Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1966, Blaðsíða 8

Freyr - 01.06.1966, Blaðsíða 8
270 FREYR Nýtl mœlaborð er á Ferguson dráttarvélunum, með öllum nauðsynlegum mœlum. í verði, vegna gengislækkunarinnar, að bændur treystu sér þá ekki almennt til að kaupa nýjar dráttarvélar — eins og með þurfti. Þessvegna var það, sem við útveguð- um notaðar dráttarvélar frá Bretlandi. Þær voru keyptar frá mörgum aðilum, sem voru ekki allir jafn heiðarlegir, svo dráttar- vélarnar reyndust ekki allar nægilega vel. Nú höfum við gert þær breytingar, að við kaupum aðeins notaðar dráttarvélar frá einu fyrirtæki, síðan hafa engar kvartanir komið frá bændum um að þær reyndust illa. Við flytjum inn 20—30 notaðar vélar árlega. En af nýjum og notuðum dráttar- vélum seldum við 326 á síðastliðnu ári. •— Mest seljum við af MF 135, 46 hö. — Hvaða ámoksturstœki eruð þið með? — Þau heita Mil-master frá — Midland verksmiðjunum. Þessi tæki eru mjög létt og þægileg í meðferð, auðvelt er að tengja þau við dráttarvélarnar. Verðið, með spíss- skóflu, er 18.000 kr. Einnig erum við með frá sömu verksmiðju heykvíslar, sem voru mest seldu heykvíslarnar á síðastliðnu ári. En áður seldum við heykvíslar frá Kverne- land. Nú gerum við einnig ráð fyrir, að fá til sölu heygreipar frá Midland. — Hvað með önnur tæki til heyskapar? — Það er fyrst að nefna sláttuvélina Bu- satis, hún er þýzk og hefur reynzt mjög vel hér á landi. Við erum með tvær gerðir af henni, eins og tveggja ljáa, kostar sú síðar- nefnda um 19.000 kr. Bændur, sem hafa fengið sér þessa tveggja ljáa vél, hafa allir lofað hana, fyrir góð og mikil afköst. Auk þess bjóðum við sláttuvélar frá Massey- Ferguson. Á þessu ári munum við flytja inn Serigs- stad sláttutætara, en við höfum nýlega fengið umboð fyrir þá hér á landi. Þessi sláttutætari er norskur, skilar miklum af- köstum miðað við aflþörf. Sennilega verður einn tætari prófaður á Hvanneyri í sumar. Busatis tveggja Ijáa sláttuvél, þessi sláttuvél hefur reynzt mjög vel hér á landi. — Þið eruð einnig með jarðtœtara? — Við höfum verið með Agrotiller jarð- tætarana, — þeir eru í stærðunum frá 40 tommum og upp í 80 tommur, bæði drag- tengdir og lyftutengdir. Þessir tætarar hafa reynst vel hér á landi, enda mjög traustir, við höfum selt um 30 stk. árlega, mest selj- um við 50—60 tommu tætara. — Hvernig gengur með skurðgröfurnar? — Það er nú svo ný til komið, að við fengum umboð fyrir Poclain gröfurnar, sem við bindum miklar vonir við. Þetta er lang stærsta fyrirtækið í vökvaknúnum gröfum í V.-Evrópu. Þegar upp úr árinu 1950 fóru þeir að framleiða slíkar gröfur.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.