Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2006, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2006, Blaðsíða 6
40 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2006 Sport DV Ætlar sér að komast að Það er óhætt að segja að Valsmenn hafi dottið í lukkupottinn þegar Eyjastúlkan Margrét Lára Viðarsdóttir ákvað að ganga til liðs við félagið haustið 2004. Frá þeim tíma hefur hún skorað 113 mörk í 58 leikjum í öllum keppnum og yfirgefur félagið svo sannarlega á toppnum, sem íslands- og bikarmeistari, marka- drottning og nýr eigandi markametsins í efstu deild kvenna. „Ég kann rosalega vel við mig í Val og það hefur verið tekið rosa- lega vel á móti mér. Ég get ekki neitað því að maður sé orðinn svolítill Valsari þó að ÍBV-hjartað slái alltaf. Þetta er ffábært fé- lag að öllu leyti og það hefur verið heiður að fá að spila með því," segir Margrét Lára. Margrét Lára skoraði 34 mörk í 13 leikjum í Landsbankadeild kvenna í sumar og bætti með því 25 ára met Blikans Ástu B. Gunnlaugsdótt- ur um tvö mörk. Það sem meira er, Margrét Lára skoraði öll þrjú mörk Valsliðsins í bikarúrslitaleiknum auk þess að skora úr sinni vítaspymu í vítakeppninni þar sem Valur tryggði sér sigur og þar með tvöfaldan sigur í deild og bikar. „Ég held að þetta sumar hafl ver- ið framar öllum vonum því maður reiknaði ekki með þessum rosalega mikla árangri. Við sjálfar töldum að við ættum alveg möguleika á báðum titlunum en hvað varðar persónu- legan árangur þá kom hann mér ágædega á óvart. Þetta sumar gætí varla hafa orðið betra," segir Margrét Lára. „Ég var búin að bíða eftír því að verða íslandsmeistari í mörg ár, var búin að lenda í öðru sæti þrjú ár á undan og ég held að það hafi al- veg verið kominn tími á þetta," seg- ir Margrét Lára í léttum tón og bæt- ir við. „Eftir að við unnum Breiðablik og KR í fyrri umferðinni þá viss- um við að við værum komnar í fína stöðu. Þá þurftum við bara að klára þetta," segir Margrét sem hrósar þjálfara sínum Eh'sabetu Gunnars- dóttur mikið. „Beta er búin að gera ifábæra hluti með þetta Valslið því það reiknuðu ekld margir með því fyr- ir tímabilið að við myndum taka báða títíana. Hún þekkir okkur og við þekkjum hana og við treystum henni alveg 100% og ég held að það sé ekki til betri manneskja í brúna eða betri þjálfari fyrir þetta Valslið," segir Margrét Lára en Valsliðinu var spáð sigri í fyrrasumar en varð þá að horfa á eftir títlinum yfir í Kópavog. „Sumarið í fyrra og vonbrigðin þar voru okkur ótrúlega mikil reynsla sem hjálpaði okkur mikið í sumar. Við vorum með hörkulið í fyrra og ef maður ber saman leikmannahóp- inn núna og í fyrra þá kannski gætí maður haldið að liðið í fyrra hafi átt að vinna í staðinn fyrir liðið í ár. Það finnst mér sýna að þetta er ekki bara spurning um hvaða leikmenn mað- ur er með í liðinu sínu því það þarf meira tíi en einhverjar stjörnur. Við fórum þetta á liðsheildinni og vor- um ótrúlega sterkar í sumar." Skemmtiiegasti leikurinn Tímabilið var síðan fullkomnað þegar Valsliðið náði einnig að taka bikarinn af Blikastúlkum en Kópa- vogsliðið vann tvöfalt í fyrra. „Ég held að bikarúrslitaleikurinn sé einn skemmtilegastí leikur sem ég hef spilað. Þama voru tvö ffábær lið að spila. Eftír bikarsigurinn þá fékk maður líka þessa sigurtilfinn- ingu sem maður fékk ekki alveg eftir FH-leikinn. Þama fékk maður þá tíl- finningu að maður væri virkilega að vinna eitthvað og það var mjög gam- an,“ segir Margrét Lára en eins og þekkt var gaf FH-liðið leik sinn gegn Val í lokaumferðinni og fékk Mar- grét Lára því ekki tækifæri til þess að bæta markametið enn frekar og gera það nánast.