Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1959, Blaðsíða 22

Freyr - 01.03.1959, Blaðsíða 22
80 FREYR Lesendur Freys eru beðnir að tilkynna aðsetursskipti til blaðsins og tilgreina bæði garala og nýja heimilisfangið. Frá hrútasýningunum 1958. Á aðalhrútasýningum Bf. ísl„ er haldnar voru í Eyja- firði, Skagafirði, Húnaþingi, Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu, var meiri þátttaka í sýningum en nokkru sinni fyrr, og alls sýndir 4111 hrútar. Af þeim voru 2771 2 vetra og eldri og vógu þeir 90,6 kg að meðaltali og 1330 veturgamlir, er vógu 73,9 kg til jafnaðar. I. verðlaun hlutu 1334 hrútar, 1121 tveggja vetra og eldri og 213 veturgamlir, en dæmdir voru ónothæfir 510 hrútar. Um sýningarnar verður skrifað ítarlega 1 Búnaðarritið. Mjólkurgeymar í staff mjólkurbrúsa. Á árinu 1959 verður meira en helmingur mjólkur- framleiðslu í Bandaríkjunum fluttur á geymum frá framleiðendum til mjólkurbúa. Hitt verður sem áður flutt í venjulegum brúsum. Ný fræffslurit Bf. ísl. á leiffinni. Fræðslurit Búnaðarfélags íslands eru nú orðin 32 og á þessu ári munu verða gefin út nokkur í viðbót. Næsta fræðslurit nefnist Fóður og búfé i 40 ár og er eftir Pál Zóphóníasson, fyrrv. búnaðarmálastjóra. Fjallar það, eins og nafnið bendir til um þróunina í búfjáreign og heyöflun landsmanna síðustu 4 áratugina. Einnig er væntanlegt með vorinu rit um Matjurtarækt eftir Ola Val Hansson, garðyrkjuráðunaut Bf. Isl.; er það rit framhald af ,,Matjurtagörðum“, sem gefið var út á s.l. ári. Enn er að nefna ritið Súgþurrkun, eftir Harald Árnason, vélaráðunaut, og bækling um eldhúsinnbúnað, eftir Sigríði Kristjánsdóttur, húsmæðrakennara. Freyr vill hvetja menn til að halda vel saman fræðslu- ritunum, því ekki er víst, að unnt sé að bæta sér það upp, ef einhver týnast. Þegar eru nokkur fyrstu fræðslu- ritin þrotin hjá Bf. Isl. og ófáanleg með öllu. Tilraunir meff gírfeiti. Þýzkur rannsóknari, W. Kiene að nafni, skrifar, að meirihluti dráttarvélaframleiðenda ráðleggi ennþá SAE 90-gírfeiti, þrátt fyrir það, að þynnri tegundin SAE 80 sé algerlega fullnægjandi fyrir nýtízku tanndrif. Kornið hefur í ljós við tilraunir, að orkunýting í tanndrifi á venjulegri heimilisdráttarvél, með 30% meðalálagi, eykst um 5,5% með því að nota þynnri gírfeiti, jafnframt því, sem 3,3% sparnaður verður á eldsneyti. Eyrnamörk. I fyrra birtist grein í Frey nr. 7—9 um eyrnamörk ásamt myndum af þeirn. Lesendur blaðsins eru vin- samlega beðnir að lesa grein þessa að nýju og gera blað- inu aðvart í bréfi ef þeir vita um eða eru vanir öðrum heitum á mörkum en þeim, sem nefnd eru í greininni, svo og senda blaðinu athugasemdir í því sambandi, er einhverjar eru. Jarffeðlisfræðingar í Rússlandi telja, að nú sé hægt að bræða allan Grænlandsís og annan ís í heimskautalöndunum, því að kjarnorka sé til umráða í nægum mæli til þess. Við það mundi loftslag á norðurhveli hlýna mjög og land- búnaðarskilyrði á norrænum slóðum eflast að sama skapi. Danskt búnaðarblað skýrir frá rússneskum ráðagerð- um um þetta, en bætir við, að hugmyndin valdi ekki hrifningu þar né í öðrum löndum, er liggja lágt yfir sjávarmál, því að ef heimskautaísinn bráðnaði mundi yfirborð hafsins hækka svo að Danmörk, Holland og Austur-England sykkju í sæ, svo og mörg beztu land- búnaðarsvæði í ýmsum öðrum löndum. c------------------------------------------------------------------------------------------------------^ Útgefendur: Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda. - Útgáfunefnd: Einar Ólafsson, Pálmi Einarsson, Steingr. Steinþórsson. - Ritstjóri: Gisli Kristjánsson. - Ritstjóm, afgreiðsla og innh.: Lækjarg. 14 B, Reykjavlk. Pósth. 390. Sími 19200. BÚNAÐARBLAÐ Áskriftarverð FREYS er krónur 75.00 árgangurinn. — Prentsmiðjan Edda h.f. k______________________________________________________________________________________________________y

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.