Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2006, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2006, Blaðsíða 7
DV Sport FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2006 41 hjá stóru liði Hún er besta knattspyrnukona landsins í besta knatt- spyrnuliði landsins. Margrét Lára Viðarsdóttir átti ekki venjulegt knattspyrnusumar því hún bætti markametið og varð bæði íslands- og bikarmeistari með Val. Hún er búin að skora 113 mörk á tveimur sumrum með Val. ir sína hönd sem og sinna liða. Þetta á líka við um landsliðið. „Þetta var mjög gott sumar þó að landsliðið hafi verið viss vonbrigði. Maður vann það upp í leikjunum með Valsliðinu. Við klúðruðum þessu á móti Tékkum og það var mjög mik- ið svekkelsi fyrir okkur. Það eru miklar mannabreytingar í landsliðinu og það eru ungar að koma inn og það tekur ailtaf tíma að finna rétta liðið og réttu leikmennina sem hentar best að spili saman. Ég héld að framtíðin sé björt, við erum margar ungar þama með síðan eldri stelpur í bland þannig að við eigum bara eftir að fara upp á við með landsliðið," segir Margrét Lára og það er ljóst að hún ætíar sér að kom- ast inn á stórmót. Eigum góða möguleika „Það er draumur okkar allra stelp- nanna í landsliðinu að komast með liðinu inn á stórmót og ég vona að það gangi eftir. Ég held að við eigum mjög góða möguleika á að komast inn á næsta stórmót. Ef fólk h'tur á ár- angur 21 árs landsliðsins í sumar þá er framtíðin mjög björt," segir Margrét Lára en bætir við að til þess þurfa fleiri stelpur að komast í sterkari deildir. „Ég vona að fleiri en ég séu að hugsa um að fara út og það var til dæmis mjög gaman að sjá Hólmfríði Magnúsdóttur fara út. Það var frábært fyrir hana og gott skref fyrir íslenska landsliðið að hún sé að prófa eitthvað. Ég vona að fleiri fylgi í kjölfarið því við erum með það sterka leikmenn héma heima að þær geta aliflestar spilað í sterkari déild erlendis." Gerði 4. flokk að meisturum Það er ekki nóg með að Margrét Lára sé Islandsmeistari sem leik- maður hún er einnig annar þjáhari 4. flokks Vals sem varð íslandsmeistari í sumar. „Ég er reyndar aðstoðarþjálfari hðsins en það var mjög gaman að vinna með þeim. Þetta em mjög efni- legar stelpur og þær sýna og sanna efniviðinn sem er á Hhðarenda. Það er rosalega gaman að þjáha og ég hef mikinn áhuga á því," segir Margrét sem nýtur sín einnig sem þjáhari. „Ég reyni bara að þjáhá þær eins og ég get best og reyni bara að brýna fyrir þeim og æfa vel og hugsa vel um sig. Þessar stelpur hafa mildnn metn- að og það er rosalega gaman að sjá þær vera að æfa sig aukalega. Það er frábært fyrir þær að sjá meistaraflokk- inn ná svona góðum árangri í sumar og þær langar að ná svona langt líka," segir Margrét og bætir við. „Það er líka nauðsynlegt fyrir þess- ar stelpur að sjá leikmenn fara út og sjá hvað sé hægt. Ég man eftir því þeg- ar ég var yngri þá voru ekki marg- ir leikmenn að fara út og maður vissi ekki hvað væri í boði fyrir mann. Ég „Beta er búin að vera frábær. Hún erbúin að stilla okkursvo vel saman og fara í öll þessi atriði sem skipta máli bæði varnarlega og sóknarlega og ég held að það sjáist á ár- angrinum.Viðerum búnarað bæta okkur mjögmikið." held að það sé mikilvægt fyrir þess- ar ungu stelpur að vita hvað þær getí náð langt og að þær séu líka að fara út eins og strákamir." Ætlar að reyna að komast til Þýskalands Framtt'ðin er ekki nema að hálfu leyti klár hjá Margréti Lám