Nýr Stormur - 30.06.1967, Blaðsíða 3
SAGA
ALÞINGI
1000 ÁRA
Elzta þjóðþing veraldar á 1000 ára afmæli um þessar mundir.
Mikil hátíðahöld á hinum forna þingstað, Þingvöllum.
FÖSTUDAGUR 30. júní 1967
Fasistalei5toginn Mussolini og svartstakkar hans á fundi á ítaliu. Er hann nýr Nero eða aðeins gasprari?
Fasistaleiðtoginn MUSSOLÍNI
stjórnarformaður Italíu
Victor Emanuel konungur hefir falið leiötoga hins fasistíska minnihtuta að mynda stjórn,
eítir að Lugi Facta hefur dregið sig til baka.
Róm, 31. október 1922
Victor Emanuel konungur hefur í
daa beðið foringja „fasístaflokksins"
^enito Mussolini um að mynda nýja
fíkisstjórn, eftir að sú stjóm sem
var við völd gafst upp.
HiS pólitíska ástand á Ítalíu
hefir verið mjög ótryggt og
sPennt síðan styrjöldinni lauk.
Jafnhliða því, að stjórnskipun
Italíu er svo ung að, árum og
einnig vegna þess að menn eru
almennt óánægðir með hlut-
ur hennar fyrir borð borinn, hef-
’r betta orðið til að magna óá-
Friðnr tryggður
í Vestur-Evrópu
Locornosamningurinn
undirritaður í dag.
■London, 1. des. 1925
Þýzkaland, Frakkland, Belg
ia, England og ítalía, liafa í
ðag undirskrifað samning í
brezka utanríkisráðuneytinu,
sem var samþykktur á ráð-
stefnu í Locarno 5.—16. okt.
síðastiiðinn.
Boðið til þessarar ráðstefnu
kom frá Þýzkalandi og hin
''fannefndu lönd, ábyrgjast í
félagi landamæri |)au, sem á- j
' -Veðin vortrí Vei salasáttmál-
| anum og ábyrgjast frið í
| Evrópu í framtíðinni.
nægju með stjórnarfarið og á-
standið almennt. Hinn nýi flokk
ur, „fasistar“ hafa því hlotið
mikinn hljómgrunn, þótt mönn-
um finnist þeir öfgafullir og ó-
bilgjarnir.
ítalý.' eru þess vel minnugir
að þeir voru sigurvegaral- í heims
styrjöldinni miklu, ásamt banda
mönnum sínum. Þeim finnst að
þeir hafi verið settir skammar-
lega hjá og sviknir um hlutdeild
í ávöxtum sigursins, en gleyma
því jafnframt, aö hlutur Ítalíu
í ófriðnum þótti heldur léttvæg-
ur.
Aö styrjöldin lrefir haft alvar-
leg áhrif á'efnahag landsins, hef
ir ekki gert ástandið betra póli-
tiskt séð. Fasistarnir hafa risið
gegn hinu „smáborgaralega
sleni“ og þeir hafa sett barátt-
una gegn bolshevismanum á odd
inn og fengið stuöning verka-
manna með því að lofa að vinna
að því að koma iðnaðinum af
stað og greiða hærri laun.
Maðurinn sem nú er foringi
stjórnarinnar í Róm, er maður-
inn serú' stóö fyrir hinni hálfbros
legu „göngu til Rómar“, sýningu,
sem átti fyrirmynd sína úr hin-
um gömlu sigurgöngum róm-
versku hefforingjanna til Róm.
Fyrirmynd ítölsku fasistanna
er hin sígilda Róm, með veldi
sínu og stolti og hinum fornu
h ernaðarvenj um.
Nafn flokksins er fengið úr
sögunni. Fasces var nafnið á
stafabúnti sem úttaoðsmenn báru
og út úr því gægðist öxi, svona
til að minna á, að ef eklci nægði
að dangla í menn með stöfunum
til þess að fá þá í hernaðinn,
væri öxin til staðar, til að lægja
í þeim þrjóskustu. Lýðræðislegt
tákn er það ekki.
Foringinn, Mussolini, er lítill
þéttvaxinn og dökkhæröur mað-
ur með tinnudökk augu og and-
lit, sem menn þekkja svo vel.
Fastmótað af langri æfingu fyr-
ir framan spegil. Hann hefir ver
ið skólakennari, múrarasveinn
um tíma og nú síðast ritstjóri í
Mílanó.
Hann mun vera snjall og
hættulegur ræðumaður, með
mikla hæfileika til að hrifa með
sér ósjálfstæða tilheyrendur.
Þetta allt virkar hálf barna-
lega og menn spá þessum span-
gólandi Cesar ekki mikilli fram-
tíð.
