Freyr - 01.11.1960, Blaðsíða 7
FREYR
335
Að kornskurði á Egilsstöðum 13. sept. 1960. Ljósm.: G.K.
ur vel, vel, mjög vel og jafnvel ágætlega
eftir árferði, en björgun kornsins er og hef-
ur einatt verið vandamál. Það er komið
haust þegar kornið loks er þroskað, þá er
eftir að uppskera það og þurrka og þar
hefur langoftast brostið hlekkurinn í þeirri
löngu keðju athafna, sem við kornyrkju
er og verður bundin hér á íslandi.
En í þetta sinn er hér notuð vél — glöggt
vitni um vélgengi nútímans — sem gerir
margt í senn. Hún sker kornið af stöng-
inni, þreskir það, hreinsar og lætur í poka.
Þessa vél hafa keypt í félagi Egilsstaða,-
bændur, kaupfélagið og Búnaðarsamband
Austurlands.
Vélin er sænsk, heitir AKTIV og hún ber
nafn með rentu, hún er vissulega mikilvirk.
Vél þessi er af þeirri gerð uppskeruvéla, sem
nú breiðast ört um heiminn og nefnist á
enskri tungu Combine en hefur stundum
verið nefnd sláttuþreskivél, eða sláttuþresk-
ir á íslenzku. Búvélaverzlunin Globus í
Reykjavík hefur flutt vél þessa til lands-
ins. Það mun hafa verið árið 1947, að fyrsta
vélin til hliðstæðrar þjónustu var hingað
flutt, en hún kom aldrei neinum að gagni
og er nú fyrir nokkru orðin að ryðhrúgu.
En hér á Egilsstöðum er brotið blað í
sögu íslenzkrar kornræktar, með komu og
notkun þessarar vélar, en hún reynist eins
vel og bezt verður á kosið — hún skilar
hlutverkum sínum öllum svo sem henni er
ætlað. Sé spurt hve margra manna vinnu
hún afkasti er því vandsvarað. Ef til vill
10—20 manna, ef til vill allt að 30 manna
starfi eða hver veit hvað. En það sem mest
er um vert er þetta: Ekkert fer til spillis
því að hirt er um leið og slegið er og það
er mikils virði.
Hægt er að slá dag og nótt — við ljós
náttúrlega þá um nætur — en það getur
verið nauðsynlegt ef mikið er að uppskera
á stuttum tíma, en þurrt þarf að vera þegar
upp er skorið. Og þetta 10 eða 20 manna
starf er innt af hendi af tveim mönnum og
svo vélinni. Jón Sveinsson stýrir draganum,
sem dregur og knýr uppskeruvélina en Ingi-
mar Sveinsson hefur nóg að gera með að