Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2006, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2006, Blaðsíða 2
36 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2006 Sport DV oskar@dv.is búitmgsldefanum • Þó nokkurs taugatitr- ings er að verða vart í Hafnarfirðinum og þá sérstaklega hjá þjálfara liðsins, Ólafi Jóhannes- syni. FH-ingar hafa nú klúðrað tveimur tæki- færum í röð til að tryggja sér íslands- meistaratitilinn og á meðan hafa lið- in, Valur og KR, í öðru og þriðja sæti, unnið sína leiki. Þegar tveir leikir eru eftir eru Valsmenn fimm stigum á eftir FH en KR sex og eiga aðeins stærð- fræðilega möguleika á titlinum. FH- ingar fá Víkinga í heimsókn næst og geta með sigri tryggt sér íslandsmeist- aratitilinn en hafa skal í huga að liðið hefur aðeins fengið eitt stig úr tveimur leikjum gegn þeim í ár... í * Rflóssjónvarpið gerði íh þau leiðu mistök á laugar- daginn að hætta útsend- /■< ingu á bikarúrslitaleik tlk tt- Hh Va]s og Breiðabliks í VISA-bikar kvenna á Laugardalsvelli skömmu áður en víta- spymukeppnin, sem réði úrslitum, hófst. Það var gert til að aðalfrétta- tíminn riðlaðist ekki. Hart hefur ver- ið deilt á RÚV íyrir þetta og hefur Páll Magnússon útvarpsstjóri beðist af- sökunar opinberlega. Neyðarlegast er þetta þó fyrir Samúel Öm Erlings- son, yfirmann íþróttadeildar RÚV sem fékk gullpenna KSÍ í fyrra fyrir frábæra umijöllun um kvennalöiatt- spymu... • Ljóst er að litlir kær- leikar em á milli krafta- karlanna Hjalta Úrsusar Árnasonar og Magnús- ar Vers Magnússonar. Það kristallaðist í myndinni um Jón Pál sem frumsýnd var í síðustu viku. Ekki var rætt neitt við Magnús Ver í myndinni og honum brá aðeins einu sinn fyrir í mynd. Það er sérstaktþar sem Magnús Ver var jafnvel sigursælli aflraunamaður en Jón Páll og sorg- legt til þess að vita að þeir hafi ekki getað lagt ágreining sinn til hliðar fyr- ir minningu sameiginlegs vinar, Jóns Páls Sigmarssonar... • Framheijinn Marel Baldvinsson, markahæsti leikmaður Landsbanka- deildarinnar, er með sjálfs- traustið í lagi eftir fr ábæra ffammistöðu með Breiða- bliki í sumar. Hann spilaði sinn fyrsta leik með Molde á sunnudaginn gegn Viking í norsku deildinni og lagði upp tvö mörk. Molde fékk vítaspymu í leiknum og var Marel fljótur að grípa boltann og gera tilkafi til að taka spymuna. Hann þurfti hins vegar að láta boltann af hendi til vítaskyttu liðs- ins til undanfarinna fimm ára... Umboðsmaöurinn Ólafur Garðarsson er sá umsvifamesti á ís- landi. Hann hefur komið um 50 leikmönnum úr landi og samið um háar Qárhæðir fyrir þeirra hönd. Nýjasti samningurinn var fyrir Hermann Hreiðarsson sem færði honum rúmar 300 millj- ónir í árslaun samkvæmt heimildum DV. Hefur samið um laun fyrir f ■ n 5 milljar Ólafur Garðarsson hefur verið löggiltur FIFA-um- boðsmaður síðan 1997. Hann hefiir komið um 50 leik- mönnum á samning hjá erlendum félagsliðum og samið aftur fyrir marga þeirra. Alls hefur hann samið um laun upp á fimm milljarða fyrir leikmenn sína á þessum níu árum. Ólafur Garðarsson Reyndasti umboðsmaður Islands sem hefur sent um 50 islenska knattspyrnumenn til erlendra liða á undanförnum niu árum. iÞað er erfitt að skjóta á þetta en mér reiknast það til að ég hafi sam- ið fyrir mína leikmenn um laun upp á rúma fimm milljarða, sagði um- boðsmaðurinn Ólafur Garðarsson að- spurður um það hver upphæðin væri sem hann hefði samið um fyrir leik- menn sína væri. jÞetta eru um fimmtíu leikmenn sem ég hef komið til útlanda og fyrir marga þeirra hef ég samið upp á nýtt,j sagði Ólafur í samtali við DV í gær. Jóhann sá fyrsti Ólafur fékk réttindi löggilts FIFA- umboðsmanns síðla árs 1997 og segir að hann hafi sent sinn fyrsta leikmann út vorið 1998. jFyrstí leik- maðurinn sem ég sendi út var Jóhann B. Guðmundsson sem fór frá Keflavík til enska 1. deildarliðsins Watford. Síð- an þá hafa margir leikmenn farið frá mér og ég hef afitaf átt í mjög góðum samskiptum við félög og leikmenn. Ég man bara ekki eftír því að skugga hafi borið á samstarf mitt við leikmenn eða félög, j sagði