Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1959, Blaðsíða 7

Freyr - 01.03.1959, Blaðsíða 7
FRE YR 65 Dráttarvél með vökvaknúnum hreyflum i afturhjólum, smiðuð i tilraunastöðinni i Silsoe, BretlancLi. Vélin er ennþá á tilraunastigi og verður naumast á markaðnum i bráð. stundum er hætt við birtingu skýrslunnar, ef framleiðandi eða seljandi skrifar undir skjal, þar sem hann lofar að láta vélina ekki á markað í landinu. Um nokkur ára- bil eftir síðustu heimsstyrjöld var það nefnd nokkurra manna, sem ákvað í samráði við innflutningsyfirvöldin, hvaða vélar væru hæfar til að flytjast inn í landið. Á þeim tíma var að sjálfsögðu ekki hægt að kom- ast yfir að prófa rækilega allar þær vélar, sem sótt var um innflutning á, en hins veg- ar kom nefndin mjög oft saman, og sér- fræðingar skoðuðu vélarnar og gerðu á þeim athuganir og prófanir, ef möguleikar voru fyrir hendi og kváðu svo upp úrskurð um það, hvort vélarnar væru hæfar til inn- flutnings og notkunar í dönskum landbún- aði. í þessu sambandi má geta þess, að stundum hafa heyrzt raddir um það, að inn- flytjendur búvéla til íslands ættu að vera skyldugir til að afhenda allar vélar verk- færanefnd til prófunar. Þetta virðist við nánari athugun vera með öllu ógerlegt, því að verkfæranefnd hefur hvorki starfskrafta né fjárráð, né neinar aðstæður til þess að framkvæma slíkar prófanir á öllum þeim vélum, sem inn eru fluttar. Til þess myndi þurfa mörg ár, og marga starfsmenn þyrfti að þjálfa í þessu skyni, og mikið fé þyrfti að nota til þessara prófana. Hins vegar virð- is verkfæraprófun sú, sem hér hefur farið fram og þá kannske ekki sízt vinnuathug- anir, sem gerðar hafa verið á vegum verk- færanefndar, vera í fullu samræmi við það, sem gert er erlendis, og á að geta staðizt fyllilega samanburð við það, sem erlendis er gert.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.