Nýr Stormur


Nýr Stormur - 30.06.1967, Blaðsíða 8

Nýr Stormur - 30.06.1967, Blaðsíða 8
Q Margar filisteasögur er hægt að segja um fasteignabrask ýmislegt og fasteignasölur. Á síðustu árum þegar fasteignir hafa rokið upp úr öllu valdi, hefir það verið talið all ábata- vænlegt að selja fasteignir. — Sölulaun af fasteignum er lög- ákveðið 2% og er þannig með al þóknun fyrir íbúð í dag um 20 þúsund krónur! Það er laglegur skildingur fyrir einfaldan samning, en að sjalfsögðu fylgir oft mikil vinna og auglýsingakostnaður fasteignasölu og sumar fast- eignasölur gera mikið fyrir við skiptavini sína og veita fyrir- myndarþjónustu. Á síðari árum hafa fasteigna sölur sprottið upp, eins og gor kúlur á haug. Hafa ýmsir fast- eignasalar farið út fyrir þann ramma, sem fasteignasölum hefur verið settur og þeir sjálfir setja sér. Fasteignasali má ekki sjálf- ur standa í húsakaupum né sölum, en lítið eftirlit mun vera haft við því að þeim regl- um sé framfylgt. Hafa þessir yienn að sjálfsögðu góða að- stöðu til að gera slíkt, þegar þeir verða þess varir að um góð kaup eða sölur er að ræða. Margir fasteignasalar kvarta undan því að starfsmenn, sem hjá þemi hafa unnið, setji sjálf ir upp fasteignasölur, undir svipuðu nafni og taki með sér viðskiptin, en fyrrverandi vinnuveitandi situr eftir með sárt ennið. Að sjálfsögðu er nauðsyn- legt að strangt eftirlit sé með því. að allskonar ævintýra- menn geti ekki sett upp fast- eignasölu, þótt þeir geti fengið einhvern lögfræðing til að ,,dekka“ fyrirtækið að nafn- inu til. Hér fara um hendur þessara manna slíkar fjárhæð- ir, að gera verður kröfu til þess að mennirnir sjálfir séu starfi sínu vaxnir. í sambandi við þetta er vert að minnast á furðulega fast- eignasölu, sem ríkið annast. En það eru „fasteignasölur”, þær er nauðungaruppboð nefn ast. Ríkið tekur af slíkum nauð ungarsölum sömu umboðslaun og fasteignasalar, sem oft með mikilli fyrirhöfn hafa komið á samningum á milli kaupanda og seljanda. Hjá ríkinu er ekki um neina slíka fyrirgreiðslu. heldur aðför að lögum. Vírðist þó, að kostnaður og raunir þeirra er 1 því lenda að missa eignir sínar undir hamarinn séu nægilega miklar þótt ríkið komi ekki eins og hrægartimur og , hirði sölulaun af slíkum sölum, rétt eins og þegar selj- andi greiðir fasteignasala þóknun fyrir þjónustu er hann hefir veitt til að koma á sölu. Þetta er eitt þeirra atriða, sem enginn getur réttlætt, en úir og grúir af í sambandi við hið opinbera og uppfinninga- samir fjármálaráðherrar hafa fundið upp á, í leit sinni ofan í vasa samborgaranna. Þetta er og eitt þeirra atriða sem fyllir samborgarana heift og hatri út í samfélagið, þar sem nauðir eru notaðar til að hafa af þeim fé og gera efna- hag þeirra enn bágbornari en Framh. a bls. 6. \ Er þaH rétt að Jóhann Hafstein eigi að fara til Brussel, en Geir Hallgrímsson taki við dómsmálaráðherraemhættinu. FÖSTUDAGUR 30. júní 1967 ^iiiih iii i iii iii iii imn n n iii l•••••M■lllllllllll■lu»lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllMllnllllllllllllllfllmllllllllltrnllllll!llllmltlmlllllllllllm•f 111111111111111111111111111 u/ ISOTT FOLK OG HREKKJAUMIR) iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiMimHitiiiiiiimiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiii'^ ALBERT ENGSTRÖM Skógarvörðurinn: Viltu afhenda mér byss- una? Veiðiþjófurinn: Getur þú ekki látið þér nægja það sem í henni er? t K O E / ÚR ýatSOM ÁTTOM ^ N Stóraukin aflabrögð togaranna hafa vak- ið mikla og verðskuldaða athygli alþjóðar. Það hefur enn einu sinni komið á daginn, að þegar í harðbakkann slær, eru það ein- mitt togararnir sem eru öruggustu veiði- skipin — þau sem geta bjargað failandi þjóðfélagi frá fjárhagslegu hruni. Því mið- ur virðist lítill áhugi ríkjandi fyrir að auka togveiðar þrátt fyrir glæsilegan árangur sem togaraskipstjórar okkar hafa sýnt að undan- förnu. Afli hefur komist upp í 4y2 tonn í togi og aflahæsti togarinn er með rúmlega 3 þúsund tonn frá áramótum, sem þótt hefði dágóður ársafli fyrir nokkrum ár- um! í Reykjavíkurhöfn liggur fjöldi togara í niðurníðslu. Þessi skip gætu enn um mörg ár þjónað íslenzkum sjávarútvegi og bjarg- að atvinnuástandi margra byggðarlaga um allt land. En því miður eigum við engan „stórann mann“ í stjórnmálalífinu í dag, sem hefði þor og dug til að koma flotanum úr höfn til gjaldeyris- og atvinnuöflunar fyr- ir þjóðina. Ef við ættum 50—75 togara á veiðum, þyrfti enginn að kvíða fyrir fram- tíð efnahagslífs þjóðarinnar. Enginn að ótt- ast að heil byggðalög leggðust í eyði eða milljónafyrirtæki eins og hraðfrystihúsin stæðu aðgerðarlaus mestallt árið. Ríkisstjórnin hefur boðað bann við leigu á skipum og flugvélum til flutnings á skemmti ferðafólki. Þetta er gert til að bjarga félög- unum, sem virðast ekki þola erlenda sam- keppni á íslenzkum markaði. En það eru fleiri fyrirtæki til en skipa- og flugfélög. íslenzkur iðnaður er í rústum vegna ósann- gjarnar samkeppni erlendra aðila. Það má tolla þennan atvinnuveg og gera honum allt til bölvunar en stóru ,,finu“ fyrirtækin, sem græða mest, verða að lifa góðu lífi áfram. Útvarpsskráin kemur út um 10. júlí er okkur tjáð. Útsvörin hækka að meðaltali um 30% og er það ekki svo lítið þegar all- flestir þeir sem virða íslenzk lög og telja rétt fram verða að borga um 40—50 þúsund krónur. Það er allt 1 lagi að borga ríkinu réttlátan toll af tekjum manna, en þegar teknar eru tugþúsundir af sannanlegum þurftarlaunum, er ástandið farið að verða öllu alvarlegra. í dag úir og grúir af skatt- svikurum, sem eru þess valdandi að þeir sem minnst hafa af peningum er mergsogn- ir af því opinbera. Skattalögreglan sáluga var á réttri leið þegar gangsterar neyddu yfirvöldin til að draga vígtennurnar úr úr henni, svo að nú er hún ekkert annað en virðingarstaða fyrir pólitíska gæðinga. —■ Þess vegna verður íslenzkt launafólk enn um ókomin ár að horfa upp á þetta mesta ranglæti sem framið hefur á íslendingum, smánarblett, sem um öll siðmenntuð lönd varða mannorðsmissi og fangelsisdómum. MARGT ER SKRlTIÐ I........... f Iýðræðisþjóðfélagi er það meirihluti flokksmanna sem kýs * sér forustumenn og- hcfur sá háttur verið hafður á hér á landi. En allt er breytingum undirorpið. Nú er það Ríkisútvarpið og Sjónvarpið sem kjósa forystumenn Alþýðubandalagsins, cins og alþjóð varð vitni af, þegar einn óreyndur þingmaður var dubbaður upp i formannstign af þeim.

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.