Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Qupperneq 48
68 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006
Helgin 3>V
Magni Ásgeirsson frá Borgarfirði
eystra og söngvari hljómsveitariim
ar Á móti sól er á barmi heims-
friegð^Hann er^ominn í úrslita-
þáttiilfif Rock Supernova
Maqni! Þú ert hetjan okkar
VIKA1
íslenska þjóðin vakti langt fram
eftir nóttu til að berja Magna Ás-
geirsson augum í fyrsta Rock Star:
Supemova-þættinum. Stolt okkar
Islendinga kom fram á sviðið og
allir þeir sem voru að horfa fengu
í magann. I fyrsta þættinum tók
Magni lagið Satisfaction með The
Rolling Stones. Hann var örlítið
stressaður á sviðinu og vissi ekki
alveg hvernig hann ætti að haga
sér. Rokkararnir í Supemova vom
ekki yfir sig hrifnir af sviðsfram-
komu né söng kappans og fannst
þetta allt saman minna á Las Ve-
gas. Magni var fljótur að svara fyr-
ir sig: „Dude, I've never been to
Vegas." Á útsláttarkvöldinu var
Magni á einhverjum tíma nætur-
innar í neðstu þremur sætunum.
Hann var þó ekíd í þremur neðstu
sætunum er kosning kláraðist og
það var Matt Hoffer - herberg-
isfélagi Magna sem var sendur
heim eftir fyrsta þáttinn.
f góðum félagsskap Magni hefursjaldan
fengiO slæma dóma. Hann varþó tvisvar I
þremur neðstu sætunum.
VIKA2
Spennan magnaðist í Rock Star aðra
vikuna. Það var alveg á hreinu að
nokkrir rokkaranna vom í miklu uppá-
haldi hjá dómumnum, þar á meðal
Lukas Rossi og Dilana. Magni þurfti að
taka á sínum stóra ef hann ætlaði að
meika það eina viku í viðbót. Kappinn
tók að þessu sinni lagið My Generation
með The Who og fékk prýðisdóma frá
köppunum - þó ekki frábæra. En hann
var ömggari á sviðinu frá fyrri viku og
íslendingar vom að fatta að Magni er
frábær söngvari. í útsláttarþættinum
var Magni ömggur og það var Chris
sem var sendur heim.
VIKA3
Nú voru íslendingar orðnir spennt-
ir. Þriðja vikan hafin og Magni enn
með í spilunum. Það var aldrei
neitt drama í Magna og þegar
það kom að því að velja lög var
kappinn aldrei með neitt vesen.
Heppnin var með Magna að þessu
sinni og fékk hann hið skemmti-
lega lag Plush með Stone Temple
Pilots. Þetta er eitt uppáhaldslag
Magna. Hann hefitr sungið það
milljón sinnum. Magni var ótrú-
legur. Hann kom öllum á óvart
þar á meðal hinum keppendun-
um sem hingað til höfðu ekki litið
á Magna sem ógn. Gömlu rokkar-
arnir í Supemova áttu ekki til orð
og var það þá er Tommy Lee kall-
aði hann MAGNI-FICENT. Kapp-
inn var mættur til leiks og hann
ætlaði að sigra. í útsláttarþættin-
um fékk Magni uppklapp og var
ótrúlegur. Magni var ekkert á leið-
inni heim. Það var Jenny sem var
send þeim eftir þriðju viku.
VIKA4
Magni var orðin stjarna í Rock
Star-þáttunum. Fjórða vikan og
spennan magnaðist. Að þessu
sinni fór Magni í aðeins mýkri gír
og tók lagið Heroes með David
Bowie. Gullfallegt lag í alla staði.
Magni söng það afburðarvel -
eins og fyrri daginn. Hann stóð á
sviðinu með gítarinn og var flott-
ur á því. Útbrenndu rokkararnir í
Supernova settu ekki mikið út á
söng kappans en Tommy botn-
aði ekkert í því af hverju Magni
hreyfði sig svona lítið á sviðinu
og söng með gítar. íslehska hetj-
an var þó ekki í neinni hættu í
fjórðu viku og var það Phil sem
var sendur heim.
VIKA5
Fimm vikur. Vá! Og Magni okkar enn
í keppninni. Þvílíkt og atmað eins.
Hver hefði trúað þessu? Það voru
margir skeptískir er Magni varð fyr-
ir valinu til að taka þátt í þessum
raunveruleikaþætti en hann hafði
sýnt sig og sannað hvað eftir ann-
að. Magni var örlítið þreyttur á svið-
inu og hann tók stóran séns með að
taka Clocks með Coldplay, enda
gífurlega vinsælt lag og rödd Chris
Martins er svo sérstök að erfitt er að
gera lagið að sínu eigin. Jason New-
sted og hinir kapparnir voru þó gíf-
urlega ánægðir með kappann og
sögðu hann vera „solid". Magni var
þó orðinn þreyttur á þessu ef marka
má bloggið hans. Hann saknaði fjöl-
skyldunnar sinnar, Eyrúnu og Mar-
ínó. Strákarnir í Supernova spurðu
Magna hvort að hann ætti eldd eft-
ir að sakna fjölskyldu sinnar ef að
hann ynni keppnina. Magni var
heiðarlegur og sagði að sjálfsögðu
já en að hlutirnir myndu reddast.