.Adolf Hitler í fangelsinu í Landsburg
Reykjavík júní 1930
Mikil hátiðahöld stan<ta nú yfir á
hinum forna þingstað ísiencnnga,
sem nú halda upp á 1000 ára afmæli
elzta þjóðþings í heimi. Fjölmargir
erlendir gestir eru komnir til lands-
ins til að vera viðstaddir hátiðahöld-
in og konungur Isiands og Danmerk
ur, Kristján X, er viðstaddur hátiða-
höldin.
íslendingar hafa undirbúið
hátíðahöldin í langan tíma og
vandað til þeirra svo sem kostur
er á. Fjölmargir fulltrúar er-
lendra þjóðar eru staddir hér,
vegna hátiðahaldanna og . allir
sem vettlingi geta valdið eiga
heimangengt þyrpast á Þingvöll
til að vera viöstaddir hin miklu
hátíðahöld.
Forseti sameinaös þings. Ás-
Berlin, 30. jan. 1933
Hver er hann, hinn nýi rikiskanzl-
ari Þýzkalands? Foringinn fyrir
stærsta flokknum og leiðtogi þjóðar-
innar um ókomna framtíð. ÞaS er
erfitt að gera sér hugmynd um mann
inn i gegnum þann helgihjúp, sem
sveipar umhverfi hans.
Hann er fæddur í Braunau í
Austurríki og hann var 18 ára
þegar hann fór til Vín til þess
að verða listmálari. Hæfilðfka í
þá átt hefir hann áreiðanlega
litla, því að hann gerðist húsa-
málari og varö sérhæfður í vegg
fóðrun.
Árið 1912 fór hann til Munch-
en og 1914 gaf hann sig fram til
herþjónustu í þýzka hernum.
Störf hans í heimsstyrjöldinni
eru umdeild.
Flokkurinn heldur fram sér-
stöku hugrekki hans, en aðrir
segja að hann hafi orðið scr
úti um störf, scm hjúkrunar-
maður að baki víglínunnar og
hann hafi í rauninni stolið
járnkrossinum, sem hann
gjarnan skreytir sig með.
Misheppnuð bj’ltingartilraun
í Munchen
Stuttu eftir stríðið varð hann
geir Ásgeirsson stjórnar hátíð-
inni og hafa landinu verið færð-
ar heillaóskir og gjafir frá fjöl-
mörgum þjóðum. Meðal gjafa
má helzt nefna ljósprentun af
hinu merkasta allra islenzkra
handrita, Flateyjarbók, sem Dan
ir gáfu og svo mikla styttu af
Leifi Eiríkssyni heppna, sem
Bandaríkjamenn færðu þjóðinni
að gjöf.
Hátíðahöldin fóru mjög vel
fram og var mikið fjölmenni á
Þingvöllum. Hafa þessi hátíða-
höld vakið athygli víða um heim,
því að það þykir merkisatburður,
að haldið skuli upp á 1000 ára
afmæli þings einnar þjóðar, þar
sem þá var lítið um lýðræðisleg
þing, heldur konungsstjómir í
flestum löndum, eða þaðan af
verra.
meðlimur nr. 7 í litlum flokki
„Rautsche Arbeiterparti", og
stuttu síðar formaður og árið
1920 lagði hann fram stefnuskrá
fyrir þjóðernisjafnaðarmanna-
flokkinn. í nóvember 1923 reyndi
hann að gera byltingu í Munch-
en og fara til Berlínar og taka
völdiri. Byltingin misheppnaðist
og þátttakendur fullyrða að Hitl-
er hafi við það tækifæri komið
fram eins og hlægilegur fábjáni.
Fimm ára varðhald var refs-
ingin fyrir byltingartilraunina
og foringi nazistanna var færð-
ur í Landsberg fangelsið ásamt
Rudolf Hess. Þar skrifaði Hitler
bókina „Mein Kampf“, ruglings-
legt verk, fullt af ósönnum og ó-
sannanlegum fullyrðingum og
fáránlegum kenningum um mik-
illeik Þýzkalands, foringja kenn
inguna, baráttuna gegn Gyðing-
um og kommúnismanum. Þetta
einkennilega verk er nú biblía
nazistanna.
Eftir níu mánaða fangelsisvist
var Hitler látinn laus og endur
skipulagði hann flokkinn með
mönnum eins og Strasser, Gör-
ing og Rhöm, sem nánasta sam-
MÁLARASVEINN VARÐ
EINRÆÐISHERRA
Hver er hann — sterki maSurinn í Þýzkalandi? — Fékk fimm
ára fangelsisdóm fyrir byltingartilraun — Látinn laus eftir
níu mánuSi. — Ræður hann örlögum Evrópu í framtíðinni?
Framh. á bls. 7.