Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1957, Page 26

Freyr - 01.09.1957, Page 26
278 FREYR Úr Reykjadal !| Tryggvi bóndi Sigtryggsson á jj Laugabóli segir lesendum M af starfi Jarðrœktarsam- !! bandsins Smára. Jarðræktarsambandið Smári var stofnað árið 1948 af búnaðarfélögunum í Reykdæla og Skútustaðahreppum. Á þeim árum var erfitt að fá innfluttar beltisdráttarvélar. Hafði stjórn sambandsins sótt um kaup á vél af International-gerð, en vegna þess, hve erfiðlega gekk að fá slíka vél, var horf- ið af því að kaupa Cletrac beltisvél, og kom hún hingað haustið 1949. Gekk rekstur þessarar vélar sæmilega 2 fyrstu árin, en eftir það gekk reksturinn illa. Var það hvor- tveggja að viðgerðarkostnaður varð mjög mikill og afköst lítil, sem stafaði af því að vélin var oft í lamasessi. Árið 1954 var svo ráðist í að kaupa aðra beltisdráttarvél, T.D. 14. Jafnframt réði sambandið til sín sem framkvæmdarstjóra Björn Guðmundsson á Stöng. Var samið þannig við hann, að hann tæki þátt í rekstri vélanna þannig, að hann legði fram nokkurn hlut (%) af stofnfé sambandsins, og bæði ábyrgð á rekstri vélanna í hlutfalli við það, og fengi í sama hlutfalli arð af rekstrinum, ef um arð væri að ræða. Nú hefur verið unnið í full 2 sumur með þessari nýju vél, og má segja að reksturinn hafði gengið ágætlega. Tímakaup vélarinn- ar til bænda hefir verið 150 krónur. Þegar reikningar sambandsins 1955 voru sam- þykktir var ákveðið að endurgreiða bænd- um 10% af því kaupi. Hafði þá verið lagt i sjóð af rekstri vélarinnar þetta ár alls um 110 þúsund krónur. Ekki liggja enn fyr- ir samþykktir reikningar vélarinnar fyrir árið 1956, en fljótt á litið virðist útkoman svipuð bæði árin. Þessi góði árangur af rekstri vélarinnar hefir meðal annars náðst vegna þess, að hún hefir unnið mikið að vegagerð, og þó kaup vélarinnar sé þar ekki hærra en við jarðabætur, og í sumum tilfellum lægra, gefur sú vinna þó drýgri tekjur vegna þess hve hún er samfelld. En þetta getur í viss- um tilfellum orðið bagalegt fyrir bændur, þegar vélin er látin fara í vegavinnu á þeim tíma, sem hentugastur er til jarðabóta- vinnu. Rekstur gömlu vélarinnar hefir gengið sæmilega síðan Björn Guðmundsson tók við yfirstjórn vinnunnar. Hefir tímakaup hennar verið 90—-100 krónur, og af því voru bændum endurgreidd 10% árið 1955, eins og af kaupi hinnar vélarinnar. Hvað rekst- urinn gengur mikið betur nú síðustu árin, stafar að miklu leyti af því, að hvenær sem vélin bilar, er Björn Guðmundsson kominn á staðinn, en hann er mjög hagur viðgerðarmaður, og gerir sjálfur við það, sem bilað hefir, ef hann getur. T. S.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.