Freyr - 01.03.1959, Blaðsíða 13
TEIKNISTOFA LANDBÚNAÐARINS:
Ábendingar um loftræstingu peningshúsa
Ending peningshúsa er mjög komin undir því, að loftræsting þeirra sé í
góðu lagi. í öllum peningshúsum er mjög mikil rakamyndun, sérstaklega
þó í fjósum. Þannig getur rakamyndun þar orðið um 10—12 kg á sólarhring
á hvern grip undir venjulegum kringumstæðum. Ef loftræsting er léleg,
safnast þessi raki fyrir inni í húsunum. Loftið mettast af vatni og veggir og
þök verða rök af slaga. Ef veggir slíkra húsa eru úr óþéttri eða lélegri steypu
eða úr vikursteypu eða gjallsteypu, berst raka loftið mjög skjótlega út í
vegginn, en þéttist og safnast fyrir skammt innan við ytra borð hans, sem
vatn eða bleyta. Á vetrum gerir það ýmist að frjósa eða þiðna, og losna þá
smátt og smátt sundur steypuagnirnar. Við þetta bætist það, að í rakanum
er meira og minna af ammoniaksýrum og bakteríugróðri, og hjálpar þetta
allt til að leysa s+eypuefnin sundur. Til þess að koma í veg fyrir þessa eyði-
Jeggingu þarf allt í senn, traust og þétt efni í veggjum, hæfilega einangrun,
næga loftræstingu og mjög þétt innra borð veggja og þaka. Ef nokkuð
skortir á um fyrri atriðin, er síðasta atriðið mjög þýðingarmikið, en loft-
ræstingin er þó þýðingarmest.
í 10 gripa fjósi þarf loftháfur að vera 50x50 sm að innanmáli. Innstreymi
lofts í fjósið þarf að vega á móti þessu. Veggjagöt undir gluggum eru ekki
heppileg, þar er bezt að taka loftið inn sem efst á veggjum. Veggjagötin eru
því ætíð of lítil og of fá til að gagn sé að. Þau þyrftu t. d. að vera 25 af
stærð 10x10 sm til að vega á móti 50 sm loftháf.
Það er því bezt að fá loftið inn um glugga, en langbeztir eru þar svo-
kallaðir „Völtugluggar" af venjulegri fjósgluggastærð, 80x120 sm Gluggar
þessir leika á völtum að neðan og opnast inn að ofan. í 10 gripa fjósi þurfa
að vera minnst þrír slíkir opnanlegir gluggar. eða þá tveir „Völtugluggar“
og einn fastur gluggi á skjólhlið, með þéttriðið sigtinet í stað glers og er
því ætíð opinn.
Ef fjósin eru einangruð og loftræst þannig, að þau séu þurr og slagalaus
með öllu, þurfa þau ekki að vera hlý í venjulegum skilningi. Fjóshitinn þarf
hins vegar að vera jafn og það fæst auðveldast með lágu hitastigi, t. d, 7—8
gráðum. Kýrin er ekki kulsæl skepuna og hún þolir mjög vel þurran kulda.
Rakaloft er hins vegar mjög óhollt og kýr eru ætíð kvillasamar í rökum og
hlýjum fjósum. Þá skiptir það og mjög miklu máli, að kýrin hafi hreint og
súrefnisríkt loft, en það fæst einungis með stöðugri og mikilli endurnýjun
loftsins.
í fjárhúsum virðist loftháfur þurfa að vera um 80x80 sm á hvert 100
fjár og er það lágmark. Bezt er að nota ríkulega sigtinet í fjárhúsglugga í
stað glers og þarf þá aðeins að gæta þess, að sigtinetið sé það þétt, að ekki
snjói inn. Vel loftræst fjárhús eru þurrari og hollari vistarverur en hin, sem
lélega eru loftræst.
Öll þakhol, sem hólfuð eru frá öðrum hluta húsa, eins og á sér t. d. stað
í fjósum, þurfa að vera vel loftræst, svo að ekki myndist þar kyrrstöðuloft,
sem ætíð er rakablandið og veldur fúa. Sérstakan loftgang þarf fyrir slík
þakhol og einnig rist, t. d. á stafni, svo loftið geti endurnýjast Gott er að
hafa sigtinet innan á rist til að koma í veg fyrir innfenni um ristaropið.