Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1960, Blaðsíða 18

Freyr - 01.11.1960, Blaðsíða 18
346 FREYR A vetrum var geitum gefið flesta daga, og var kofi þeirra gjarnan nokkurn spöl frá bænum. Var talið, að með þvi héldu þær sig betur að beitinni. Ekki dugði að gefa þeim heyið á jötuna og hlaupa síðan frá þeim. Nei! Það varð að standa yfir þeim á meðan þær voru að eta og gæta þess, að þær gerðu ekki hver annari mein. Væru þær látnar afskiptalausar, börðust þær um fóðrið af mikilli grimmd og slæddu þá fóðrinu á gólfið. Einnig ráku þær hornin hver í aðra, og gat það valdið tjóni. Oftast voru unglingar látnir standa yfir geitum á meðan þær voru að eta, þar til ný uppfinning leysti þá frá þessum vanda. Um 1920 fann einhver upp á því, að loka geiturnar á jötunni með þar til gerðum útbúnaði á meðan þær voru að eta. Breiddist þessi nýjung svo fljótt út, að undrun sætti. En ekki er mér kunnugfc um hver átti heiðurinn af því, að finna þetta upp. Að vorinu var geitum fært frá og þær mjólkaðar heima, eins og ærnar áður. En sá var aðeins munurinn, að þarna þurfti engar kvíar. Geiturnar komu sjálfar til mjaltakonunnar, ef þær voru vel vandar, sem oftast var. Kiðlingum, veturgömlum geitum og höfrum, var sleppt í afréttina. Aldrei fór þetta langt frá byggðinni, en hélt sig í fjöllunum ofan við skóginn, eða þar sem skógur og lyng mætast ofarlega í fjöllum. Svo hagaði til, þar sem ég átti heima lengst af, að þessi geitpeningur hélt sig í fjöllum beint á móti bænum og hélt ætíð hópinn. Þarna var saman kominn geitpeningur frá flestum bæjum í mið- sveitinni, oft upp undir 200 að tölu, þegar geiturnar voru flestar í sveitinni (1924— 1935). Um þetta á ég hinar ánægjulegustu minningar frá þessum árum. Einkum hafði ég gaman að því, hvað veðurglöggur geita- hópurinn var. Þar var aldrei um ranga veðurspá að ræða. Ef norðan átt var í að- sigi, hélt hópurinn norður og staðnæmdist í svonefndri Gilsbakkahæð, eða í námunda við Hrossadal. En er sunnanátt var í að- sigi (en sunnanáttinni fylgir oftast góð- viðri á Norðurlandi) þá tók hópurinn að færa sig suður. Fyrst hélt hópurinn suður Geiíur á Stóruvöllum i Bár'öardal. svonefnda Flekahæð, þá suður í Ketileyri. Þaðan suður í Höfða og Mundlaugarhól og síðan suður allt Jónsstaðafjall og suður í Hrafnakletta. Aldrei varð ég var við, að hóurinn færi lengra. Ekki man ég eftir því, að hópurinn kæmi saman við hinar mjólkandi geitur á næstu bæjum eða skiptu sér neitt af þeim. Ekki blandaði hann sér heldur saman við sauðfé — að jafnaði. Þó kom það aðeins fyrir, að einn og einn kiðlingur kom með sauðfénu til réttar á haustin. En þeir kiðlingar munu aldrei hafa komizt saman við aðalhópinn að vorinu, heldur villzt saman við sauðféð. Haustsmölun geitfjár gekk venjulega tíðindalaust. En þó kom það fyrir, að það gat valdið miklum erfiðleikum, ef lands- lagi var þannig háttað, að geitur gætu varið sig í klettum og björgum. Heyrði ég þess getið, að orðið hefði að skjóta geitur, sem vörðu sig á erfiðum stöðum. En slíkt kom aldrei fyrir í mínu umhverfi. Ef sú tilgáta mín er rétt, að Papar hafi komiö með geitur til landsins, er það ærið skiljanlegt, að þeir hafi átt erfitt með að handsama óþægar geitur eða elta þær um snarbrött fjöll og hættulega gilskorninga. Það var þvi ekkert eðlilegra en að þær geit- ur, sem ekki náðust með góðu móti, gerð- ust villtar, og dreifðust víða um land. Geitur eru afar vatnshræddar og veit ég ekki til að þær leggi nokkurn tíma í vatns-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.