Nýr Stormur - 30.06.1967, Blaðsíða 7
FöSTUDAGUR 30. júní 1967
GUNNAR HALL:
Þættir úr stjórnmálasögu
íslands eftir árið 1900-
Fánamálið
Engar sögur fara af því,
hvort ísland hafi haft nokkurt
skjaldarmerki eða innsigli á
lýðveldistímanum eða ekki, og
má sennilega gera ráð fyrir, að
svo hafi ekki verið. Þegar
Gizur Þorvaldsson var skipað-
Ur jarl á íslandi (1258) fékk Há
kon konungur honum merki
og lúður, og var merkið eitt af
kennitáknum jarlanna í þá
daga, en þess er eigi getið
hvernig þetta merki hafi ver-
ið, hvort það hafi verið kon-
ungsmerkið norska eða eitt-
hvað annað mevki. Árið 1279
var Hrafn Oddsson gerður
merkismaður og skipaður yfir
Island; má að sjálfsögðu gera
ráð fyrir, að honum hafi einn-
ig verið fengið merki, þótt eigi
sé þess getið, og þá auðvitað
því síður hvernig það hafi ver-
ið.
Eins og kunnugt er var
flattur þorskur seinna meir
tekinn upp í merki íslands, og
hafa flestir ætlað það merki
stafi frá 16. öld, en af ýms-
um atriðum virðist þó mega
ráða, að það sé talsvert eldra
að uppruna. Á íslenzku skinn-
handriti einu, sem skrifað er
nál. 1360, er dregin upp mynd
af flöttum þorski úti á spássíu,
án þess að hún standi í nokkru
sýnilegu sambandi við efni
bókarinnar, og virðist myndin
með vissu vera gerð um sama
leyti og skinnbókin er rituð og
af sama manni og er þetta sú
langelsta mynd af þorskinum,
sem menn vita til. Þá kemur
þorskmyndin næst fyrir í inn,-
sigli íslandsfarafélagsins í
Hamborg nál. 1500, og á þar
eflaust að tákna samband fé-
lagsmanna við ísland, því um
þær mundir var skreið aðalút
flutningsvara landsmanna. —
Vorið 1550 sendi Kristján III.
Danakonungur Islendingum
innsigli með Lauritz Mule fó-
geta, og fylgdi því bréf dags.
28. janúar s.á., þar sem hann
þakkar landsmönnum trúa
fylgd og hollustu í siðaskipta-
málinu og lætur í ljósi þá ósk,
að þeir noti innsiglið við opin-
berar bréfagerðir, er varði
landið og þjóðina, og að það
sé falið 6 .eða 8 valinkunnum
mönnum til geymslu, svo það
sé ekki vanbrúkað. Af bréfi
þessu verður þó ekki séð hvern
ig innsiglinu hefir verið hátt-
að, né heldur, hvort upptökin
til sendingarinnar hafi verið
hjá landsmönnum eða kommg-
inum, en hið síðara virðist þó
sennilegra. Engin bréf né skjöl
eru heldur til frá þessum tíma,
er sýni þetta innsigli, svo
að menn viti til, enda virðist
það ekki hafa orðið langætt,
því 42 árum síðar, á alþingi
1592, var Jóni lögmanni Jóns-
syni falið á hendur að fara ut-
an og bera undir konung ýms
nauðsynjamál landsins, og þar
á meðal var það eitt í erindis
bréfi hans að fá innsigli handa
landinu. Af þessu virðist mega
(Framh. í næsta blaði).
• e • •
!SSSSSSSSS£SSSSSSSSS£SSSSSSSSSSSSSSSSSSS£SSS£S£SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSil
A UQL ÝSIN6
um breytt símanúmer lögreglustjóraembættisins
í Reykjavík
Frá og með 19. júní verða símanúmer
embættisins sem hér segir:
Aöalsími (19 línur) 10200
Lögregluvarðstofa 11166
Skráning bifreiða 16834
Sjá nánar í símaskrá.
Lögreglustjórinn í Reykjavík,
15. júní 1967.
^S£SSS£SsS£SSSSS£SSSSS£SSS£SSSSSSS£SSSSSSSSSSSSSSSSS£SS:
UUitUKItiíUliiUiUmiiuiiUiiSKimiMSUmKniSiiiltiKK
AÐ SIGRA
Uftetair Winston Ctiurctiill í 25 ár, lord Moran hctir birt opinberlega dagbækur sínar
og niHn Nýr stoirmur blrta útdrátt úr þeim, næstu vlkurnar. Ðaghækur Lord Moran Hafa
vakid geysitega atbygli, þvíað níönnum er enn t svo fersku minni þetta mesta mikil-
menni 20. aklarinnar, sem breitti gangi mannkynssbgunnar með persönulelka sinum.
EM
DEYJA
Churchfll og Roosewelt eru í
Casablanca til aS reyna að koma á
saettum á milli de Gaulle og yfir-
hershöfðingja franska hersins í
Norður Afrlku og hér heldur Ifflœkn-
ir Churchills áfram dagbók sinni:
22. janúar 1943.
