Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2006, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2006, Blaðsíða 8
42 FÖSTUOAGUR 15. SEPTEMBER 2006 Sport DV DÓMSTÓLL götunnor Tekst Eiði Smára að vinna sér fast sæti í Barcelona? „Já, ég heldþað. Það tekur bara smá tlma. Hann verður kominn meðfastsætiþegar meistaradeildin byrjar" Sigurður Karisson, rekstrarstjóri og Arsenalmaður „Já, það held ég bara. Það er bara undir þjálfaranum komið hvað hannætlarað nota hann I." Stígur Hannesson, sjómaður. Heldur „Að sjálfsögðu og hannáeftirað gera það mjög fljótt." Heimir Bjarnarson, lífeyrisþegi „Hann á aldrei eftir að getaþað" Helgi Pálsson, atvinnulaus. Heldur með ÍA „Nei, þeir eru bara með ofgóða leikmenn fyrir." Arni Jónsson, nemi. Heidur með Keflavík „Ég held að hann nái því ekki. Eiður hefur ekkineittað gera þarna nema einhver meiðist." Arnar Sigurjóns- son, nemi. Heldur með Keflavik lífeyrisþegi. Heldur með lA „Ég heid það já. Þetta ferhægtafstaðen svofærhannfast sæti." Nína Sigurðardótt- ir, húsmóðir. Heldur með FH „Já.já, það á eftir að gerast fljótlega hjá honum." Sigríður Erla, snyrtifræðingur. Heldur með Víking „Já, örugglega." Helga Þorbjarnar- dóttir og Daníel Blær, húsmóðir og antisportisti „Það er ekki nein spurning.Hannerá góðri leið með það, búinn að skora og svoleiðis." Stefán Jónsson, með fBV Sigurmarkinu fagnað Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær er kominn á fullt á ný eftir áralanga gllmu við meiðsli og hann tryggði Manchester United 3-2 sigur á skoska liðinu Celtic. Vinna bara í Meistaradeildinni Tomas Rosicky, William Gallas andJohan Ojourou fagna hér marki Tékkans en Arsenal vann Hamburg 2-1 á útivelli og hefur unnið alla leiki sína IEvrópukeppninni á þessu tlmabil. Fyrsti deildarsigurinn lætur hins vegar bíða eftir sér. Líflegur þjálfari Valeriy Gazzaev þjálfari CSKA Moskvu létöllum illum látum á hliðarlínunni en lið hans náði markalausu jafntefli við Porto á útivelli. Léttur dans í Miinchen Hasan Salihamidzié fagnar hér skemmtilega fjórða og siðasta marki Bayern Munchen i 4-0 sigri á Spartak Moskvu. Síðasti naglinn Ronald- inho skoraði fímmta og slðasta mark Barcelona gegn LevskiSofia á Nou Camp. Evrópumeistar- arnir verða illviðráðan- legirí vetur. Þrenna ífyrsta leik Fernando Morientes skoraði þrennu gegn Olympiakos i 4- 2 sigri Valencia og er kominn aftur I gang eftir endalaust lánleysi með Liverpool. Fyrsta markið Þjóðverjinn Michael Ballack skoraði sitt fyrsta mark fyrir Chelsea en það úr vítaspyrnu ámóti Werder Bremen. Ekki byrjar það vel Fabio Capello byrjar ekki vel með Real Madrid I meistaradeildinni en liðið tapaði 0-2 fyrirfranska liðinu Lyon I fyrsta leik. Pirraðir kóngar David Beckham og félagar I Real Madrid ætla ekkert að 'breyta út frá venjunni og valda áfram vonbrigðum I Meistaradeildinni. Dv myndir Reuters og NordicPhotos/Getty Finnst verst að eiga ekki vídeó-upptöku af glímunni Júdókappinn Bjami Friðriks- son er fjörtíufaldur Islandsmeistari í júdó og náði einum 'besta íþrótta- árangri Islendings þegar hann vann brons á ólympíuleikunum í Los Ang- eles árið 1984. „Ég á misgóðar minn- ingar frá ólympíuleikum, fór fyrst til Moskvu 1980 og síðast til Barcelona 1992. Ég ætlaði bara að gera mitt besta í Los Ang- eles eins og venjulega en gerði mér fyrirfram eng- ar sérstakar vonir um að komast á pall," segir Bjarni, sem er aðeins einn af þremur íslenskum verðlaunahöfum á ólympíuleikum. „Það er alltaf gaman að rifja þetta upp en mér þykir verst að eiga ekki vídeó-upptöku af þessu. Ég ætla að reyna að koma því í verk að finna hana," segir Bjarni og honum þætti örugglega gaman að sýna mönnum hversu litlu munaði að hann keppti um gullið. „Það munaði bara um nýjar og gamlar reglur að ég kæmist í úr- slitaglímuna um gull- ið," rifjar Bjarni upp en hann var kominn með armlás á Brasilíumann- inn Douglas Vieira. Ég var að bíða eftir að hann gæfist upp. Svo segir dómarinn allt í einu stopp þar sem helmingurinn af skrokknum var kominn út fýrir lín- una. Samkvæmt reglunum þarna var nóg að helmingurinn af skrokknum væri kominn út fyrir hliðarlínu en samkvæmt reglunum í dag er nóg að bara litla táin sé inni á vellinum. Ef hann hefði gefist upp þá hefði mað- ur keppt um önnur verðlaun," segir Bjarni. „Maður fattaði þetta kannski ekki fyrr en daginn eftir að maður var búinn að vinna til verðlauna á ólympíuleikum en ekki bara á ein- hverju móti," segir Bjarni sem segir önnur mót á þessum tíma hafa einn- ig verið eftirminnileg. „Ólympíuleik- arnir í Los Angeles standa vissulega upp úr en líka mót aðeins hálfu ári seinna á Shoriki-cup í Japan þegar ég tapaði í úrslitaglímu fýrir Japan- anum Sukai sem varð heimsmeist- Stærsta stundin ari hálfu ári seinna og næstu tvö ár þar á eftir. Ég náði líka að vinna gull á opna hollenska mótinu sem er A-mót,“ segir Bjarni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.