Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1966, Síða 19

Freyr - 01.06.1966, Síða 19
FREYR 281 ÞÓRIR BALDVINSSON: BYGGINGAR OG BÚSKAPUR Á síðari árum hefur því oft verið haldið fram, að búeiningar hér á landi væru yfir- leitt of smáar. Stundum hefur þessu verið hampað af stjórnmálamönnum, sem sjaldn- ast eru í vandræðum með að finna sök í annars garði. Vægast sagt er þetta á litlum rökum reist. Það er að vísu til fjöldi smárra búa, og hví skyldi það ekki svo vera? Bænd- ur eru misjafnir eins og fólk í öðrum stétt- um, og meðal þeirra er töluvert af mönnum, sem af ýmsum ástæðum eru ekki til þess fallnir að reka stór bú. Það væri engum greiði gerður með því að knýja þá til þess að gera það, sem þeir eru ekki færir um. Og ekki er víst, að þeim vegnaði betur í öðrum störfum, þótt slík tilfærsla gæti stundum verið rökrétt. Þó eru ekki allir smábændur þessu marki brenndir. Annar hópur þeirra, og hann all- stór, rekur smábúskap, af því að það hentar þeim og nægir þeim. Þessir bændur eru oft mikil snyrtimenni. Þeir lifa einföldu lífi, gera litlar eða engar kröfur til munaðar, fara vel með húsdýr sín og önnur verðmæti og eru flestum einstaklingum vægari um kröfur til þess varnings, sem kostar erlend- an gjaldeyri og ekki telst til þess daglega brauðs. Hví skyldu þessir menn ekki mega lifa lífi sínu á sinn náttúrulega og fábrotna hátt, þótt einhverjum finnist það ekki stórt í sniðum? Loks er hinn þriðji flokkur bænda og er hann fjölmennastur og oftast í þýðingar- mestu framleiðsluhéruðum landsins. Þessir bændur hafa væn bú og margir stórbú, og í Vestur-Evrópu mun ekki vera hærri hundraðstala stórbænda en á þessum svæð- um. Þannig er fjöldi bænda á mjólkurfram- leiðslusvæðum í Eyjafirði, Borgarfirði og Suðurlandsundirlendi, sem hafa 30—60 gripi í fjósi, og þó nokkrir, sem hafa frá 60 til um og yfir 100 gripi. Sagan er þó ekki öll sögð með þessu. Bú- stærðin er langt frá því að vera einhlítur mælikvarði á það, hvað sé góður eða heppi- legur búskapur. Því fer svo fjarri, að stór- búin eru oft eigendum sínum til hreinnar óþurftar. Einstaklingar innan íslenzkrar bænda- stéttar standa að ýmsu leyti illa að vígi um það að velja sér hagfræðilega réttar búein- ingar. Hér hafa engar viðhlítandi athug- anir farið fram á þessum málum, og Bún- aðarfélaga Islands, sem líkt og flestar aðrar stofnanir, býr við þröngan fjárhag, hefur ekki getað komið sér upp búhagfræðideild bændum til aðstoðar í þessum efnum. Þegar það svo bætist við, að vegna þeirrar bylt- ingar, sem orðið hefur í öllum starfshátt- um búskaparins á fáum árum, hafa bændur að baki sér ónóga reynslu um hina nýju háttu. Hér getur því oft verið úr vöndu að ráða og oft lítill tími til stefnu. Bóndinn verður oftast að taka ákvörðun um lágmarks bú- stærð, þegar hann byggir útihúsin, og hann verður einnig að ætla sér pláss til stækk- unar. En hvað á hann að miða við? Það er að vísu augljóst, að stærðir bygginganna verða sumpart að markast af fjölskyldu- aðstæðum og sumpart af þeim möguleik- um, sem jarðnæðið veitir. Hið fyrra er breytilegt frá einum tíma til annars, en undir það heyra vinnuafl og fjármunjir. Hér verða oft mistök vegna þess, hve erfitt er að sjá eitt og annað fyrir. Bóndi, sem byggir útihús sín, þegar hann er á bezta vinnualdri og börn hans að komast til þroska, byggir oftast stærra en heppilegt er. Hann gleymir því, að eftir fá ár eru fugl-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.