Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1959, Blaðsíða 20

Freyr - 01.03.1959, Blaðsíða 20
HÚSMÆÐRAÞÁTTUR Þvottur á vinnufötum. Þvottur á vinnufötum er naumast verk sem húsmæður hugsa beinlínis til með hrifningu. Ofurlítið hjálpar það þó upp á vinnugleðina, ef notaðar eru réttar aðferðir við þvottinn og þannig náð góðum árangri. í erlendu tímariti sáum við smágrein um, hvernig þvo skal vinnuföt, og birtum hana hér. Skipta má fötum í fjóra flokka, eftir því hvers eðlis óhreinindin í fötunum eru. 1. Olía, sem e. t. v. er blönduð málmdufti, sóti o. s. frv. (Hjá mönnum, sem vinna með vélar, vélvirkjum o. s. frv.). 2. Málning, lakk og litaefni. (Málarar). 3. Mold, steinsteypa og áburður. (Búand- menn, vegavinnumenn o. fl.). 4. Mjólk. (Mjólkurbúastarfsmenn, bænd- ur o. fl.). Fyrsti flokkurinn. Leggja má annað hvort fötin í bleyti í þvottaefni, eða, það sem er ennþá betra, skola þau áður í þvottalegi eða í saltvatni. Notaður er 1 dl af salti í fötu vatns Vatnið með fötunum í er hitað upp í um 75 stig og því næst skolað tvisvar. Hvaða aðferð, sem annars er notuð, á að lokum að skola fatnaðinn á venjulegan hátt í sóda og sápu. Annar flokkur. Fötin lögð í bleyti yfir nóttina í sódavatn, 2 dl af sóda í hverja fötu vatns. Fötin eru burstuð í sódavatninu, undin og þvegin á venjulegan hátt. Þriðji flokkur. Fötin eru þurrkuð vel, bar- in og burstuð og óhreinindin nudduð úr, áð- ur en fötin eru lögð í bleyti í sódalög. Þvegin á venjulegan hátt. Undantekning frá þessu eru föt, sem hafa óhreinkazt af foraráburði. Slíkan fatnað á fyrst að skola vel í köldu vatni áður en lagt er í bleyti. Fjórði flokkur. Fötin lögð í bleyti í volgt vatn, í mesta lagi 40°, sem í er efnakleyft þvottaefni. Þvegið á venjulegan hátt. Mikil landbúnaðarsýning í Svíþjóð í vor Einn merkasti viðburðurinn í Svíþjóð á þessu ári verð- ur Sænska landbúnaðarsýningin 1959, eða RiLa, eins og hún er nefnd þar í landi (RiLa er skammstöfun á „riks- iantbruks möte“). Sýningin verður opnuð 29. maí af Svía- konungi; og hún stendur yfir til 7. júní. Búfé, sem sýnt ve.ður á sýningunni, verður dæmt 27. og 28. maí. RiLa, sem hefur verið fyrirhuguð í mörg ár, er nú í undirbúningi. Henni hefur verið valinn staður á hinu fagra Rosenlunds-engi i Jönköbingborg við suðursströnd Vatteinvatns, sem þekkt er fyrir náttúrufegurð. Lands- samtök sænskra búnaðarfélaga standa að búnaðarsýning- unni í samvinnu við aðrar stofnanir Iandbúnaðarins. For- maður sýningarnefndar RiLa er Sten Zacharison. RiLa verður heildarsýning á því, hvar landbúnaður Svía stendur nú, svo og á framleiðslugetu hans. Sýningin verður sérlega fróðleg fyrir þá sök, að framfarir og breyt- ingar í sænskum landbúnaði hafa síðan 1946, er landbún- aðarsýning var haldin síðast, orðið geysimiklar, þannig, að Iandbúnaður Svía er nú einn sá bezt rekni í heiminum. RiLa mun sýna þróunina sem crðið hefur eftir styrj- öldina með umfangsmiklum og alhliða sýningum á mikil- vægustu framleiðslutækjunum, fyrst og fremst búfé og vélum. Sýnt verður úrval sænsnkra kynbótaskepna af mismunandi kynjum. Heimilishald og hússtjórn fá mikið rúm á RiLa, og þar verður sýndur hinn kunni, sænski heimilisiðnaður, sem á svo djúpar rætur í sænskum sveit- um. Ýmis atriði, sem miklu máli skipta fyrir landbúnað- inn eru skýrð á sérsýningum. A hverjum degi verður sýnt búfé og fleira á sérstöku svæði, Mörgum öðrum en Svíum mun vafalaust Ieika hugur á að sjá þessa búnaðarsýningu, þar sem sænskur landbún- aður hefur margvísleg viðskipti við útlönd.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.