Nýr Stormur


Nýr Stormur - 30.06.1967, Blaðsíða 5

Nýr Stormur - 30.06.1967, Blaðsíða 5
FöSTUDAGUR 30. júní 1967 ^ÍORNUR .......... 1 NÝR | 4TORMUR Útgefandi: Samtök óháðra borgara : | Ritstjórar- Gunnar Hall, simi 15104 og Páll Flnnbogason, ábm. i Rítstj. og afgr Laugav. 30. Sími 11658 Auglýsinga- og áskriftarsími: 22929 Vikublað — Útgáfudagur: föstudagur H Lausasöluverð kr. 10.00. Askriftarverð kr. 450.00. | Prentsmiöjan Edda h.í. ‘'MiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiimmiiiiiHmiimiiiiiitmmmiimiiiiimmiiiiiiimiitm'F Sjálfstæðisflokkurínn og hrossið Fyrir mörgum árum birtist í sænska kýmniblaðinu Strix mynd af dýralækni og veiku hrossi. Hrossið hafði kvilla einn, sem kallast „snivel“ (nasasjúkdómur) og læknirinn stóð andspænis með hvítt duft í skál og glerpípu og bjó sig til. þess að blása duftinu upp í nasir hrossins. Undir mynd- inni stóð svo þessi texti: Hvernig færi ef hrossið blési fyrst? Já, hvernig færi? Yfir- læknir okkar í þjóðmálaveik- indunum, Sjálfstæðisflokkur- inn, hefur gert ítrekaðar til- raunir til þess að lækna hross- ið, en það hefur alltaf blásið fyrst. Það hefur ekki eingöngu blásið öllum læknisráðum flokksins út 1 veður og vind, heldur hefur það samtímis blásið yfir hann haus eigin ólyfjan, svo að nú er þannig komið, að ef Sjálfstæðisflokkn um verður ekki vænst nema annars eða meira til viðreisn- ar þjóðinni heldur en af hin- um flokkunum. Sjálfstæðis- flokkurinn hóf göngu sína und ir kjörorðinu „Ger rétt, þol eigi órétt!“ Hann hafði meira að segja þessi orð máluð á vegginn yfir ræðustólnum 1 fundarsal sínum. En honum gekk sorglega illa að breyta eftir þeim. Hrossið blés alltaf fyrst, og viðleitni ráðamanna flokksins í þessa átt varð æ fálmkenndari og meir og meir hikandi. Þessi einföldu lífs- sannindi urðu ráðamönnunum til angurs og ama með hverj- um þokudeginum sem leið, OG SVO VAR MÁLAÐ YFIR ÞAU! Þegar úr hófi keyrir um ó- stjórn á málefnum þjóðarinn- ar og enginn fær dulið sig þeirrar staðreyndar, að stjórn arstefna valdhafanna mótast af ábyrgðarlausum loddara- brögðum og lýðskrumi, þá læt ur allur almenningur sér blöskra, hversu það séu „slæm ir menn“, er valizt hafa til for ustu í almennum málum. En við nánari athugun mun flestum verða ljóst, að hin giftusnauða stjórn á málefn- um almennings er með nokkr- um hætti sjálfskaparvíti þjóð- arinnar sjálfrar. Valdhafamir verða raunverulega ásakaðir fyrir mannlegan veikleika en ekki fyrir ásetningssyndir eða beinan illvilja. Aðal baráttumál Sjálfstæð- isflokksins í kosningunum var að forða fólki frá að kjósa Framsóknarflokkinn vegna þess að Eysteinn myndi strax að kosningum loknum taka upp skömtun. Hvers vegna þurfti Eysteinn að fara að skammta fyrst Bjarni formað- ur var búinn að draga svo mik ið í búið, að þar draup smjör af hverju strái. Ósannindavað- al log lélegur áróður ein- kenndi Sjálfstæðisflokkinn og málgögn hans í kosningunum og fengu Bjarni formaður og flokkurinn uppskeru í sam- ræmi við það. Hin gömlu slag- orð flokksins um gætnina, fyr- irhyggjuna, kjölfestuna og „stétt með stétt“ eru orðin eins og vörumerki á tómum kassa, innihaldslausir TAL- KÆKIR, sem vekja jöfnum höndum skop andstæðinga og meðaumkun vina. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ekki lengur „tröllatrú á skynsemi fólks- ins.“ Hann hefur trú á hugs- anadeyfð og vanafestu þeirra kjósenda, sem fyrir mátt áróð ursins láta blindast af skamm- sýnni hagsmunavon. Ef menn vilja forðast ein- hverjar sérstakar stefnur, er þaö ekki neitt heillaráð, að setja sig í sem mesta andstöðu við allt í stefnunni, eins og hún væri gjörsneydd öllu gildi og fara að búa til eins konar nýja djöflatrú. Því er svo und- arlega farið, að andstæður í þjóðfélagsmálum virðast fyrr eða síðar verka eins og segull hvor á aðra og því meiri sem fjandskapurinn er á milli þeirra því fastari verða faðm- lög þeirra, sem yfirsterkari verður. Augljósasta dæmi þessa er samstjórn Sjálfstæðis manna og Kommúnista sem hófst í október 1944. Bezt væri því eí íslenzka þjóðin gæti bú- ið við hófstjórn, en hvorki við ofstjórn né vanstjórn eins og hún gerir 1 dag. 0 Foringjar stjórnmála- flokkanna og blöð þeirra sleikja nú sár sín eftir kosn ingarnar. Er þar helzt um að ræða formenn þeirra og eru þeir allir í einum hópi, nema formaður Alþýðu- bandalagsins, Hannibal Valdimarsson. Að vísu virðist helzt líta út fyrir, að þeir hafi svift Hannibal þessari stöðu, sem Alþýðubandal.menn höfðu kjörið hann til ^ lögmætan hátt. Ekki er þó’til þess vit- að að flokksstjórn Alþýðu- bandalagsins hafi svift hann henni, eða hafi í hyggju að gera það. Helzt er þó að skilja, að Magnús Kjartansson sé nú foringi þess flokks og er þó ekki til þes vitað að hann hafi nokkurt umboð til að koma fram sem slíkur; hvorki í umboði Reykjavík- urdeildar Alþýðubandalags ins, séni komst' í hendur kommúnista með gamal- kunnum og klassiskum ráð- um, eða heildarsamtakanna. Það cr því í hæsta máta furðnlcgt og á sér engar for sendur, að liann skuli kvadd ur al' útvarpi og sjónvarpi til að túlka málstað þess, en það er tekið til nánari at- hugunar á öðrum stað hér í blaðinu. Forusta Magnúsar í kosn- ingunum í Reykjavík brást, algjörlega og var þó ekkert til 'sparað. Forusta Bjarna formanns, sem er löglega kjörinn formaður Sjálfstæð isflokksins brást svo gjör- samlega, að miklar líkur eru til að hann yrði að hverfa úr formanssætinu, ef lýðræðisreglur giltu í Sjálfstæðisflokknum á sama hátt og til dæmis í íhaldsflokknum brezka, en þar varð Sir Alec Douglas Hume að láta af störfum eftir svipaðan kosningaósig ur, eins og menn muna. Emil Jónsson er orðinn ósigrunum svo vanur, að ekki er tiltökumál, þótt kjós endur láti í ljós óbeit sína á honum og auðvitað sýna kosningaúrslitin að hann verði að víkja tafarlaust fyrir Gylfa og Eggert Þor- steinssyni. EYSTEINN GERÐUR AÐ GRÝLU Þótt ekki sé hægt að segja að Framsóknarflokk- urinn hafi beðið beinlínis kosningaósigur, eru þó kosn ingarnar alvarleg áminning til flokksins um, að betur megi ef duga skal, að sann- færa kjósendur um að flokk urinn sé sá er koma skal. Vafalaust