Ólafur. Margir landsliðsmenn hjá Ólafi Margir af bestu knattspymumönn- um þjóðarinnar eru á mála hjá Ólafi og má þar nefna Hermann Hreiðars- son hjá Charlton, Ivar Ingimarsson og Brynjar Gunnarsson hjá Reading, Gunnar Heiðar Þorvaldsson hj á Hann- over og Brann-leikmennina Kristj- án Öm Sigurðsson, Ólaf Öm Bjama- son og Ármann Smára Bjömsson. Auk þess em efnilegustu knattspymu- „Ég er kannski ánægð- asturmeð samninginn sem ég gerði fyrir Her- mann Hreiðarsson við Ipswich viku áður en enska úrvalsdeildin hófst árið 2000." menn þjóðarinnar, Bjami Þór Viðars- son hjá Everton og Rúrik Gíslason hjá Charlton, á samningi hjá Ólafi. jÞað er gaman að fylgjast með þessum ungu strákum sem munu marg- ir hverjir mynda framtíðarlands- lið íslands. Þeir em afar efnilegir og hafa alla burði til að ná langt, j sagði Ólafur og nefnir þar sérstak- lega Bjama Þór, Rúrik og Theódór Elmar Bjamason og Kjartan Henry Finnbogason sem em hjá Celtic. Ánægðastur með Hermann Aðspurður um hvaða samning- ar stæðu uppúr sagði Ólafur erfitt að gera upp á mifii. jÉg er kannski ánægðastur með samninginn sem ég gerði fyrir Hermann Hreiðars- son við Ipswich viku áður en enska úrvalsdeildin hófst árið 2000. Nýi samningurinn hans við Charlton er líka góður en ég er líka gríðar- I lega ánægðm með samninginn sem ég gerði fyrir Gunnar Heiðar hjá Hannover, j sagði Ólafur. oskar@dv.is W' m Hermann Hreiðarsson Ólafur Garðarsson hefur samið fyrirhann undanfarin ár, og gerði nú síðast þriggja I ára samning vlð Charlton sem færir honum milljarð ílaun samkvæmt heimildum DV. Getty Images/Nordic Photos H Gunnar Heiðar Þorvaldsson Ólafursamdi fyrir Gunnar Heiðar þegar hann fór frá sænska liðinu Halmstad til þýska liðsins Hannover i sumar. Heimildir DV herma að árslaun Gunnars Heiðars séu ekkiundir lOOmilljónum. Draumalið Snorra Steins Guðjónssonar I landknattleikskappinn Snorrí Steinn Guðjónsson er einn af lykil- mönnum íslenska landsliðsins sem tekur þátt í heimsmeistarainótinu í Þýskalandi í byrjun næsta áfs. Snorri Steinn hefur undanfarin ár leikið í þýsku deildinni, fyrst með Gross- wafistadt og nú Minden og þekkir því hvem krók og kfina í þessari bestu deild heims. DV Sport fékk Snorra Stein til að stilla upp draumaliði sínu íþýsku l.deildinni. Markvörður: Carsten Lichtlein, Lemgo „Hann er þýskur landsliðs- maöur sem spilaði með mér tvö ár f Grosswallstadt. Hann ergriðarlega efnilegur. Hann átti reyndar ekki sitt besta timabil á síðasta ári en ég á von á þvíað hann verði sterkur í ár.“ Vmstri hornamaðun Guðjón Valur Sigurðsson, Gummersbach „Hann er einfaldlega besti hornamaðurinn i heiminum I dag. Hann erótrúiega fijótur og frábær I hraðaupphlaup- Vinstri skytta: Nikola Karabatic, Kiel „Hann var lykilleikmaöur hjá Kiel i fyrra sem og franska landsliðinu. Hann er grlðarlega öflug skytta og sterkur vamarmaður!1 Miðjumaðun Stefan Lövgren, Kiel „Þessi sænski snillingur er frábær leikstjórnandi og mikill leiðtogi." Hægri skytta: Einar Hólmgeirsson, Grosswallstadt „Hann er skotfastasti leikmaöur I heiminum. Það nægir mér.“ Hægri homamaður: Alexander Peterson, Grosswallstadt „Það er ekki hægtað finna betri mann til að vera meðl liði. Hann er ótrúlega vinnusamurog frábær varnarmaður." Línumaðun MarcusAhlm, Kiel „Svii sem er að minu mati besti linumaður í heiminum í dag, bæði i vörn og sókn“ Varamenn: Snorri Steinn Guðjónsson, Minden og Róbert Gunnarsson, Gross- wallstadt J fyrsta lagi til aöhafa húmorinn í liöinu i lagi og i öðru lagi erum við ágætirí handbolta." Ole g Veleky, Kronau- Östringen „Hann er besti sóknarmaður- inn I deildinni i dag.“ Þjáifari: Alfreö Gíslason, Gummers- bach „Ég þekki hannnú ekki mjög mikið afeigin raun en það sem ég þekki til hans er alveg toppur. Hann erfrábær þjálfari i alla staði. Svo er hann mjög virtur hér i Þýskalandi. Það er nánast sama hvern ta/að er við og það segir meira en mörg orð.“ Guðjón Valur Sigurðsson amaBB—n Carsten Lichtlein Alexander Peterson Nikola Karabatic Markus Ahlm Stefan Lövgren Einar Hólmgeirsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.