa lengri tíma," seg- ir Burrell í bókinni og að við viðbrögð Hasnats hafi hjarta Díönu brostið. „Hún sleit sambandinu í offorsi en sá strax eftir því. Ég bauðst til að tala við hann fyrir hana en hún var viss um að hann myndi sjá að sér. Sam- band hennar við Dodi var einungis svo Hasnat sæi af hverju hann væri að missa. Hún var viss um að hann myndi hafa samband þegar hún sæi þau Dodi saman í fjölmiðlum." Burrell segir að Hasnat hafi hins vegar látið sig hverfa og að þeir hafi ekki rætt saman fýrr en eftir að prins- essan var látin. „Hann var afmynd- aður af sorg. Hann sagðist hefðu get- að bjargað henni ef slysið hefði orðið í London ekki París," kemur fram í þessari nýju bók brytans. Hasnat Khan „Þau gætu ekkihafa verið óllkari. Hann drakk og reykti eins og strompur á meðan hún aðhylltistheilbrigðan lifsstíl. Ég vissi að henni væri alvara þegar hún var farin að kaupa handa honum öskubakka/segir Burrell i bóksinni. Erfingi með typpi fæddur í Japan Keisaraveldinu forna borgið Aðfaranótt miðvikudags eignaðist Kiko prinsessa, eiginkona yngri sonar Japanskeisara, son. Það hafði borist út og japanskt tímarit hélt því fram í vik- unni að Akishino prins, bróðir Naru- hitos krónprins, hefði sagt vini sínum að eiginkona hans gengi með strák. Fæðing þessa sonar var japönsku þjóðinni mikill léttír; drengurinn mun erfa krúnuna. Ekki hefur dreng- ur fæðst í japönsku konungsfjölskyld- una frá árinu 1965. Óttuðust menn mjög að Kiko, sem er 39 ára, kynni að eignast dóttur og það mundi leiða til mikilla vangaveltna um framtíð keis- aradæmisins sem er ævafomt og heil- agt í augum Japana. Hafa ýmsir íhalds- menn þar í landi litíð svo á að fæðing stúlku hefði orðið endalok þess, en samkvæmt lögum er keisaratígnin arf- borin í karllegg. Kiko á tvær dætur, 14 og 11 ára, og hefur legið á sjúkrahúsi síðustu daga en bamið var tekið með keisaraskurði. Naruhito og Masako krónprinsessa eiga eina dóttur, Aiko, sem getur ekki erft krúnuna samkvæmt lögum lands- ins. Kiko prinsessa Kiko á tvær dætur, 14og II ára, og hefurlegið á sjúkrahúsi slðustu daga en sonurinn var tekinn með keisaraskurði enda væntanlegur keisari Japans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.