Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.06.1966, Qupperneq 12

Freyr - 01.06.1966, Qupperneq 12
274 FREYR aðeins jafn mikið og hluturinn, sem endur- nýjunnar þarf við kostar hjá þeim, og í nokkrum tilfellum það sem viðgerðin mundi kosta samkvæmt tímaskrá þeirra. Þetta hefur það í för með sér, að mismuninn verða viðskiptavinir okkar að greiða, því ekki getum við tekið á okkur greiðsluna vegna þessara ströngu verðlagsákvæða. Fyrir skömmu var birt órökstudd gagn- rýni í Frey á varahlutaþjónustu þessa fyrir- tækis. Bændur ættu að láta- samtök sín kanna hvernig þessi þjónusta er leyst af hendi og síðan samráði við búvéla innflytj- endur reyna að bæta þessa þjónustu eins og tök er á, í stað sleggju dóma. Ég vil geta þess, að við vorum fyrstir til að taka upp umferðarviðgerðaþjónustu. Árið 1960 hófum við hana og síðan höfum við haft bifreið með góðum útbúnaði og mjög færum viðgerðarmönnum, sem hafa gert við dráttarvélarnar, stillt þær og leið- beint bændum um meðferð þeirra. Þessi þjónusta okkar hefur mælzt mjög vel fyrir. í ársbyrjun 1965 tókum við upp fasta eftir- litsþjónustu eins og ég gat um hér að fram- an. Ennfremur höfum við haldið 8 nám- skeið fyrir viðgerðarmenn utan af landi, þar af voru 3 haldin í Bretlandi en hin hér í Reykjavík. Þessi námskeið hafa eflaust stuðlað að betri og ódýrari þjónustu fyrir eigendur Ferguson traktora. ❖ * ❖ Eftir að hafa fengið þessar upplýsingar hjá Baldri, þá var farin ökuferð, fyrst á Kleppsveg, en þar eru allar vélarnar yfir- farnar. Á verkstæði Dráttarvéla hf. starfa tveir menn, þeir þurfa að breyta dráttarvélun- um vegna öryggisgrinda, sem settar eru á allar dráttarvélarnar. Þessar breytingar miða einnig að því að auðvelda tengingu hjálpartækja, sérstaklega Mil ámoksturs- tækjanna, svo og hliðartengsl sláttuvéla, það er ekki óalgengt að dráttarvélarnar verði fyrir hnjaski í flutningum, það þarf að lagfæra. Eftir að hafa reynt smá ökuferð á sjálf- skiptri vél, þá er farið á varahlutalagerinn, og rætt við starfsmennina þar. Spj aldskrá er yfir 10 þúsund númer, sem eru á varahlutalager. Þar eru allir hlutir færðir inn um leið og pakkað er upp send- ingum að utan. Allir afgreiddir varahlutir eru einnig skráðir þar, svo auðvelt og fljót- legt er að sjá, hvað er til og hvað mikið af hverjum hlut. Þegar pöntun kemur frá bónda um ákveðna varahluti, þá eru þeir fyrst færðir inn á afhendingarseðil, síðan er afgreitt samkvæmt honum. Ef einhver hlutur er ekki til, þá er merkt við hann á afhendingarseðlinum og bóndinn fær að vita að hluturinn verður sendur eins fljótt og auðið er. Pöntun bóndans er færð inn á spjaldskrána, bæði það sem er afgreitt og það sem ekki er til. Ef hluturinn hefur ekki verið pantaður að utan er reynt að bæta úr því, og bóndinn fær hlutinn afgreiddan um leið og varahluturinn kemur inn á lagerinn. Oft kemur það fyrir, að sumir varahlutir eru ófáanlegir um tíma hjá framleiðanda vélanna erlendis, og það getur liðið nokkur tími, þar til hann er tekinn í framleiðslu. Ef bóndanum liggur mikið á varahlut, þá er hann pantaður til afgreiðslu með flug- vél, ekki er það samt öruggt að hann komi strax, því flugfélögin vilja heldur taka far- þega og skilja þá stundum vörurnar eftir. Þegar þessari heimsókn til Dráttarvéla hf. var að Ijúka, kvaddi Baldur Tryggvason með þessum orðum: — Ég held að við séum með meira af varahlutum en nokkur annar innflytjandi hjóladráttarvéla, og það kerfi sem við vinnum eftir á varoJilutalager er eins gott og við téljum unnt að hafa, miðað við verzlunaraðstæður hér á landi. A. G.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.