Freyr - 01.11.1960, Blaðsíða 16
344
FREYR
okkar, og hafa þeir yfirleitt fallist á, að til-
gáta mín sé mjög líkleg, þótt aldrei verði
hún sönnuð. Tilgáta mín er þessi:
Það er alkunnug staðreynd, að mönnum
er tamara að fjalla um það og ræða, sem
þeim kemur að óvörum, en hitt, sem þeir
siá daglega fyrir augunum og telja sjálf-
sagða hluti. Því þykir mér líklegt, að Papar
hafi flutt með sér geitur til landsins, en
þeir voru búnir að dvelja hér lengri eða
skemmri tíma er ísland byggðist. Ef svo
hefur verið, hafa þeir alveg vafalaust tvnt
einhverju af þeim í skógana og fjöllin. Og
síðan hafa þessar villtu geitur aukið kyn
sitt og breiðzt út um landið, þótt eitthvað
kunni að hsfa fallið í harðindum. Ef bessi
tdffáta mín er rétt, hefur verið hér fyrir
fiöldi geita víðsvegar um landið,
þeear landnámsmennirnir komu hingað.
Sé á þetta fallizt, verður næsta
skilianlegt, hvers vegna engin bæianöfn
fyrirfinnast í Rangárvallasvslu og Skafta-
feilssvslum, sem gefa bendingu um, að þar
hafi geitur verið í fornöld. Þar hafa stór-
vötnin staðið í vegi, en bau eru jafnan auð
árið um kring frá jöklum til sjávar. En
stórvötnin norðanlands eru oft ísi lögð
mikinn hluta vetrar, og gátu því ekki stað-
ið í vegi fyrir geitunum. En sem kunnugt
er. þá eru geitur afar vatnshræddar, og
veit ég ekki til að þær leggi nokkurntíma í
vötn.
Þessi tilgáta mín, með geiturnar og Pap-
ana . stvðst við miög sterkar líkur. AHt fra.m
á síðustu ár hafa einsetumenn og einsetu-
konur víðsvegar um landið. átt geitur. Það
var míög þægilegt fyrir einsetufólkið að
eiga 2 til 4 geitur, þar sem hvorki geta né
skilyrði voru til þess að afla heyja handa
kú, enda hafði einsetufólkið enga þörf fyrir
meiri mjólk en fékkst úr fáeinum geitum,
en létt að afla fóðurs handa þeim.
Ef tilgáta mín er rétt, hefur það komið
landnámsmönnum að óvörum að finna hér
geitur víðsvegar um landið, og því hafa þeir
verið ósparir á að kenna bæina við þetta ó-
kunna búfé. Að vísu er hugsanlegt, að þeir
hafi flutt með sér eitthvað af geitfé frá
Noregi, sem síðan hefur blandazt stofninum,
sem fyrir var. Hinn margbreytilegi litur á
geitfé gæti verið bending um þetta. En um
þetta skortir allar heimildir og mun aldrei
upplýsast.
Um fjölda geitpenings í landinu á fyrri
öldum, er allt ókunnugt, því að hvergi hef
ég getað rekist á heimildir, er upplýsa þetta.
Enda sennilega aldrei verið skráð eða kann-
að. Bezta sönnunin fyrir heimildaskortin-
um er sú, að árið 1927 skrifaði Sigurður
Þórólfsson, skólastjóri, stórfróðlega ritgerð
í Búnaðarritið, er hann nefndi „Búfé á ís-
landi til forna“. Gerir höf. lítið úr heim-
ildagildi íslendingasagnanna um þetta efni,
en byggir niðurstöður sínar fyrst og fremst
á fornum máldögum biskupsstóianna,
kirkna og klaustra, svo og á annálum og
gömlum bréfabókum. Ekki verður betur séð,
en að höf. hafi kannað þessar heimildir af
hinni mestu kostgæfni, og unnið vel úr
þeim.
Ástæðan til þess. að ég minnist á þessa
ritgerð S. Þ. er sú. að það vakti furðu mína,
að þarna er ekki minnst einu orði á geitfé,
rétt eins og ekki hafi verið til ein einasta
geit í landinu. Ég hygg þó, að geitur hafi
alltaf verið til engu að síður. En þær hafa
sennilega verið fyrst og fremst eign hinna
snauðustu bænda og einsetufólks. En „sag-
an“ flallar um annað frekar en þá snauðu.
Hún fiallar fyrst og fremst um höfðingi-
ana og eignir þeirra. Þess vegna er geit-
anna hvargi getið í fornum heimildum.
Elzta heimildin. sem mér er kunn um
tölu aeitfiár í landinu, er frá árinu 1703.
Þá eru talda.r alls 818 geitur á landinu. Og
150 árum ''íðar (1853) er talan næstum bví
sú sama. eða 914 (b. e. 96 fleira) Mætti ef
til vill draga bá ályktun af bessu. að betta
sé sú taln, sem algengust hafi verið á um-
liðnum öldum. Eftir miðia síðustu öld fer
geitfé mjög fækkandi, og bað svo að geitur
verða næstum útdauðar með öllu á harð-
indaárunum á milli 1880—1890. Um tölu
geita á þessum árum veit ég ekki. En sam-
kvæmt línuriti, giörðu af Sigurði búnaðar-
málastjóra. hafa bær komist niður fyrir
100. — Eftir 1890 fer þeim svo ögn að
fiölga, en bó mjög hægt fyrst í stað, því að
1901 er talan ekki nema 340. En upp úr
aldamótunum fer þeim ört fjölgandi, því