Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.06.1966, Qupperneq 18

Freyr - 01.06.1966, Qupperneq 18
280 FREYR síðan sent Frey þær myndir, sem fylgja hér með. I grein í Svenska mejeritidningen, nr. 1 1966, segir m. a. um þessa framleiðslu: Á árunum eftir 1940 og 1950 voru ýmiss vandkvæði ráðandi á verksmiðjunni, en síð- an hafizt var handa um framleiðslu tank- bíla og heimilistanka undir mjólk, hafa verkefnin hlaðizt upp. Nú er erfiðast að fá mannafla til að vinna það, sem framundan bíður af verkefnum. Framleiðsla heimilstanka hófst árið 1957. Á þessu sviði hefur mikil þróun orðið, þann- ig, að vissar stærðir eru nú staðlaðar, eink- um eru það heimilistankar af stærðunum 400 og 600 lítra. Með stöðluninni hefur það unnizt, að verð tankanna er nú það sama og í upphafi, þrátt fyrir verðhækkanir á öðr- um sviðum. ❖ ❖ ❖ Áður en ákveðin leið tankbíls er stofnsett, er allt kerfað, sem þar að lýtur. Svo sem í eftirfarandi er greint, eru hin ýmsu atriði könnuð og ráðstafað: 1. Rætt er við einstaka bændur um þeirra viðhorf og aðstöðu. — Venjulega eru bændur áhugasamir um málið og vilja vera með, enda þótt ekki sé fyrirfram sannað hvort það er efnahagslega hag- kvæmt, en þeir vita, að störf þeirra léttast, hvað sem öðru líður. 2. Ráðunautur heimsækir hvern bónda og kannar hvernig aðstaðan er, hverju þarf að breyta og hverju skal bætt við, svo að aðstaða öll fyrir tankbílinn sé eins og vera ber. Gerir hann gjarnan teikningar að nýskipan þeirri, sem þarf að verða. 3. Mjólkurhúsið er útbúið með þeim skil- yrðum, sem óumflýjanlega hljóta að vera þar, þar með talinn rafbúnaður. 4. Tankbílnum er ekið heim að hverjum bæ í þeirri röð, sem hann skal fara, og þannig er kannað hvort hann kemst tómur til aðstöðu allsstaðar og hvort landið ber þennan þunga bíl hlaðinn. 5. Heimilstankurinn er afgreiddur. — Tæknifræðingur frá Wedholm verk- smiðju eða annarri prófar hvort kæli- búnaður og annað vinnur eins og til er ætlazt, og svo kennir hann bónda eða fólki hans að vinna með þennan nýja búnað og nýta hann rétt, þar á meðal að ræsta hann. 6. Fólkið, sem stundar mjaltirnar, er æft í að ræsta allan búnaðinn og finna þá galla, sem helzt koma til greina. í hend- ur fólksins eru afgreiddir þeir burstar og annar ræstibúnaður, sem til þarf. 7. Þegar búnaðurinn hefur verið í notk- un í nokkra daga á hverjum bæ, kemur tæknifræðingurinn aftur og er við- staddur á meðan fólkið vinnur með hinn nýja búnað. Kemur þá í ljós ef um einhverja vanþekkingu eða mis- notkun er að ræða og er slíkt leiðrétt. 8. Að nokkrum vikum liðnum er svo enn komið til eftirlits til þess að fullvissa sig um, að allt sé eins og vera skal, samkvæmt fyrirmælum og beztu að- ferðum. ❖ ❖ ❖ Mjólkurtankarnir eru yfirleitt leigðir bændum og hefur leigan verið sem svarar tæpum 5 aurum íslenzkum fyrir hvern lítra mjólkur, sem úr þeim er tæmdur og sendur til mjólkurstöðvar. Skipt er um tanka eftir þörfum. Á verksmiðjunni hefur naumast verið hægt að fullnægja eftirspurninni eftir heimilstönkum, ekki sízt síðan hún hóf út- flutning á þeim, til Noregs, Finnlands og ís- lands. Kvikmynd um mjólkurflutninga í tank- vögnum og notkun heimilistanka hefur nú verið gerð. Er gert ráð fyrir að framvegis verði undirbúningsstarfið auðveldað, og kennsla í hagnýtingu svona búnaðar einnig, þegar kvikmyndin er notuð og almenningur getur þannig tileinkað sér við eigin sýn þessa nýju tækni og allt, sem henni til- heyrir. G.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.