Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1960, Blaðsíða 15

Freyr - 01.11.1960, Blaðsíða 15
FRE YR 343 Geitagerði í Fljótsdal, N.-Múl., Geitagerði í Staðarhr., Skagafjarðars., Geitagil í Rauðasandshr., V.-Barð., Geiteyjar í Skógarstrandarhr., Snæf., Geitaskarð í Engihlíðarhr., A.-Hún., Geitastekkur í Hörðudalshr., Dalasýslu, Geitavík í Borgarfjarðarhr., N.-Múl., Geitdalur í Skriðdalshr., S.Múlasýslu, Geiteyjarströnd í Skútustaðahr., S.-Þing., Geitháls í Mosfellshr., Kjósarsýslu, Geitháls í Vestmannaeyjum, Geithamrar í Svínavatnshr., A.-Hún., Geithellar í Geithellahreppi, S.-MúL, Geithóll í Staðarhr., V.-Hún., Hafrafell í Eyrarhreppi, ísafjarðarsýslu, Hafrafell í Fellahreppi, N.-Múlasýslu, Hafrafell í Reykhólahreppi, A.-Barð, Hafrafellstunga í Öxarfjarðarhr., N.-Þing., Hafragil í Skefilsstaðahr., Skagafirði, Hafralækur í Aðaldælahr., S.-Þing., Hafranes í Fáskrúðsfj.hr., S.-Múlasýslu, Hafurbjarnarstaður í Miðneshr., Gullbr.s., Hafursá í Vallahreppi, S.-Múlas., Hafursstaðir í Öxarfiarðarhr., N.-Þing., Hafursstaðir í Fellshreppi, Dalasýslu, Hafursstaðir í Kolbeinstaðahr., Hn.dalss., Hafursstaðir í Svalbarðshr., N.-Þing., Hafursstaðir í Mosvallahr., V.-ísafjarðars., Kiðafell í Kjósarhreppi, Kjósarsýslu, Kiðey í Skarðsstrandarhr., Dalasýslu, Kiðjaberg í Grímsneshr., Árnessýslu, Kiðjaberg, í Vestmannaeyjum. Rétt væri að fella hér niður bæjarnafnið Hafurbjarnarstaði, sem sennilega er kennt við mann. en maðurinn aftur við hafur. Vera má að fleiri nöfn mætti tína til, ef vandlega væri leitað í heimildarritum. — Þarna koma þesci bæjarnöfn fyrir í flest- um svslum landsins, og örnefnin fyrir- finnast um land allt. Athyglisvert er það, að engin bæianöfn. sem kennd eru við geitfé, hef ég fundið í Rangárvallasýslu eða Skaftafellssýslum, og kem ég að því síðar, hver orsök muni til þess liggia. Eng- inn bær í Eyiafirði er og kenndur við geitfé, en örugglega eru til örnefni þar, sem minna á geitfé. og væri fróðlegt að vita, hversu víða og hversu mörg þessi ör- nefni eru á landinu En eitt er víst, að þau eru þekkt um land allt, þótt enginn viti tölu þeirra. Vafalaust er þekktast af þeim öllum örnefnið Kiðagil á Sprengisandi, sem Grím- ur Thomsen gerði bezt kunnugt með kvæði sínu „Á Sprengisandi“. Þá er og Geitasand- ur á Möðrudalsöræfum, eða nánar tiltekið á fjallgarðinum austan við Möðrudal, og ligg- ur vegurinn frá Möðrudal til Austurlands um hann. Á þessum fjallgarði er einnig til örnefnið Geitafell. Geitasandur er einnig á Melrakkasléttu, og liggur leiðin frá Kópa- skeri og noröur að Leirhöfn um hann. Og enn er til Geitasandur á Rangárvöllum, að sögn kunnugra manna. Ef ég man rétt eru ennþá fleiri Geitasandar til, þótt ég muni ekki hvar þeir eru. Það fæst vitanlega aldrei úr því skorið, hvað þessi örnefni eru mörg á landinu, fyrri en búið er að safna örnefnum um land allt. Og þó svo yrði gert einhverntíma, mundu ekki öll kurl til graf- ar koma, því að vafalaust hafa mörg þessi örnefni týnzt á umliðnum öldum. Einkum er það tilfinnanlegt, hvað mörg örnefni hafa gleymzt og glatazt með öllu, síðan frá- færur lögðust niður. Það voru smalarnir, sem héldu þeim furðu vel við. Ekki hef ég kannað það, hvort eitthvað muni hafa gleymzt og glatazt af þeim bæjanöfnum, sem kennd eru við geitfé. Þó má benda á það, að fyrir aðeins nokkrum áratugum var eitt bezta bæjarnafnið í þess- um flokki lagt niður og mun sennilega gleymast er stundir líða. Á ég hér við bæj- arnafnið Geitastekkur. Þetta bæjarnafn er ekki einungis fagurt og viðkunnanlegt, eins og önnur bæjanöfn, sem kennd eru við búfé, heldur hefur bnð framyfir hin nöfnin, að það minnir okkur á mikilsverðan kafla í búnað^r^ögu landsins. Slíkum nöfnum má ekki brevta og á ekki að breyta, og þvrfti að liggia þung refsing við slíku, alveg eins og bung refsing liggur við því, að eyðileggja fornminjar. Ég hef oft og lengi verið að velta því fyr- ir mér. hvernig muni á bví standa, eða hvaða orsakir liggi til þess, að fleiri bæir skuli vera kenndir við geitfé en annað búfé hér á landi. Mér hefur aðeins flogið eitt í hug. sem gæti bent á ástæðuna Hef ég bor- ið þetta undir nokkra af fræðimönnum

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.