Það var ekki auðvelt að fá de
Gaulle til Afríku. Þess vegna var
Anthony Eden fengið það hlut-
verk að telja hershöfðingjann á
að fara til fundar við Churchill,
Henry Giraud og forseta Banda-
rikjanna, en de Gaulle var alls
ekki á því að láta sig. Það var
fyrst er forsætisráðherrann
sendi símskeyti til London um,
að ef hershöfðinginn yrði ekki
samvinnuþýðari við bandamenn
í framtíðinni, myndu þeir verða
neyddir til að láta hann sigla
sinn sjó — þá fyrst sá de Gaulle
sitt óvænna. Hann kom í morg-
un og var mjög kuldalegur. Hálf-
ur dagurinn fór í að fá hann til
að hitta Giraud, en það var eins
°g að toga í staðan hest. Samtal
hans við forsætisráðherrann
tókst lítið betur. Þegar hann
gekk hnakkakertur niður stíginn
frá húsinu með nefið upp í loft-
iS, sagði Ohurchill tarosandi við
mig:
„Land hans hefir gefið upp
orrustuna og sjálfur er hann
flóttamaður og ef við látum
hann róa. er búið með hann. En
hsíö bara á hann, sjáið hann!“
endurtók Churchill. „Hann gæti
alveg eins verið Stalín með sínar |
200 divisionir bak við sín orð. •
Eg var reiður við hann og sagði
honum að ef hann vildi ekki
vinna með okkur, vildum við ekk
ert hafa meira með hann að
gera.“
„Hvað sagði hann þá?“ spurði
ég.
„O, það virtist engin áhrif
hafa á hann,“ sagði forsætisráð-
herrann. „Nærvera mín og ógn-
anir höfðu engar verkanir.“
Harry Hopkins hafði sagt mér
í spaugi, að de Gaulle héldi sig
vera í beinum ættlegg frá Jeanne
d’Arc. Eg sagði forsætisráðherr-
anum þetta, en hann hló ekki —
hugsunin virtist honum ekki frá
leit. „Frakkland án hers, er ekki
Frakkland. De Gaulle er hið lif-
andi tákn þessa hers. Ef til vill
það síðasta," sagði hann sorg-
mæddur.
Þrátt fyrir að drembilæti þessa
Frakka, sem hann sýndi öllu og
öllum, fór í taugarnar á forsætis
ráöherranum, kemur þó stund-
um fyrir að hann getur ekki
leynt aðdáun sinni. Hann var
með tárin í augunum, þegar að
hann sagði:
„Hið alvarlega afbrot Eng-
lands er í augum de Gaulle, að
það hefir hjálpað Frakklandi.
Hann getur ekki þolað tilhugs-
unina um, að það skyldi þurfa á
hjálp að halda. Hann vill ekki
andartak sleppa aðgæzlu þeirri,
er hann hefir á heiðri þess.“
Eg þóttist vita hvað myndi ske
í kvöld þegar de Gaulle hitti for-
setann. Ef maður átti að trúa
Harry, var Roosewelt ekki í skapi
til að fara að dást að hinu gall-
iska stolti.
23. janúar 1943.
Fundur þeirra de Gaulle og
Roosewelts tókst betur en við
var búist. Forsetinn var snortinn
af „innblásnu augnaráði hans“,
sem einhvernveginn hafði farið
framhjá forsætisráðherranum.
24. janúar 1943.
Forsetinn og forsætisráðherr-
ann voru ásamt de. Gaulle á
blaðmannafundi, þegar Harry
Hopkins kom öllum á óvænt inn
með Giraud. Eg er viss um að
Harrý hafði undirbúið þetta ojs-
inbera mót með hinum tveim
frönsku hershöfðingjum.
Roosewelt varð undrancli, en
greip strax tækifærið. Áður en
hinir tveir menn höfðu náð sér
eftir hina óvæntu samfundi,
hafði forsetinn og forsætisráð-
herrann gert ráðstafanir til að
þessi sögulega stund yrði varð-
veitt til framtíðarinnar.
Það voru margir sem buðust
til að taka myndir, því að þarna
■ var heill hópur af ljósmyndurum
I en forsetinn ákvað að myndin
! skyldi tekin á bak við bungalow
j þann er hann bjó í.
| Myndin sem ljósmyndarinn
| tók, mun sennilega hafa þýð-
| ingu fyrir sagnfræðinga fram-
J tíðarinnar.
j Hún mun sýna hinn beinstífa
j de Gulle rétta varlega fram hend
1 ína, en það vottaði ekki fyrir
brosi á andliti hans. Bak við
handlegginn sést á forsetann,
sem kastaði höfðinu aftur í
hrifningu, en Winston sat virðu
lega á stólbríkinni, með andlits-
svip eins og barn, sem situr með
mynd í hendinni og bíður eftir
að mótspilarinn kalli upp: „Slétt
eða krónan!“
Ráðstefnan hefir staðið í 10
daga. Herforingjar flugu beint
heim til Englands, en forsætis-
ráðherrann ekur í bíl með for-
setanum til Marrakesh, og verð-
ur þar í sólarhring. Síðan fljúg-
um við til Kaíró, en forsetinn
siglir heim.
Við héldum af stað í voldugri
bílalest. Alla leiðina til Marrak-
esh, yfir 200 km voru bandarísk-
ir hermenn á hundrað metra
millibili og þegar við staðnæmd
umst við veglnn til að snæða
morgunverð, flugu orrustuvélar
yfir okkur til verndar.
Gasablancaráðstefnan:
Giraud, Rosewelt, de Gaulle,
og Churchill.