Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2006, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2006, Blaðsíða 11
DV Sport FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2006 45 Hvað veistu um Mariu Sharapovu? 1. Hvað er hún gömul? 2. Hvar og hvenær vann hún sitt fyrsta slemmumót? 3. Hvaða tenniskonu vann hún í úr- slitum Opna bandaríska meistara- mótsins á dögunum? 4. Hvar er hún fædd? 5. Hvaða íþróttamerki auglýsir hún? 6. Hvað er talið að hún hafi haft í laun á síðasta ári? 7. Hversu oft í röð hefur hún verið val- in heitasti kvenkyns íþróttamaðurinn í karlatímaritinu Maxims? 8. Hvenær flutti hún til Bandaríkj- anna? 9. Hvaða bandaríski tennisleikari hefur verið nefndur til sögunnar sem kærasti hennar? 10. Hvað er hún há? •Q*Hejejj3ui!ii»s88lBunH'0l •>(3!ppoa /(puv J3 ÖBcJ '6 'buubs ujme uinnpiou ujo>| jeuusq j;qo^ -ujnuisjnoqj qouj euuefnuepueg |p pjnp unq jeöacj eie mu jba unn '8 •jb jnöofj uuejuepun gecj uj|eA qusa jnjoq upn y •(euoj)| ej>|sua!si BQjefip 8'ö epund jjupfinuj oz uin qouj jpa uqh '9 •a>|!N j.isX|6ne unn 'S '!pue|ssny j ueöeAfQ uinuæq jppsej js unH 'Q •ouu3pjeH-u!U3H aupsnf n>jsi6|aq emq uuba unn '£ 'MX)? pue Q.qouj-uopð|quiwj uuba upn 1 •|nuJo6ejp6lJ9upH'i :joa$ Hver er íppónamaðurinn? 1. Hann varð fimm sirmum íslands- meistari og tvisvar bikarmeistari á fyrsm sex árum sínum í meistara- flokki karla. 2. Hann á tvo bræður sem hafa gert garðinn frægan í mismunandi íþróttagreinum, sá eldri sem fótbolta- markvörður og sá yngri sem hand- boltamaður. 3. Faðir hans stóð í marki Valsmanna sem náðu markalausu jafntefli við Benfica á Laugardalsvellinum 18. september 1968. 4. Harm kom mörgum á óvart með því að hætta að spila með þýska liðinu LTV Wuppertal og flytja sig yfir í japönsku deildina þar sem hann lék með Waktmaga í þrjú tímabil. 5. Hannhefur gert austurríska liðið A1 Bregenz að meisturum þrjúáríröð sem spilandi þjálfari. Svar: Dagur Sigurðsson Valsmenn eiga enn möguleika á íslandsmeistaratitlinum og þaö sem meira er; Hlíöar- endaliöið er taplaust í síðustu 11 leikjum sínum í Landsbankadeild karla. Sautjánda og næstsíðasta umferðin fer fram á morgun. FH-INGAR í SÉRFLOKKI FH-ingar geta sett met Verði FH-ingar íslandsmeistarar eru þeir búnir að setja athyglisvert met með því að ná í aðeins sex stig af 18 mögulegum í umferðum 11 til 16 en það er oftast í þeim umferð- um sem liðin tryggja sér íslands- meistaratitilinn. Skagamenn áttu metið áður, en þeir fengu 10 stig í þessum umferðum á leið sinni að lslandsmeistaratitlinum 1984 en hér er miðað við þau tímabil sem þriggja stiga reglan hefur verið við lýði. Áföllin sem hafa dunið á Is- landsmeistaraefnunum virðast loksins vera búin að ná í skottið á þeim. FH-liðið hefur aðeins unn- ið 1 af síðustu sex leikjum sín- um í Landsbankadeildinni eftir 8 sigra í þeim fyrstu 10 og það hefur reynst liðinu nánast ómögulegt að gulltryggja titilinn sem var orðinn þeirra í hugum flestra þegar þeir voru komnir með tíu stiga forskot eftir 10. umferðina. Eiga aðeins stærðfræðilegan möguleika KR-ingar eiga ennþá stærðfræði- legan möguleika á að vinna titilinn TÍUTAPLAUSIR LEIKIRVALS- MANNA 110 LIÐA EFSTU DEILD 1977 16 leikir frá 3. til 