Nýr Stormur


Nýr Stormur - 30.06.1967, Blaðsíða 6

Nýr Stormur - 30.06.1967, Blaðsíða 6
o "fftoimim FÖSTUDAGUR 30. júní 1967 M annkynssagan Framhald af bls. 3. • verkamanni. Rhöm er höfuíídur hins sterka varðliðaflokks SA. Ennisgreiðsla og yfirskegg Ríkisþingkosningarnar árið 1930 voru stórsigur fyrir flokkinn sem fékk rúmlega 6 milljónir atkvæða og 107 þingmenn út á stefnuskrá, sem slær allt út, sem áður hefir þekkst í fjarstfeðu- kenndri og forskrúfaðri pólitískri hugsun. Hitler sjálfur er lágvaxinn maður, með sérkennilega enn is|;reiðslu og stingandi augna- ráð og ferkantað yfirskegg. — Hann kemur fram í einkennis búningi nazistaflokksins, — brúnni skyrtu og reiðbuxum OfP leggstígvélum. Það má ekki gera of lítið úr mælskulist hans. Á suma tilheyr endur sína virkar hann aðeins hlægilega, með sinni hásu rödd, yfirdrifna látæði og hoppandi yf irskegg, meðan hann virðist hafa dáleiðsluvald yfir öðrum sálum. Hann hefir sérstakan hæfileika til að tala til fjöldans og undir- býr stórkostlegar senur á fund- um sínum og hefir áhrif á flesta Þjóðverja í æsingaræðum sínum. Um einkalíf hans er ekkert vit- að. En áform hans eru ljós. Þau ^ru skráð í „Mein Kampf“ og það er sök Þýzkalands og Evrópu ef þau geta ekki lesið þar um, hvað bíður hins svokadllaða Menntaða heims frá hendi þessa litla Austurríkismanns, sem byrjaði sem málarasveinn en er nú kanzlari lands síns og mun án efa verða innan skamms ein- einvaldur. Hvíta húsið — Framh. af bls. 4. ekkert heldur, en hann er þó heiðarlegur og íhaldsamur í eðli sínu. Þú ert nú að berja á þess- um kommaskríl, þessum villi- mönnum í Víetnam. Er þetta ekki voða dýrt. Þið eruð víst búnir að missa 500 flugvélar, það gerir mikið í peningum. Til þess að halda þjóðarskút- unni hjá mér á kili þyrfti ég andvirði einnar B-52 sprengju flugvélar á ári, hún kostar um 1000 milljónir. Finnst þér ekki þetta smart reiknað. Andvirði fjögurra flugvéla, 4000 milljón ir mundu duga í 4 ár allt kjör- tímabilið, eftir það fer ég á Bessastaði og verð forseti eins og þú, og þá segjum við bara sæll nafni. Lindon: Þú ert stór snjall Bjarni minn, mig munar ekk- ert um fjórar flugvélar, það er eins og keppur í sláturstíðinni. Skrifa bara MacNamara á miða mínus fjórar flugvélar til Víetnam. Það er eins og upp í nös á ketti í öllum stríðs- rekstrinum. Þú ert nú víst Bjarni minn, að loka okkur að nota þennan að lofa okkur að nota þennan Rússarnir bakka ekki rétt t. d. næstu hundrað árin. Bjarni: Alveg guðvelkomið, Johnson minn, Hólmaskömm- in er víst jafn góður þó þið tyllið ykkur á hann. Þið mynd uð þá muna eftir okkur, ef síld in bryggðist og heylaust yrði, tala nú ekki um ef rétta þarf við fjárhaginn. Lindon: Við hendum ein- hverju í ykkur. Það er ekki meira fyrir okkur en að gefa hesti heytuggu. — Vertu sæll. Á 7idegi — Frh. aí bls. 5. Mesta hugsanlega tala starfsmanna við þessa verk- smiðju er aðeins um 400 manns. Það eru nú öll ósköp in. Forsætisráðherra belgdi sig mikið í fyrra yfir því að Wilson hinn brezki, væri vísvitandi að skipuleggja at vinnuleysi á Bretlandi. Það væri þó munur á íslenzku ríkisstjórninni. Engin hætta væri á atvinnuleysi á ís- landi, svo væri fyrir að þakka frábærri stjórn hans sjálfs. Nú er annað kömið á dag inn. Ráðherrann er svo heppinn að geta kennt að einhverju leyti markaðs- hruni á íslenzkum afurðum. Einn af fremstu mönnum á sviði útflutnings á fiskaf- urðum, hefir látið í ljós í viðtali við þetta blað, að hið háa verð á útflutningsafurð um íslendinga á undanförn um árum hefði verið óeðli- legt og fyrir ofan raunveru légt heimsmarkaðsverð. Hefði verið alveg ljóst, að þetta verð myndi ekki hald ast til lengdar, sem og hef- ur komið á daginn. Taldi hann engar líkur á því að verðið hækkaði, nema að stríðsást^nd yrði, en blöð stjórnarinnar létu að því liggja fyrir kosningar, að líkur væru fyrir að verðið hækkaði á ný. Þannig voru blekkingarnar notaðar út í yztu æsar fyrir kosningar. Einu afsakanirnar fyrir því, að þetta hefði ekki ver- ið „vituð ósannindi“ er sú, að þeir er að þessu létu liggja séu fávitar og fara þá að skýrast ástæðurnar fyrir því kreppuástandi sem nú er að skapast á íslandi. FILISTEAR Framh. af bls. 8. hann er. Menn sem fyrir slíku verða eru ekki líklegir til að gjalda keisaranum meira en það, er þeir geta minnst komizt af með, með illu eða góðu. Það má því búast við að hagnaður af þessum ránsher- ferðum þess opinbera sé vafa- samur. Þetta er ekki á margra vitorði annarra en þeirra er í komast og því er rétt að þetta komi fram. Geti einhver rétt- lætt þetta mál, er honum til þess heimilt rúm í blaðinu. uð mönnum atvinnu við að þjóna útlendingum. Það er þó athyglisvert, að enn starfa færri menn við bygg- ingu verksmiðjunnar, en sagt var upp í einni járn- smiðju hér í borginni, — vegna verkefnaskorts! / þjónustu Islendinga Fullkomnasta farartæki nútímans. Forysta í íslenzkum flugmálum o

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.