Freyr - 01.11.1960, Blaðsíða 14
342
FRE YR
BENJAMÍN SIGVALDASON:
NOKKUR ORÐ UM GEITUR
Það mun almennt vera álitið, að !and-
námsmennirnir hafi flutt með sér hingað
geitfé, sem og annað búfé, frá Noregi.
Fyrir um það bil 10 árum gerði ég mér
það til gamans að leita upplýsinga um
þetta í fornsögum vorum. En mér til mik-
illar furðu varð ég litlu vísari um málið
eftir þá leit. Að vísu var þetta verk ekki
unnið af nægilegri nákvæmni, svo að vera
má, að mér hafi sézt yfir eitthvað, sem
máli skipti. En tæplega hygg ég þó, að svo
muni vera, því yfirleitt er furðu lítið
minnzt á búfjárflutningana til landsins í
fornbókmenntum vorum. En það eitt er
fullvíst, að geitur hafa verið hér á land-
námstíð og það mjög víða á landinu. Það
sanna hin mörgu bæjarnöfn, sem Kennd
eru við geitur, svo og hin fjölmörgu ör-
nfni, sem benda í sömu átt.
Svo einkennilega vill til, að fleiri bæir
hér á landi eru kenndir við geitfé en nokk-
urt annað búfé. Og mætti þó ætla, að
eðlilegra hefði verið að kenna bæina
öllu fremur við annað búfé, t. d. sauðfé,
sem var og hefur verið aðal bústofn lands-
manna fram á síðustu ár.
Mér telzt svo til, að 35 bæir á landinu
séu kenndir við geitfé, og eru þeir þessir:
Geitaberg í Hvalfjarðarhr., Borgarfj.sýslu,
Geitafell í Aðaldælahr., S.-Þing.,
Geitafell í Kirkjuhvammshr., V. Hún.,