18. leik (11 sigrar, 5 töp) -2. sætí* 197818 leikirfrá 1. til 18. leik (17sigrar, 1 jafntefli) - íslandsmeistarar 1985 13 leikir frá 6. til 18. leik (9 sigrar, 4 jafntefli) - Islandsmeistarar 1987 11 leikir frá 8. til 18. leik (5 sigrar, 6 jafntefli) - íslandsmeistarar 200611 leikir frá 6. til 16. leik (5 sigrar, 6 jafntefli) - ??? * Valsmenn voru í I. sætifrá 11. til 17. umferð en jafntefli I lokaumferðinnl kostaði þá möguleikinn á aukaleik um titilinn. Sagan segir Valsmenn vera í meistarafor Að gera góða hluti Willum Þór erbúinn að ná frábærum árangri með Valsmenn. DV-mynd Daniel Á árunum 1978 til 1987 náðu Valsmenn fjórum sinnum að leika á annan tug leikja í röð án þess að tapa og í öll skiptin fögnuðu þeir íslandsmeistartitlinum um haustið. Valsmenn hafa nú leikið 11 leiki í röð og titillinn er enn innan seilingar þó svo að Valssliðið þurfi ekki bara að treysta á sjálft sig heldur einnig að lið Grinda- víkur og Víkinga taki öll stigin út úr leikjum sínum við topplið FH. FH-ingar hafa aðeins fengið sex stig út úr síðustu sex leikjum og gengur illa að koma síðustu fingrunum á bikarinn. Síðast meistarar 1987 Valsmenn hafa ekki unnið titilinn síðan 1987þegar Þorgrimur Þráinsson tók við bikarnum. DV-mynd Brynjar G auti. en afar óhagstæð markatala kemur í veg fyrir að Vesturbæjarliðið bæti 24. íslandsmeistaratitlinum í safn- ið. KR-ingar hafa aðeins skorað 18 mörk í sumar og hvert mark liðsins hefur verið 1,4 stiga virði. Teitur Þórðarson hefur líka náð að þétta varnarleik sinn og hefur KR-vörnin ekki fengið á sig mark í 400 mínút- ur í deild og bikar. Leikir 17. umferðar Lands- bankadeildar karla eru viðureign Keflavíkur og Vals í Keflavík, viður- eign Fylkis og Breiðabliks í Árbæ, leikur ÍA og ÍBV upp á Skaga, leikur FH og Víkings í Kaplakrika og loks leikur KR og Grindavíkur vestur í bæ. Allir hefjast leikirnir klukkan 16 á morgun laugardag. ooj&dv.is Willum Þór Þórsson hefur náð frábærum árangri með Valsliðið þessi tvö ár sem hann hefur verið með það og hann getur enn bætt við titli takist FH-ingum hið ótrú- lega; að glutra frá sér íslandsmeist- aratitlinum. Valsmenn hafa ekki tapað leik í Landsbankadeild síðan á móti Víkingum 5. júní síðastlið- inn og hafa bætt sig með hverri viku sumarsins eftir töp í fyrstu tveimur umferðum tímabilsins. Valsmenn hafa síðan í leikjum í Víkinni unn- ið fimm leiki og gert sex jafntefli og með því að taka sex stig út úr síð- ustu tveimur leikjum hefur læri- sveinum Willums Þórs tekist að vinna upp fjögur stig á FH-inga og koma örlítilli spennu í toppbarátt- una sem hefur verið nánast einka- mál FH-inga í allt sumar. Fæst stig meistaraliða í 11. til 16. umferð* -18 stigl boði I þessum sex umferðum - 6FH2006** 10IA 1984 11 Fram 1986 12 lA 1992 12 KR2002 13 KR2000 13ÍBV1988 13 (A1996 13 (A 1995 Fæst stig meistaraliða í 14. til 16. umferð* - 9 stigí boði I þessum þremur umferðum - 2 FH 2006** 4IBV1998 4Fram 1984 4 (A 1984 5 KR2002 5 Valur 1987 að þriggja stiga reglan var tekin upp 1984 ** Farisvo að FH vinni titilinn BOLTINN I BEINNI VEISLUSALUR afmæli, steggir / gæsir og einkasamkvær POOL & SNOKERf Jafnaseli og Hverfisgötu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.