Freyr - 01.03.1959, Blaðsíða 14
Afurðahœsta kýr landsins árið 1957, Skrauta 80, Hjálmholti, sést hér (standandi) ásamt dóttur sinni að 1. kálfi
(2. kýr frá vinstri) á landbúnaðarsýningunni á Selfossi s.l. sumar. Ljósm.: Gunnar Rúnar.
ÓLAFUR E. STEFÁNSSON:
Nythæstu kýr nautgriparæktarfélagarma
Að venju er hér birt skrá yfir kýr, sem
mjólkað hafa 20 þús. fe eða yfir á síðasta
uppgerða skýrsluári, sem að þessu sinni er
árið 1957. Tala kúa, sem náð hafa svo mikl-
um afurðum, hefur verið þessi undanfar-
in ár:
Árið 1949 14 kýr
— 1950 16 —
— 1951 13 —
— 1952 18 —
— 1953 52 —
— 1954 78 —
— 1955 121 —
— 1956 178 —
— 1957 241 —
Eftir samböndum flokkast kýrnar í með-
fylgjandi skrá þannig: Árnessýsla 83, S.N.E.
63, Rang. og V.-Skaft. 42, Kjalarnesþing 19,
Bsb. S.-Þing. 18, S N.B. 9 og 7 í öðrum sam-
böndum. Flestar dætur á skránni eiga þessi
naut: Kolur N 1 og Víga-Skúta. N 4 7 dætur
hvor, Brandur S 6 6 dætur, Loftfari N 6 og
Sjóli N 19 5 hvor og Bíldur S 5, Bolli S 46,
Gosi S 24, Högni S 16, Sturla N 18 og Tígull
S 42 4 dætur hver. Af þessum nautum eru
Sjóli N 19, Bolli S 46 og Tígull S 42 enn
á lífi.
Efsta kýrin á skýrslunni að þessu sinni er
Skrauta 80, Hjálmholti í Hraungerðishreppi,
sem mjólkaði 6580 kg með 4,70% mjólkur-
fitu, en það jafngildir 30926 fitueiningum
og er mesta ársnyt, sem vitað er um hér á
landi. Hún hafði í árslok 1957 borið 7 sinn-
um og mjólkað að meðaltali í 6,8 ár 4728 kg
með 4,26% fitu eða 20141 fe á ári. Skrauta
er stór, vel vaxin kýr, eins og þeim mun í
fersku minni, sem sáu hana á landbúnaðar-
Frh. á bls. 77.