Freyr - 01.06.1966, Qupperneq 25
FREYR
287
Terkunariap
Ío þurrefni
□
Tap á túni
\Jenkun ^ó^óöuns
Tore Lindström heitir sænskur ráðunautur.
Hann hefur gert sér það ómak að kanna
niðurstöður tilrauna með gras, sem verkað
hefur verið með ýmsu móti í Svíaríki um
undanfarna áratugi, og niðurstöður þeirra
rannsókna hefur hann birt í Norrbottens
Lantmannablad, en það er málgagn bænda
í Norðurbotnum Svíþjóðar, og þar er að
sjálfsögðu verkað fóður til vetrarins af grasi
fyrst og fremst, rétt eins og hér á íslandi.
Skal nú rekja frásögn hans í stuttu máli.
Samanburður höfundar nær yfir ýmsar
verkunaraðferðir og árangur þeirra og gerir
hann grein fyrir tapi því sem um er að ræða,
eftir því hvaða aðferðir eru notaðar. Af
súluritinu má lesa hvernig efnatapið skipt-
ist og með því að líta á tölurnar við fremsta
strik myndarinnar má lesa af súlunum
hvert er samanlagt tap þurrefnis eftir að-
ferðum við verkun, en þær eru þessar.
1. Illa verkað þurrhey
2. Hey þurrkað á hesjum
3. Súgþurrkað hey
4. Vothey verkað í skurðgryfju
5. Turnverkað vothey
6. Vothey, forþurrkað og turnverkað
7. Harðþurrkað hey
Höfundur getur þess, að það komi fyrir að
fóðurgildistap geti orðið allt að helmingi í
mjög illa verkuðu heyi, þurru og votu. Þar
að auki getur hvorutveggja verið hættulegt
fóður. Hann bendir á hve súgþurrkun sé
hesjuþurrkun miklu fremri og samanlagt
næringarefnatap sé miklu meira í lélegum
votheyshlöðum en góðum og þá einkum hve
efnatapið sé mikið í skurðgryfjum. Einnig
undirstrikar hann hve þýðingarmikið það er
að saxa grasið og verka það vandlega í stór-
um votheysturnum, og helzt loftþéttum. Þá
bendir hann á, að minnst sé tapið við hrað-
þurrkun, en þar sé um að ræða aðferð, sem
enn er lítið notuð, en er nú á leið til meiri
vegs þegar tekizt hefur að pressa kex og
nota vöruna þannig handa jórturdýrum.