Freyr - 01.11.1960, Blaðsíða 19
FREYR
347
föll. Þegar þetta er haft í huga veröur þaö
skilj anlegt, að þær virðast ekki hafa num-
iö land í Rangárþingi og Skaptafellssýsl-
um, þar sem vatnsföll taka við frá jöklum
til sævar. Þess vegna fyrirfinnast engin
bæjarnöfn sem minni á geitur, í þessum
sýslum. Um örnefni á þessu svæöi er mér
ekki kunnugt nema örnefnið Hafursey á
Mýrdalssandi og Hafursá í Mýrdal. Getur
hér verið um mannanöfn eða viðurnefni
manns að ræða. Um það verður ekkert
sagt.
Já, nú eru geitur að deyja út í landinu.
Sumir munu fagna því, þar sem reynt er
að halda því fram, að þær skemmi gróður
og stórskaði skóglendi. Hins vegar get ég
hiklaust sagt það, og byggi það á minni 50
ára reynslu, að ég hef aldrei orðið þess
var, að geitur skemmdu nytjaskóg. Þær
halda sig aðallega í skógarjöðrum, en fara
lítið sem ekkert í aöalskóginn, enda fyllist
hann oftast snjó að haustinu og er ófær
hverri skepnu mikinn hluta vetrarins.
Mér er sama hvað skógræktarpostularnir
segja. En ég sakna geitanna, og landið
verður að mun fátækara, þegar geitur eru
horfnar með öllu. Þær hafa löngum verið
til hagsældar og blessunar og haldið líf-
inu í mörgum fátæklingi allt frá land-
námstíð og ef til vill hafa þær átt heima í
landinu um langan tíma áður en það
byggðist. Ef svo er, þá eru hér að deyja út
elztu landnemar íslands.
Benjamín Sigvaldason,
fornbókasali.
K artöf luuppskeran
var í haust góð og ágæt víSast á landinu nema í
sandjörð, en þar var það þurrkur, sem takmarkaði
uppskeruna.
Fregnir hafa borizt um, að uppskeran hafi sums
staðar verið tvítugföld, svo sem á Svalbarðsströnd.
Ekki eru enn fengnar tölur, sem eru svo fullkomnar,
að tel.ja megi saman hve mikil uppskeran hefur verið
samtals. Uppskerutölumar einar segja eigi allt, en
kvilla hefur orðið vart með meira móti í uppsker-
unni. Sunnanlands hefur borið allmikið á myglu og
sums staðar mjög mikið, og ennfremur hefur stöng-
ulveiki einnig verið nokkur á vissum svæðum.
Mjaltarvélarnar
eru ekki í lagi hjá öllum bændum Svíþjóð-
ar þó að þar í landi sé hin fullkomnasta
mjaltavélaíramleiðsla, sem þekkist.
Jordbrukarnas Föreningsiblad skrifar um
þetta efni m. a. þann 30. júlí s. 1.
Vélgengið hefur sína galla, sem koma
fram á bæði mönnum og skepnum. Júgur-
kvillar hafa t. d. orðið mun algengari sið-
an farið var að nota mjaltavélar, en áður
gerðist. Auðvitað er þetta ekki vélunum að
kenna, heldur hinu, að þær eru misnotað-
ar og ekki rétt með farnar, en árangur-
inn verður svo sá, að spenum og júgrum
kúnna er misboðið.
Algeng veila við mjaltirnar er að sog-
skiptin eru allt of ör. Sogskiptir á að skipta
35—40 sinnum á mínútu og þessi hraði
verður ekki ákveðinn nema staðið sé með
úrið í hendinni til þess að sannfærast um
hvort réttur sé.
Þá er annar galli sá, að loftþynningin er
ekki í lagi. Að minnsta kosti einu sinni í
mánuði þarf að hreinsa loftleiðsluna, skola
hana með vatni íblönduðu þvottaefni og
síðan með heitu vatni og hreinu. Að því
búnu skal setja vélar í gang og gegnlofta
allt kerfið. Að sjálfsögðu þarf einnig að
hreinsa loftvent 1. Sé notuð olíudæla þarf
auðvitað að hreinsa hana við og við.
Og svo er bakteríugróöurinn. Sumir láta
mjaltavélina hanga á kúnni og halda á-
fram að sjúga, löngu eftir að öll mjólk er
sogin úr júgri hennar. Við þetta sogast
spenahylkið upp á júgrið, lokunarvöðvinn
merst, og innrás baktería er auðveld. Marg-
ar tegundir af bakteríum geta valdið júgur-
bólgu. Stundum kemur hún hægfara stund-
um fer hún geyst. Ekki á mjaltavélin sök á
allri júgurbólgu. Spenastig getur einnig
verið upphaf hennar, stundum rífa kýrnar
spenana á gaddavír eða öðru, er gefur opið
sár og smitun. En einatt er það misnotkun
mjaltavélanna, sem veldur alvarlegustu júg-
urkvillunum.
Svona er það þá í Svíþjóð. Ætli að ástæð-
urnar séu nokkuð betri hjá okkur íslend-
ingum?