Freyr - 01.09.1957, Side 8
260
FREYR
með breyttu búskaparlagi haft allt að eða
kannske fyllilega helmingi meiri arð af búi
sínu.
Bóndi D. Þá förum við í fjórðu sveit-
ina og tökum bónda D þaðan. Hann átti
24100 F.E. haustið 1955, þar af 800 kg síld-
armjöl. Á þetta fóður setti hann 3 kýr, 1
vetrung, 2 hross og 304 kindur. Ær voru
ekki vegnar um veturinn, svo ekki er hægt
að segja hvernig þær voru fóðraðar. Bóndi
D hafði þennan arð af búi sínu 1955—56:
6600 kg mjólk á 2.50 ......... kr. 16.500.00
180 lömb. Meðal sláturlamb
lagði sig með 12.9 kg fall, og
sé meðal líflamb eins, gera
lömbin 2322 kg á 16.00 pr. kg — 37.152.00
190 kg ull (af 304 kindum) á
10.00 pr. kg ................. — 1.900.00
299 kg gærur á 10.00 pr. kg — 2.990 00
200 kg nautakjöt á 16.00 pr.
kg ........................... — 3.200.00
Alls kr. 61.742.00
Ef við aðgætum þessa fjóra bændur nán-
ar og gerum á þeim samanburð, þá lítur
hann þannig út:
A B C D
Eiga fóður F.E. 26750 26710 42500 24100
Setja á það kýr 3 3 6 3
Vetrunga 0 15 1
Hross 2 3 7 2
Sauðfé 213 134 194 304
Brúttó arður kr. 123577 87998 68587 61742
A og C búa á jörðum, sem taldar eru góð-
ar beitarjarðir. D á sæmilegri beitarjörð, en
B á jörð, þar sem talin er léleg beit, og mun
hann lítið beita nema eitthvað framan af
vetri. A hefur góða afrétt, hinir sæmileg-
ar og svipaðar allir þrír eftir því sem talið
er. Munurinn á arði búanna stafar af mis-
jöfnu búskaparlagi, að minnsta kosti að
langmestu leyti.
Ég vil biðja bændur að athuga þessi
dæmi vel og hugleiða, hvort ekki sé ástæða
til að breyta til um búskaparlagið.
Þeir sem eru að breyta til.
í einni sveit, þar sem menn eru að breyta
til um fóðrun fjárins, hef ég aðgætt meðal
fallþunga dilka eftir fóðrun ánna. Sveitin
á góða afrétt:
759 ær léttust um 2—3 kg frá miðsvetrarvigt til vors. Meðalfall1) 14.01
401 — — — 1—2
207 — — — 0—1
1431 — þyngdust um 0—1
403 — — — 1—2
280 — — — 2—3
527 — — — 3—4
194 — — — 4—5
Þessar tölur tala sínu máli, og
nægjanlega greinilega vegna þess að til
muna fleiri tvílembingar eru hjá bændun-
um, sem áttu œrnar sem þyngdust milli 2
og 5 kg en hinum, og alls enginn hjá þeim,
sem œrnar léttust hjá um 2—3 kg.
•k
Tilgangur minn með þessari grein er sá
að sýna bændunum, sem á eftir eru með
14.84
15.97
16.01
17.50
17.75
17.99
18.30
búskap sinn, sýnishorn á búskap þeirra,
sem meiri arð hafa af búum dnum, í von
um að þeir taki þá sér til fyrirmyndar og
breyti til. í bændaferðunum, sem nú tíðk-
ast að fara, ættu þeir að kynnast þessu,
spyrja um búskaparhættina og læra hver
af öðrum.
i) Meðalfall — meðalfall lamba að hausti.