sem hefur aldrei farið leynt með það að hún ætl- aði að fara út eftir þetta sumar. „Ég reikna með því að fara út hvort sem það verður í janúar eða núna í haust því það á bara eftir að koma í ljós. Ég horfi mikið til Þýskalands og langar að prófa það og sjá hvort ég bæti mig ekld þar. Það væri lfábært að komast að hjá stóru liði. Ég er 100% viss að mig langar út og er tilbúin að taka því sem kemur upp á þar. Ég er mjög spennt fyrir því að fara út og prófa eitthvað nýtt, setja mér ný mark- mið og fá ný tækifæri," segir Margrét sem setur stefnuna hátt. „Ég held að maður geti alveg sett stefnuna svohtið hátt, maður á að gera það og reyna að komast sem lengst. Aðalmálið hjá mér núna er að kom- ast út í gott hð og finna mig vel þar. Ég þarf náttúrulega að sanna mig í þeirri deild sem ég spila í og það er meira en að segja það. Maður er ekkert nafh þama úti, þarf að leggja hart að sér og það er mjög spennandi," segir Mar- grét Lára að lokum, en ef við þekkjum hana rétt þá verða þær ekld margar vikumar þar sem Viðarsdóttir verður óþekkt nafn í þýska boltanum. ooj@dv.is „Ég og Fríða erum þekktar fyrir það að rífast eins og hundur og köttur á æfingum. Hún er með brjálað keppn- isskap og hún er einn af þessum leik- mönnum sem ég myndi velja einna fyrst í liðið mitt. Fríða fer svo langt á keppnisskapinu og það er gaman að fylgjast með baráttunni hjá henni." PÁLAM. EINARSDÓTTIR Varnarmaður 13 leikir, 1 mark „Pála er jaxhnn í liðinu með því- líkar tækhngar og þú ferð ekkert svo glatt framhjá henni. Pála hefur ver- ið að koma sterk inn í sumar eftir að hafa glímt við erfið meiðsli og það er búið að vera gaman að sjá hana rífa sig upp úr þeim. Hún var mjög mikil- væg fyrir okkur í lok sumars." RAKEL LOGADÓTTIR Miðjumaður 13 leikir, 13 mörk „Rakel er líka mjög fyndinn og skemmtilegur karakter. Hún er ahtaf léttíynd og er líka ein af þessum upp- öldu Völsurum sem eru með þvflíkt Valshjarta og hún er alltaf fyrst til að gera eitthvað fyrir félagið eða liðið. Hún er mikilvæg fyrir liðið enda einn af þessum reynsluboltum. Hún skor- aði mörg mikilvæg mörk í sumar sem skiptu miklu máh fyrir okkur." THELMA ÝR GYLFADÓTTIR Sóknarmaður 9 leikir, 5 mörk „Thelma kom frá Skaganum ög hefur verið að koma sterk inn í okk- ar lið. Hún er ein af þessum efnilegu leikmönnum sem ná vonandi langt og hún ætti að geta það." JULIA FLEETING Sóknarmaður 2 leikir, 4 mörk TATIANA MATHEILIER Miðjumaður4 leikir, 1 mark VIOLA ODEBRECHT Miðjumaður 5 leikir, 1 mark „Útíendingarnir hjálpuðu okk- ur heilmikið en ég vil samt meina það að það hafi verið kjaminn í okk- ar hði og liðsheildin sem hafi unnið þessa sigra í sumar. Þær spiluðu bara nokkra leiki með okkur en gáfu okk- ur mikið sjálfstraust og maður vissi að maður væri að spila við hliðina á þýskri landsliðskonu. Það var gaman að spila með leikmanni eins og Violu og í raun mikil forréttindi. Þær unnu ekki titihnn fyrir okkur það voru leik- mennirnir sem voru með okkur aht tímabilið sem gerðu það." ELÍSABET GUNNARSD. Þjálfarl „Beta bindur þennan hóp alveg frábærlega vel saman. Hún er góð- ur vinur ahra í liðinu en nær samt að halda þessari Ijarlægð sem þarf að vera á milli leikmanna og þjálfara. Hún gerir það ótrúlega vel og það skilur það enginn hvernig hún fer að því. Að mínu mati er Beta bestiþjálf- ari landsins og ég held að hún sé ein af bestu kvennaþjálfurunum í Evr- ópu." ooj@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.