Freyr - 01.11.1960, Blaðsíða 4
332
FRE YR
Egilsstaðir í Suður-Múlasýslu.
meira korn um Hérað og nærsveitir á kom-
andi árum.
Á Egilsstöðum var flöjabyggi og sigur-
korni sáð í einn hektara lands sumarið
1957. Þá fékkst uppskera, er nam milli
15—20 tunnum. Sumarið 1958 var kornvöll-
urinn 4 hektarar og uppskeran um 60 tunn-
ur. Á hinu ágæta sumri 1959 var þroski
byggsins með ágætum, en þá fór mikið til
spillis í stormi, er gerði þegar kornið var
fullþroskað — já, og svo tóku meindýrin
nokkuð — fuglar þeir, er gæsir nefnast —
svo að upp voru skornar aðeins um 200
tunnur af 9 hekturum lands.
Og í ár, árið 1960, eru kornakrar á Egils-
stöðum um 17 ha og líklega verður upp-
skeran af þeim einhversstaðar milli 4—500
tunnur, sennilega nær 500, af sæmilega
þroskuðu korni.
Kornakrarnir í sumar voru á landi af
ýmissi gerð — á lyngmóum, grasmóum,
mómýri og leirborinni eyri, sem plægt var
haustið 1959 og þannig undirbúið til sán-
ingar. Anars telja Egilsstaðabændur að
uppskera hafi verið vaxandi ár frá ári á
landi, sem ræktað hefur verið 3 ár í röð
en var lyngmói í upphafi. Öruggari virðist
hún þó vera þar, sem fyrr voru grasmóar,
en á mýrunum eru annmarkar á, því að
blaðvöxtur vill verða þar óhæfilega mik-
ill, jafnvel þó að þar sé enginn köfnunar-
efnisáburður notaður. Sönnun þessarar
fullyrðingar gaf að líta einmitt á þeirri
spildu, sem áður hafði verið mýri. Annars-
staðar var búið að uppskera, en mýrarskák-
in, sem að vísu bar sýnilega þyngstu bygg-
öxin, bar síðust þroskað korn og þar var
enn mikið af grænum blöðum hinn 13.
september, einkum á þeirri rein, sem ruðn-
ingi skurðarins hafði verið dreift yfir.
Búfjáráburður hefur ekki verið notaður
síðan fyrsta kornræktarárið. Þar kvað ár-
angur greinilega hafa komið fram í auk-
inni kornuppskeru.