renna ýmsar stoðir undir það, flokknum varð ekki betur ágengt en raun bar vitni um, aðrar en þær, að formaður flokksins sé orðinn óhæfur til for- ystu. Þótt formaður flokksins sé óumdeilanlega mikilhæf- ur maður og góðum gáfum gæddur, auk þess að vera einn af heiðarlegustu stjórn málamönnum íslendinga á þessari öld, þá hefir hann ekki þann persónuleika til að bera að hann geti haldið , .sauw.n ,. s,tój;um flokki til lengdar í stjórnarandstöðu. Eysteinn var orðinn því svo vanur að vera í stjórn, að hann gat varla ímyndað sér að annað ástand gæti staðið til leþgdar. Andstæðingar Eysteins hafa líka djöflast á, honum af miklum móði og hefir tekizt að gera hann að eins konar grýlu, sem þeir hræða borgarbúa með, vegna þess að hann var svo óheppinn að vera í stjórn allan þann tíma, er íslend- ingar höfðu naumast til hnífs eða skeiðar og þurftu á erlendri aðstoð að halda árum saman til að halda í sér lífinu. Eysteinn átti enga sök á öllu klúðrinu, sem nýsköp- unarstjórnin lpt eftir sig, en varð að taka við afleið- ingunum og óvinsældunum. Stjórnarliðar hafa haft það fyrir eftirlætisíþrótt sína, að telja fólki trú um, að höft og hömlur væru hjartans mál Eysteins og skipti engu máli hvort þeirra væri þörf eða ekki. Eysteinn er heldur eng- inn áróðursmaður á borð við Jónas Jónsson eða Her- mann Jónasson og skipulag ílokksins er meira og minna í molum. Dagblað flokksins hefir og lagt meiri áherzlu á að byggja sig upp sem ♦ fréttablað og fengið við það aukna útbreiðslu í bæjun- um. Hinsvegar hefur blaðið lagt litla áherzlu á stjórn- ♦ mál og má vissulega rekja ■ úrslit kosninganna að miklu leyti til þess. Vafalaust liggja fleiri drög að því að sókn flokks- ins stöðvaðist í kosningun- um og ekki hvað síst, að flokkurinn lagði ekki fram nógu skýrt og afmarkað stefnumið. Flokkurinn er svo hepp- inn, að þurfa ekki að taka þátt í nýrri ríkisstjórn, þótt vafalaust væri æskilegast að svo væri, það er að segja ef um þjóðstjórn yrði að ræða. Nú hafa Framsóknar- menn fjögur ár til stefnu að endurskipuleggja flokk sinn og verða vafalaust ein- hver mannaskipti 1 foryst- unni. Þetta er í stuttu máli það, sem leikmaður getur helzt ráðið úr rúnum þeim, sem íslenzk stjórnmál eru í dag. Þau eru raunar svo óráðin gáta, að forráðamenn flokk anna eru eins og stórir drengir, sem hafa fallið á prófi (og reyna að leyna skömm sinni. ÁLLINN OG ATVINNAN Orðskrípi það, sem ein- hver misvitur maður leiddi inn 1 íslenzka tungu yfir al- umin, er fyrir tilverkn- að blaðanna búið að festa rætur. íslendingar munu þó vonandi halda áfram að flytja út sinn ál í vaxandi mæli, en útlendingar munu annast um hinn álinn. Það er grátbroslegt að lesa fögnuð Mbl. yfir stofn- un verksmiðjunnar og yfir þeirri atvinnu, sem hún mun veita íslendingum í framtíðinni. Það hrósar nú fyrir skemmstu íslenzku ál- mönnunum eða álunum fyr ir hina miklu framsýni sína, að hafa séð fyrir að atvinnu leysi væri framundan og hafa tryggt nokkur hundr- Framh. á bls. 6 I

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.