Þá kom Tommy Lee öllum á óvart
og tilkynnti að Supernova ætlaði að
bjóða konu hans og syni í heimsókn
til hans. Magni fékk sjokk og svar-
aði einfaldlega: „I'm gonna go cry
now." Þessi viðbrögð Magna voru
nóg til þess að fleyta honum áfram
eina viku í viðbót. Það var Dana sem
fór heim.
VIKA6
Eyrún og Marínó komu í heim-
sókn og var það einmitt það sem
karlinn okkar þurfti á að halda.
Magni fékk að eyða stuttum en
dýrmætum tíma með fjölskyld-
unni sinni og hann nýtti sér það
vel. Þegar það kom að söngnum
þessa vikuna var Magni óstöðv-
anlegur. Hann tók lagið Dolp-
hin's Cry með Live og þvílíkt
performance. Magni söng lagið
órafmagnað. Hann stóð einn á
sviðinu og söngurinn var rosa-
legur. Það hefði enginn trú-
að því að hann gæti gert þetta
svona vel. Magni sló alla aðra út
og gjörsamlega rústaði kvöld-
inu. Hápunktur kvöldsins var þó
þegar myndavélin fór út í sal og
beint á Eyrúnu og Marínó sem
var með heyrnasett. Unaðslegt
móment. Magni var fyrsti kepp-
andinn sem fékk annað upp-
klapp og tók hann lagið aftur, nú
ásamt hljómsveitinni. Það var
ekki síðra. öllum brá er bæði Jill
og Josh voru send heim. Nú byrj-
aði keppnin fyrir alvöru.
Fékk fjölskylduna til sín Tommy Lee og
féiagar skiidu Magna velað vera I burtu frá
konu og barni og flugu þau út til að eyða
tíma með Magna sínum. Hann söng aldrei
jafn velogþá.
VIKA7
Magni okkar er orðin stjama.
Að þessu sinni er keppnin orð-
in frekar stíf. Allir rokkararn-
ir syngja úr sér lungun og frum-
samin lög komin inn í myndina.
Að þessu sinni tók Magni annað
David Bowie-lag. Starman er al-
gjört melódíulag, en Magni gerði
það ekki framúrskarandi vel. Það
var svolítið eins og honum leidd-
ist er hann söng það. Magni fékk
þó ekki alslæma dóma en í út-
sláttarþættinum var hann í fyrsta
sinn í þremur neðstu sætunum.
Magni hirti upp um sig buxurn-
ar og tók lagið Creep með Radi-
ohead sem Lukas Rossi gerði svo
vel. Það var altalað að fólk heima
í stofu í Bandaríkjunum felldi tár
yfir frammistöðu Magna. Hann
var öruggur að þessu sinni en það
var alveg á hreinu að hann þurfti
að gera enn betur í næstu viku ef
hann ætlaði að halda sér inni í
keppninni. Það var hin skrautlega
Zayra sem fór loksins heim.
VIKA8
Og nú vom þau átta. Þessa vikuna
fékk enginn æðislega dóma. Magni
tók Nirvana-slagarann Smells Like
Teen Spirit. Hann fékk alls ekki góða
dóma fyrir frammistöðu sína og lenti
í annað skipti í röð í þremur neðsm
sætunum. Að þessu sinni tók hann
Jimmy Hendrix-lagið Fire og gerði það
með mikilli prýði - þó ekki eins vel og
Creep úr vikunni áður. Ásamt Magna
í neðstu þremur sætunum vom Toby
Rand og Patrice Pike. Á endanum var
það Patrice sem var send heim. Nú er
það að duga eða drepast fyrir Magna.
VIKA9
Já, já, Magni veit hvað hann er
að gera. Hann tók á sínum stóra
og tók Live-lagið I Alone. Hann
gjörsamlega missti sig. Hoppaði
um allt sviðið, fór yfir til Supern-
ova-gauranna og labbaði í gegn-
um salinn eins og Jesús. Tommy,
Jason og Gilby voru alveg að fíla
þetta og að sjálfsögðu heimur-
inn allur. Það verður nú að segjast
að Magni og forsprakki Live eru
stundum fáránlega lfldr. Magni
var landi og þjóð til sóma og þurfti
ekki að hafa neinar áliyggjur að
komast ekki áfram þar sem hann
var með flest atkvæði. Hann var
sá eini sem þurfti ekki að hreyfa
sig um fet. íslenska þjóðin hafði
talað. Ryan Star var sendur heim.
VIKA 10
Úff, þetta er bara of mikið. Magni er
bara alveg að meika það. Hann byrj-
ar þáttinn á laginu Back in the U.S.S.R.