ósnertanlegt í fram- tíðinni. Höfum unnið í okkar ieik Valsliðið vann 12 af 13 leikjum sínum og skoraði 87 mörk í þessum leikjum eða 6,7 að meðaltali. Flestir tala um ailtof mikinn styrkleikamun á liðum í deildinni en það má þó ekki h'ta framhjá því að Valsliðið var að spila frábæran bolta. „Mér finnst umræðan vera búin að vera þannig í sumar að litíu hðin séu svo léleg en mér finnst við bara vera að spila vel í sumar. Við erum með mjög gott sóknarhð og líka gott varnarhð og höfum verið að vinna í okkar leik í ahan vetur. Beta er búin að vera frábær. Hún.er búin að stilla okkur svo vel saman og fara í öll þessi atriði sem skipta máli bæði varnar- lega og sóknarlega og ég held að það sjáist á árangrinum. Við erum bún- ar að bæta okkur mjög mikið," segir Margrét. Setur miklar kröfur á sjálfa sig Margrét Lára er bara tvítug en gerir sér vel grein fyrir því sem fylgir að vera lykilmaður í sínu hði. „Ég er ein af þessum A-landshðs- stelpum í hðinu og maður setur því mjög miklar kröfur á sjáhan sig á að standa sig og halda hðinu saman. Ég h't á að mitt hlutverk sé að hjálpa samherjum mínum sem hjálpa mér þá til baka og svo að bæta mig sem leikmann," segir Margrét Lára sem hefur verið markahæstí leikmaður Landsbankadeildar kvenna þrjú síð- ustu ár. s „Ég er búin að vera ein uppi á toppi í sumar, ég vissi það alveg fyr- ir sumarið að ég þyrftí að standa mig vel og að það lægi ágætlega mikið á mér í sóknarleiknum," segir Margrét sem auk markanna 34 hefur lagt upp stóran hiuta af hinum mörkunum 53 Margrét Lára Viðarsdóttir lýsir félögum sínum í íslands- og bikarmeistaraliði Vals Við erum eins oa ein stórfíöls sem Valsliðið skoraði í sumar. Verð bara að ráða við allan pakkann „Mér finnst mjög gaman að leggja upp mörk og ef það er ekki bara skemmtilegra en að skora stundum. Það er rosalega gaman þegar maður nær að leggja upp mörk fyrir stelp- umar og þær eru að skora Íflca," segir Margrét Lára sem finnur fyrir pressu en lætur hana ekki hafa áhrif á sig. „Ég er ennþá ung og ég held að þrátt fyrir að ég geri einhver mis- tök þá h'ti fólk bara á sem að þau séu bara eðlileg. Ég er ekki orðinn ein- hver 28 ára reynsluboltí og er enn bara tvítug. Ég held að ég hafi samt mikla reynslu miðað við aldur og mér finnst ég vera að ráða við þessa pressu, allavegana hingað tíl. Ef maður ætlar að verða afreksmaður í einhverri íþrótt þá fær maður press- una og gagnrýnina en að sama skapi kemur jákvæð umfjöllun líka þannig að maður verður bara að ráða við allan pakkann," segir Margrét. Svekkelsi með landsliðinu Það er gaman að spjaha við Mar- gréti Láru sem er með báðar fætur á jörðinni og er metnaðarfull bæði fyr- DV sport fékk Margréti Láru Við- arsdóttur til þess að kynna fyrir okk- ur Valsliðið sem stóð sig svo vel í sumar og vann bæði íslands- og bik- armeistaratitilinn. „Við erum eins og ein stór fjöl- skylda og erum í raun allar syst- ur. Við náum ótrúlega vel saman og skemmtum okkur saman. Þetta er bara ótrúlega skemmtilegt lið og ég hef aldrei komist í tæri við svona góðan hóp. Ég á eftir að sakna þess- ara stelpna þegar ég fer út alveg eins og maður saknar fjölskyldu sinnar," segir Margrét Lára. ÁSTA ÁRNADÓTTIR Varnarmaður 13 leikir „Ásta er frábær karakter í þessum hóp og alveg yndisleg. Það er varla til fljótari leikmaður í deildinni en hún. Hún er eins og klettur í vörninni að hlaupa uppi mann og annan. Ásta var að spila frábærlega í sumar og er nauðsynleg okkar liði." DÓRA MARÍA LÁRUSD. Sóknarmaður 12 leikir, 8 mörk „Dóra María er klárlega tækni- tröhið í liðinu. Hún hefur yfir ótrú- lega mikilli tækni að ráða og er með góðar sendingar. Það er frábært að spila með henni bæði í landsliðinu ogValsliðinu." GUÐBJÓRG GUNNARSD. Markmaður 11 leikir „Gugga er án efa einn af bestu leikmönnum liðsins. Hún er mjög efnflegur markmaður og er ein af þeim sem ég vU sjá að fari út. Hún er á mikiUi uppleið og leggur hart að sér við æfingar og það er gaman að sjá hvað hún leggur mikið á sig sem íþróttamaður." GUÐNÝ ÓÐINSDÓTTIR Varnar-/miðjumaður 13 leikir, 5 mörk „Guðný er Utía dýrið okkar. Það er ekki hægt að stoppa hana þegar hún byrjar og hún er alveg ofvirk. Hún er efnilegastí leikmaður landsins að mínu matí og það verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni því hún á eftir að ná langt." HALLBERA GÍSLADÓTTIR Miðjumaður 11 leikir, 1 mark „HaUbera er mjög skemmtíleg- ur karakter og alltaf með húmorinn að vopni. Hún hefur komið með nýj- an og skemmtílegan anda í þennan hóp. Hún er góður leikmaður og það er hka mjög gaman að henni." KATRÍN JÓNSDÓTTIR Miðjumaður 13 leikir, 7 mörk „Katrín er fyrirliðinn okkar og doktorinn í liðinu. Hún er algjör sniUingur, er með mikla reynslu og nýtír hana inni á vellinum, Hún er mjög mikiU leiðtogi í okkar liði og er mjög góður leikmaður." MÁLFRÍÐUR SIGURÐARD. Varnar/Miðjumaður 13 leikir, 5 mörk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.