Freyr

Årgang

Freyr - 15.05.1963, Side 9

Freyr - 15.05.1963, Side 9
FREYR 197 er tilraunaráð jarðr. lét gera á Akureyri. Snigillinn er í stokk, sem liggur þvert yfir mitt fjós undir flórum. Mykjunni er ýtt að niðurfalli í flórnum og fellur þar niður í snigilstokkinn og færist svo að haughúsinu til hliðar. Á Gljúfurholti í Ölfusi er notað færiband í stað snigils, en útbúnaður hinn sama að öðru leyti. Það er búið að vera í notkun í 14 ár. Fáar fyrirmyndir eru að vélbúnaði við fóðrun nautgripa í Evrópulöndunum. Am- eríkumenn nota snigilstokka fyrir kjarn- fóður og saxað vothey, en þurrheysgjöf er þar lítil, sem og í flestum löndum utan ís- lands, enda hafa íslenzkir bændur eitt hið bezta þurrhey, sem þekkist í veröldinni og kunna betur til meðferðar á því en aðrir. Þurrhey er hins vegar of fyrirferðarmikið til flutnings í snigilstokkum og verður því að fara aðrar leiðir hér. Koma þá helzt til greina færibönd eða færibandajötur. Nú alveg nýlega tókst samvinna milli Kaupfé- lags Rangæinga á Hvolsvelli og Teiknistofu landbúnaðarins um smíði slíks færibands og gerði Teiknistofan uppdrætti að band- inu. Þessi tilraun tókst með þeim ágætum, að telja má að málið sé leyst, þar sem þau bönd eiga við. Verkstæði Kaupfélagsins á Hvolsvelli getur nú framl. slík bönd þann- ig að þau eru stórlega betri og ódýrari en þau erlend færibönd, sem fáanleg eru. Rétt er að vekja athygli á, að verkstæði þetta myndi einnig geta smíðað færibönd til flutnings á votheyi í þrær eða turna og til tilfærslu á áburði út úr fjárhúsum, ef menn vildu til þess kosta. Teiknistofan hefur 1 undirbúningi uppdrætti af vélknúinni flór- sköfu fyrir djúpflóra undir grindum og mun leita eftir samvinnu við sömu aðila um það mál. í stórfjósum geta fóðurbönd sparað vinnu og erfiði svo nokkru nemur. Ef þá jafn- framt er sett flórskafa undir grindaflór, má mjókka bygginguna svo um munar. Þessi stærðarmunur sézt á meðfylgjandi mynd. Húsið verður auðveldara í byggingu, yfir- gerð einfaldari og ódýrari. Þannig fæst nokkuð endurgreitt af kostnaði vélbúnað- arins. Innra skipulag fjósa breytist nokkuð frá því sem tíðkast um venjuleg básafjós, við þennan tæknibúnað. Til þess að þurfa ekki nema eitt færiband, er því bezt fyrir komið í miðju fjósi og ná þá gripirnir að því frá báðum hliðum. Okar bandsins þurfa þá að vera um 75 sm. á lengd og fóðurgangurinn allur um 130 sm. á breidd. Mótor með 0.6 ha. krafti ætti að geta séð um hreyfingu bandsins í allt að 26 metra löngum fóður- gangi eða fyrir 50 kýr í básum. Hugsanlegt er að nota mætti sama mótor til að knýja flórsköfurnar með því að skipta á milli. Myndi það spara stofnkostnað. Ef fóðurgangur er í miðju húsi og flórar nær veggjum, verður ekki hjá því komizt að hafa djúpa flóra með grindum, þar sem ekki er annars hægt að halda veggjunum hreinum. Stéttir meðfram veggjum þurfa þó ekki að vera breiðari en 100 sm ef notað er sérstakt mjaltafjós, en það má telja sjálfsagt, þegar um er að ræða fjós af þessari stærð. Loks standa kýrnar á grind- inni yfir flórnum og notast því nokkur hluti af breidd flórs sem aftasti hluti báss og má básinn vera styttri sem því svarar. Heildarbreidd á tvístæðu fjósi, með færi- bandajötu og grindaflórum, er 7.80 m. eða 1.50 m. mjórra en venjulegt, tvístætt fjós, sem er 9.30 m., en það er lágmarksbreidd. Færibönd henta mjög vel í lausgöngu- fjósi, en þurfa ekki að vera jafnlöng fyrir sama fjölda gripa, þar sem þeir standa þar þéttar við jötu. í lausgöngu-fjósi þarf ekki nema 15.00 metra langa jötu fyrir 50 gripi.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.